Fyrsta konan sem verður forseti Slóvakíu Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 08:23 Caputova gerði baráttuna gegn spillingu að helsta kosningamáli sínu. Vísir/EPA Zuzana Caputova, frjálslyndur lögmaður og aðgerðarsinni, verður fyrsta konan til að gegna embætti forseta Slóvakíu eftir að hún sigraði í kosningum sem fór fram þar í gær. Reiði almennings vegna spillingar og morðs á ungum rannsóknarblaðamanni og unnustu hans er sögð hafa fleytt Caputovu til sigurs. Caputova, sem er 45 ára gömul, hefur ekki starfað við stjórnmál áður. Henni er lýst sem frjálslyndri og fylgjandi Evrópusamvinnu. Hún hlaut 58,3% atkvæða gegn 41,7% Maros Sefcovic, framkvæmdastjóra hjá Evrópusambandinu. Sefcovic naut stuðnings stjórnarflokksins Smer sem er fjölmennasti flokkurinn á slóvakíska þinginu. Í kosningabaráttunni lofaði Caputova að binda enda á spillingu á bak við tjöldin. Í þakkarræðu sinni í gærkvöldi ávarpaði hún kjósendur á fimm tungumálum til að ná til allra þjóðarbrota sem í landinu búa, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég er glöð, ekki bara yfir úrslitunum, heldur aðallega vegna þess að það er hægt að verða ekki popúlisma að bráð, að segja sannleikann, auka áhugann án herskárrar orðræðu,“ sagði Caputova og virtist þar vísa til uppgangs popúlískra leiðtoga víða í Evrópu. Sem forseti mun Caputova þó hafa takmörkuð völd. Forseti skipar þó forsætisráðherra og getur beitt neitunarvaldi gegn skipunum háttsettra saksóknara og dómara. Þannig er talið ólíklegt að Robert Fico, fyrrverandi forsætisráðherra, verði að ósk sinni um að hætta í stjórnmálum og gerast forseti stjórnlagadómstóls Slóvakíu. Fico hrökklaðist úr embætti sem forsætisráðherra í kjölfar fjölmennustu mótmæla í sögu Slóvakíu eftir kommúnistatímann í fyrra. Mótmælin beindust að spillingu en kveikjan að þeim voru morðin á Jan Kuciak, rannsóknarblaðamanni, og Martinu Kusnirovu, unnustu hans. Kuciak hafði unnið að rannsókn á umfangsmiklu spillingarmáli. Fimm manns hafa verið ákærðir fyrir morðið á parinu, þar á meðal kaupsýslumaðurinn Marian Kocner. Caputova öðlaðist meðal annars frægð þegar hún barðist gegn ólöglegri landfyllingu sem fyrirtæki Kocner vildi gera í heimabæ hennar í fjórtán ár. Slóvakía Tengdar fréttir Caputova sigrar fyrri umferð slóvakísku forsetakosninganna Umhverfislögfræðingurinn Zuzana Caputova sem barist hefur gegn spillingu í stjórnsýslu sigraði fyrstu umferð forsetakosninganna í Slóvakíu. 17. mars 2019 13:17 Í haldi fyrir morð Kuciaks Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Ján Kuciak og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar. 1. október 2018 07:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Sjá meira
Zuzana Caputova, frjálslyndur lögmaður og aðgerðarsinni, verður fyrsta konan til að gegna embætti forseta Slóvakíu eftir að hún sigraði í kosningum sem fór fram þar í gær. Reiði almennings vegna spillingar og morðs á ungum rannsóknarblaðamanni og unnustu hans er sögð hafa fleytt Caputovu til sigurs. Caputova, sem er 45 ára gömul, hefur ekki starfað við stjórnmál áður. Henni er lýst sem frjálslyndri og fylgjandi Evrópusamvinnu. Hún hlaut 58,3% atkvæða gegn 41,7% Maros Sefcovic, framkvæmdastjóra hjá Evrópusambandinu. Sefcovic naut stuðnings stjórnarflokksins Smer sem er fjölmennasti flokkurinn á slóvakíska þinginu. Í kosningabaráttunni lofaði Caputova að binda enda á spillingu á bak við tjöldin. Í þakkarræðu sinni í gærkvöldi ávarpaði hún kjósendur á fimm tungumálum til að ná til allra þjóðarbrota sem í landinu búa, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég er glöð, ekki bara yfir úrslitunum, heldur aðallega vegna þess að það er hægt að verða ekki popúlisma að bráð, að segja sannleikann, auka áhugann án herskárrar orðræðu,“ sagði Caputova og virtist þar vísa til uppgangs popúlískra leiðtoga víða í Evrópu. Sem forseti mun Caputova þó hafa takmörkuð völd. Forseti skipar þó forsætisráðherra og getur beitt neitunarvaldi gegn skipunum háttsettra saksóknara og dómara. Þannig er talið ólíklegt að Robert Fico, fyrrverandi forsætisráðherra, verði að ósk sinni um að hætta í stjórnmálum og gerast forseti stjórnlagadómstóls Slóvakíu. Fico hrökklaðist úr embætti sem forsætisráðherra í kjölfar fjölmennustu mótmæla í sögu Slóvakíu eftir kommúnistatímann í fyrra. Mótmælin beindust að spillingu en kveikjan að þeim voru morðin á Jan Kuciak, rannsóknarblaðamanni, og Martinu Kusnirovu, unnustu hans. Kuciak hafði unnið að rannsókn á umfangsmiklu spillingarmáli. Fimm manns hafa verið ákærðir fyrir morðið á parinu, þar á meðal kaupsýslumaðurinn Marian Kocner. Caputova öðlaðist meðal annars frægð þegar hún barðist gegn ólöglegri landfyllingu sem fyrirtæki Kocner vildi gera í heimabæ hennar í fjórtán ár.
Slóvakía Tengdar fréttir Caputova sigrar fyrri umferð slóvakísku forsetakosninganna Umhverfislögfræðingurinn Zuzana Caputova sem barist hefur gegn spillingu í stjórnsýslu sigraði fyrstu umferð forsetakosninganna í Slóvakíu. 17. mars 2019 13:17 Í haldi fyrir morð Kuciaks Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Ján Kuciak og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar. 1. október 2018 07:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Sjá meira
Caputova sigrar fyrri umferð slóvakísku forsetakosninganna Umhverfislögfræðingurinn Zuzana Caputova sem barist hefur gegn spillingu í stjórnsýslu sigraði fyrstu umferð forsetakosninganna í Slóvakíu. 17. mars 2019 13:17
Í haldi fyrir morð Kuciaks Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Ján Kuciak og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar. 1. október 2018 07:00