Enski boltinn

Alexander-Arnold farinn meiddur til Liverpool

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bakið hefur angrað Alexander-Arnold síðan í leiknum við Burnley
Bakið hefur angrað Alexander-Arnold síðan í leiknum við Burnley vísir/getty
Liverpool-maðurinn Trent Alexander-Arnold hefur dregið sig út úr enska landsliðshópnum vegna meiðsla.

Alexander-Arnold hefur fundið fyrir verkjum í baki síðan Liverpool spilaði við Burnley 10. mars síðast liðinn samkvæmt frétt Sky Sports um málið.

Hann mætti þrátt fyrir það á æfingasvæði landsliðsins í byrjun vikunnar vongóður um að ná sér fyrir landsleikina í undankeppni EM 2020 sem eru fram undan.

Í tilkynningu frá enska knattspyrnusambandinu segir að hann hafi orðið betri síðustu daga en það sé ólíklegt hann næði að taka þátt í leikjunum og því hafi hann farið aftur heim til Liverpool.

Alexander-Arnold er fimmti maðurinn til þess að draga sig úr landsliðshóp Englands vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×