Smallville-stjarna ákærð fyrir aðild að kynlífsþrælkun Sylvía Hall skrifar 21. apríl 2018 12:18 Allison Mack er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville. Hún er sögð hafa verið helsti vitorðsmaður Raniere. Vísir/Getty Leikkonan Allison Mack, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville, hefur verið ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun sem átti sér stað innan „sjálfshjálparhópsins“ Nxivm (borið fram Nexium). Leiðtogi hópsins, Keith Raniere, var handtekinn í mars. Mack er gefið að sök að hafa aðstoðað Raniere við að finna konur undir því yfirskini að þær væru að ganga í sjálfshjálpar- og mannúðarsamtök, en í ákærum á hendur Raniere segir að hann hafi haldið úti hópi fyrir konur sem hann hafi haldið í kynlífsþrælkun og þær hafi verið brennimerktar með upphafsstöfum Raniere gegn vilja sínum.Kvenfélagið reyndist vera kynlífsþrælkun Konunum var boðið að verða meðlimir DOS, nokkurskonar kvenfélags innan Nxivm sem átti að vera valdeflandi og einungis skipað konum. Það hafi komið mörgum þeirra á óvart að það var í raun Raniere sem fór með stjórn hópsins og fyrirkomulagið hafi í raun verið skipulagt þrælahald. Þá hafi hann haft fulla stjórn á athöfnum þeirra, gefið þeim verkefnalista sem innihéldu meðal annars kynferðislegar athafnir með honum og hafi svelt þær til þess að útlit þeirra myndi þóknast honum. Talið er að Raniere hafi haft um 15 til 20 konur sem stunduðu kynlíf með honum eftir hans hentisemi, og var þeim meinað að ræða samband sitt við leiðtogann við aðra. Þá var þeim skylt að taka nektarmyndir af sér sem gat verið lekið ef þær fóru gegn vilja Raniere. Mack sögð vera helsti vitorðsmaður Í ákærunni er Allison Mack sögð vera einn helsti samstarfsmaður Raniere og hún sjálf hafi fundið konur til að verða „þrælar“ og tekið þátt í að svelta þær til að þær myndu þóknast kröfum hans um útlit þeirra. Hún er einnig sögð hafa búið með Raniere í Mexíkó þar sem hann var í felum. Þá hefur Kristin Kreuk, mótleikkona Mack í þáttunum Smallville, stigið fram og sagst ekki hafa vitað um þessa starfsemi Nxivm. Hún hafi sótt námskeið á vegum samtakanna vegna feimni en hún hafi sagt skilið við samtökin fyrir fimm árum síðan.pic.twitter.com/W0aijK3LcX — Kristin Kreuk (@MsKristinKreuk) 29 March 2018 Grunur vaknaði um kynlífsþrælkun samtakanna í október síðastliðnum þegar New York Times birti frásagnir fyrrum meðlima og hóf alríkislögreglan rannsókn sína í kjölfarið. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Leikkonan Allison Mack, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville, hefur verið ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun sem átti sér stað innan „sjálfshjálparhópsins“ Nxivm (borið fram Nexium). Leiðtogi hópsins, Keith Raniere, var handtekinn í mars. Mack er gefið að sök að hafa aðstoðað Raniere við að finna konur undir því yfirskini að þær væru að ganga í sjálfshjálpar- og mannúðarsamtök, en í ákærum á hendur Raniere segir að hann hafi haldið úti hópi fyrir konur sem hann hafi haldið í kynlífsþrælkun og þær hafi verið brennimerktar með upphafsstöfum Raniere gegn vilja sínum.Kvenfélagið reyndist vera kynlífsþrælkun Konunum var boðið að verða meðlimir DOS, nokkurskonar kvenfélags innan Nxivm sem átti að vera valdeflandi og einungis skipað konum. Það hafi komið mörgum þeirra á óvart að það var í raun Raniere sem fór með stjórn hópsins og fyrirkomulagið hafi í raun verið skipulagt þrælahald. Þá hafi hann haft fulla stjórn á athöfnum þeirra, gefið þeim verkefnalista sem innihéldu meðal annars kynferðislegar athafnir með honum og hafi svelt þær til þess að útlit þeirra myndi þóknast honum. Talið er að Raniere hafi haft um 15 til 20 konur sem stunduðu kynlíf með honum eftir hans hentisemi, og var þeim meinað að ræða samband sitt við leiðtogann við aðra. Þá var þeim skylt að taka nektarmyndir af sér sem gat verið lekið ef þær fóru gegn vilja Raniere. Mack sögð vera helsti vitorðsmaður Í ákærunni er Allison Mack sögð vera einn helsti samstarfsmaður Raniere og hún sjálf hafi fundið konur til að verða „þrælar“ og tekið þátt í að svelta þær til að þær myndu þóknast kröfum hans um útlit þeirra. Hún er einnig sögð hafa búið með Raniere í Mexíkó þar sem hann var í felum. Þá hefur Kristin Kreuk, mótleikkona Mack í þáttunum Smallville, stigið fram og sagst ekki hafa vitað um þessa starfsemi Nxivm. Hún hafi sótt námskeið á vegum samtakanna vegna feimni en hún hafi sagt skilið við samtökin fyrir fimm árum síðan.pic.twitter.com/W0aijK3LcX — Kristin Kreuk (@MsKristinKreuk) 29 March 2018 Grunur vaknaði um kynlífsþrælkun samtakanna í október síðastliðnum þegar New York Times birti frásagnir fyrrum meðlima og hóf alríkislögreglan rannsókn sína í kjölfarið.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39