Gylfi valinn við hliðina á Pogba í úrvalslið Sky Sports Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2019 08:30 Gylfi Þór Sigurðsson er í ellefu manna úrvalsliði Sky Sports. Getty/Robbie Jay Barratt Eftir alla gagnrýnina í fyrravetur þá er allt önnur og jákvæðari umfjöllun um Gylfa Þór Sigurðsson í ensku fjölmiðlunum í vetur og auðvitað hjálpar Gylfi þar sér sjálfur með því að skora öll þessi mörk fyrir Everton-liðið. Sigur Everton á Chelsea um síðustu helgi, þar sem Gylfi skoraði annað mark liðsins, hefur líka örugglega haft mikið að segja þegar Sky Sports valdi úrvalslið tímabilsins til þessa. Sky Sports segist hafa notað tölfræði leikmannanna til að velja í liðið. Hún hjálpar Gylfa miklu frekar en gengi Everton liðsins sem hefur verið upp og aðallega niður á þessu tímabili. Gylfi komst því inn á miðju úrvalsliðsins þar sem er með honum heimsmeistarinn og súperstjarnan Paul Pogba. Þeir eiga eftir að mætast í París á mánudaginn með landsliðum sínum í undankeppni EM 2020. Það er gaman að sjá Gylfa í þessu liði en í kringum hann er hver stórstjarnan á fætur annarri. Það eru líka fullt af stjörnum deildarinnar sem Gylfi heldur út úr liðinu. Gylfi sendir þannig menn eins og David Silva og Christian Eriksen á bekkinn. Paul Pogba hefur farið á kostum síðan að Ole Gunnar Solskjær tók við liði Manchester United og það kemur fáum örugglega á óvart að hann sé í liðinu.Which players would make the best Premier League XI so far this season? We used the Sky Sports Power Rankings to find out... Read: https://t.co/LC7uXCh0wZpic.twitter.com/mqKjJonHAv — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 20, 2019„Gylfi Sigurðsson byrjaði rólega á Goodison Park eftir að félagið keypti hann á 50 milljónir punda frá Swansea fyrir að verða tveimur árum síðar en íslenski landsliðsmaðurinn hefur stigið upp metorðalistann á þessu tímabili með tólf mörkum og þremur stoðsendingum,“ segir í umfjölluninni um Gylfa. Liverpool á annars fjóra leikmenn í úrvalsliðinu en þar eru engir leikmenn frá Tottenham eða Arsenal. Tveir leikmenn koma frá Manchester City og Wolves. Liverpool maðurinn Alisson Becker er í markinu og var þar valinn yfir þá Hugo Lloris og Ederson. Miðverðirnir eru Virgil van Dijk hjá Liverpool og Willy Boly hjá Wolves en bakverðir eru Andy Robertson frá Liverpool og Matt Doherty hjá Wolves. Liverpool á því þrjá af fimm mönnum í varnarlínu úrvalsliðsins. Shane Duffy, Cesar Azpilicueta, Aymeric Laporte og Michael Keane voru næstir inn í miðvarðarstöðurnar en Lucas Digne, Trent Alexander-Arnold, Ricardo Pereira og Jose Holebas bönkuðu á dyrnar hjá bakvörðunum. Gylfi og Paul Pogba hjá Manchester United eru saman á miðjunni en á köntunum eru síðan þeir Raheem Sterling frá Manchester City og Mohamed Salah hjá Liverpool. Salah byrjaði tímabilið vel og er valinn frekar en liðsfélagi hans Sadio Mane sem hefur verið sjóðheitur að undanförnu. Wilfred Ndidi, David Silva, Christian Eriksen og Luka Milivojevic voru næstir inn á miðjuna en hjá kantmönnunum voru þeir Sadio Mane, Felipe Anderson, Heung-Min Son og Ryan Fraser nálægt því að komast í liðið. Chelsea-maðurinn Eden Hazard er síðan í holunni fyrir aftan framherjann og á toppnum er auðvitað Sergio Aguero hjá Manchester City sem er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Næstir inn í framherjastöðurnar tvær voru Harry Kane, Alexandre Lacazette, Pierre-Emerick Aubameyang og Roberto Firmino. Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Eftir alla gagnrýnina í fyrravetur þá er allt önnur og jákvæðari umfjöllun um Gylfa Þór Sigurðsson í ensku fjölmiðlunum í vetur og auðvitað hjálpar Gylfi þar sér sjálfur með því að skora öll þessi mörk fyrir Everton-liðið. Sigur Everton á Chelsea um síðustu helgi, þar sem Gylfi skoraði annað mark liðsins, hefur líka örugglega haft mikið að segja þegar Sky Sports valdi úrvalslið tímabilsins til þessa. Sky Sports segist hafa notað tölfræði leikmannanna til að velja í liðið. Hún hjálpar Gylfa miklu frekar en gengi Everton liðsins sem hefur verið upp og aðallega niður á þessu tímabili. Gylfi komst því inn á miðju úrvalsliðsins þar sem er með honum heimsmeistarinn og súperstjarnan Paul Pogba. Þeir eiga eftir að mætast í París á mánudaginn með landsliðum sínum í undankeppni EM 2020. Það er gaman að sjá Gylfa í þessu liði en í kringum hann er hver stórstjarnan á fætur annarri. Það eru líka fullt af stjörnum deildarinnar sem Gylfi heldur út úr liðinu. Gylfi sendir þannig menn eins og David Silva og Christian Eriksen á bekkinn. Paul Pogba hefur farið á kostum síðan að Ole Gunnar Solskjær tók við liði Manchester United og það kemur fáum örugglega á óvart að hann sé í liðinu.Which players would make the best Premier League XI so far this season? We used the Sky Sports Power Rankings to find out... Read: https://t.co/LC7uXCh0wZpic.twitter.com/mqKjJonHAv — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 20, 2019„Gylfi Sigurðsson byrjaði rólega á Goodison Park eftir að félagið keypti hann á 50 milljónir punda frá Swansea fyrir að verða tveimur árum síðar en íslenski landsliðsmaðurinn hefur stigið upp metorðalistann á þessu tímabili með tólf mörkum og þremur stoðsendingum,“ segir í umfjölluninni um Gylfa. Liverpool á annars fjóra leikmenn í úrvalsliðinu en þar eru engir leikmenn frá Tottenham eða Arsenal. Tveir leikmenn koma frá Manchester City og Wolves. Liverpool maðurinn Alisson Becker er í markinu og var þar valinn yfir þá Hugo Lloris og Ederson. Miðverðirnir eru Virgil van Dijk hjá Liverpool og Willy Boly hjá Wolves en bakverðir eru Andy Robertson frá Liverpool og Matt Doherty hjá Wolves. Liverpool á því þrjá af fimm mönnum í varnarlínu úrvalsliðsins. Shane Duffy, Cesar Azpilicueta, Aymeric Laporte og Michael Keane voru næstir inn í miðvarðarstöðurnar en Lucas Digne, Trent Alexander-Arnold, Ricardo Pereira og Jose Holebas bönkuðu á dyrnar hjá bakvörðunum. Gylfi og Paul Pogba hjá Manchester United eru saman á miðjunni en á köntunum eru síðan þeir Raheem Sterling frá Manchester City og Mohamed Salah hjá Liverpool. Salah byrjaði tímabilið vel og er valinn frekar en liðsfélagi hans Sadio Mane sem hefur verið sjóðheitur að undanförnu. Wilfred Ndidi, David Silva, Christian Eriksen og Luka Milivojevic voru næstir inn á miðjuna en hjá kantmönnunum voru þeir Sadio Mane, Felipe Anderson, Heung-Min Son og Ryan Fraser nálægt því að komast í liðið. Chelsea-maðurinn Eden Hazard er síðan í holunni fyrir aftan framherjann og á toppnum er auðvitað Sergio Aguero hjá Manchester City sem er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Næstir inn í framherjastöðurnar tvær voru Harry Kane, Alexandre Lacazette, Pierre-Emerick Aubameyang og Roberto Firmino.
Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira