Erlent

Alsíringar skipa nýjan for­seta til bráða­birgða

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 77 ára Abdelkader Bensalah hefur gegnt embætti forseta efri deildar alsírska þingsins á síðustu árum.
Hinn 77 ára Abdelkader Bensalah hefur gegnt embætti forseta efri deildar alsírska þingsins á síðustu árum. Getty
Eftir sjö vikna mótmæli og óvissu hefur alsírska þingið náð saman um nýjan forseta landsins til bráðabirgða.

Hinn 77 ára Abdelkader Bensalah, forseti efri deildar alsírska þingsins, mun gegna embættinu til bráðabirgða, en samkvæmt stjórnarskrá landsins skulu forsetakosningar fara fram innan þriggja mánaða.

Abdelaziz Bouteflika sagði af sér embætti forseta þann 2. apríl síðastliðinn, en hinn 82 ára forseti hafði þá sætt miklum þrýstingi síðustu vikur og mánuði. Bouteflika hafði stýrt landinu frá árinu 1999, en hann hefur glímt við mikill heilsubrest síðustu ár og hafði ekki komið opinberlega fram í einhver fjögur ár.

Val þingsins á Abdelkader Bensalah kom ekki á óvart, en mótmælendur og stjórnarandstæðingar hafa lýst honum sem einum af innstu koppum í búri valdaelítunnar í landinu sem nauðsynlegt sé að losna við til að ná fram nauðsynlegum breytingum.

Margir stjórnarandstöðuflokkar, sem saman eiga um þriðjung þingmanna, ákváðu að sniðganga þingfundinn í morgun til að mótmæla skipun Bensalah.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×