Enski boltinn

Paul Pogba ekki í vafa um hver eigi að verða næsti stjóri Man United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Pogba og Ole Gunnar Solskjær.
Paul Pogba og Ole Gunnar Solskjær. Getty/ James Williamson
Paul Pogba breyttist úr varamanni í einn besta knattspyrnumann ensku úrvalsdeildarinnar þegar Ole Gunnar Solskjær mætti á svæðið.

Eftir allt stríðið við Jose Mourinho þá hefur Pogba blómstrað eftir að Norðmaðurinn settist í stjórastólinn á Old Trafford.

Pogba er að undirbúa sig fyrir leiki franska landsliðsins í undankeppni EM en Frakkar mæta meðal annars Íslendingum í París á mánudaginn kemur.

Pogba var spurður út í það hvern hann vill sá sem knattspyrnustjóra Manchester United á næstu leiktíð. Ole Gunnar Solskjær hefur ekki enn fengið fastráðningu þrátt fyrir mjög gott gengi.





Pogba hefur skorað 9 mörk í 17 leikjum síðan að Solskjær tók við og hefur lagt upp annað eins af mörkum.

„Auðvitað viljum við að hann haldi áfram með liðið,“ sagði Paul Pogba í viðtali sem Sky Sports birti.

„Úrslitin hafa verið góð. Við tveir eigum mjög gott samband og hann er í mjög góðu sambandi við alla leikmenn liðsins,“ sagði Paul Pogba.

„Þegar leikmaður er ánægður þá vill hann halda áfram að vera ánægður. Solskjær á það skilið að fá að vera áfram með liðið. Hann þekkir klúbbinn út og inn og veit allt um félagið,“ sagði Pogba.

„Hann er mjög glaðlyndur þjálfari sem færði leikmönnum sjálfstraust á ný. Um leið öðluðumst við frjálsræði til að spila fótbolta og njóta þess að spila fótbolta. Því höfðum við tapað í leikjunum fyrir komu hans,“ sagði Pogba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×