Gylfi valinn við hliðina á Pogba í úrvalslið Sky Sports Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2019 08:30 Gylfi Þór Sigurðsson er í ellefu manna úrvalsliði Sky Sports. Getty/Robbie Jay Barratt Eftir alla gagnrýnina í fyrravetur þá er allt önnur og jákvæðari umfjöllun um Gylfa Þór Sigurðsson í ensku fjölmiðlunum í vetur og auðvitað hjálpar Gylfi þar sér sjálfur með því að skora öll þessi mörk fyrir Everton-liðið. Sigur Everton á Chelsea um síðustu helgi, þar sem Gylfi skoraði annað mark liðsins, hefur líka örugglega haft mikið að segja þegar Sky Sports valdi úrvalslið tímabilsins til þessa. Sky Sports segist hafa notað tölfræði leikmannanna til að velja í liðið. Hún hjálpar Gylfa miklu frekar en gengi Everton liðsins sem hefur verið upp og aðallega niður á þessu tímabili. Gylfi komst því inn á miðju úrvalsliðsins þar sem er með honum heimsmeistarinn og súperstjarnan Paul Pogba. Þeir eiga eftir að mætast í París á mánudaginn með landsliðum sínum í undankeppni EM 2020. Það er gaman að sjá Gylfa í þessu liði en í kringum hann er hver stórstjarnan á fætur annarri. Það eru líka fullt af stjörnum deildarinnar sem Gylfi heldur út úr liðinu. Gylfi sendir þannig menn eins og David Silva og Christian Eriksen á bekkinn. Paul Pogba hefur farið á kostum síðan að Ole Gunnar Solskjær tók við liði Manchester United og það kemur fáum örugglega á óvart að hann sé í liðinu.Which players would make the best Premier League XI so far this season? We used the Sky Sports Power Rankings to find out... Read: https://t.co/LC7uXCh0wZpic.twitter.com/mqKjJonHAv — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 20, 2019„Gylfi Sigurðsson byrjaði rólega á Goodison Park eftir að félagið keypti hann á 50 milljónir punda frá Swansea fyrir að verða tveimur árum síðar en íslenski landsliðsmaðurinn hefur stigið upp metorðalistann á þessu tímabili með tólf mörkum og þremur stoðsendingum,“ segir í umfjölluninni um Gylfa. Liverpool á annars fjóra leikmenn í úrvalsliðinu en þar eru engir leikmenn frá Tottenham eða Arsenal. Tveir leikmenn koma frá Manchester City og Wolves. Liverpool maðurinn Alisson Becker er í markinu og var þar valinn yfir þá Hugo Lloris og Ederson. Miðverðirnir eru Virgil van Dijk hjá Liverpool og Willy Boly hjá Wolves en bakverðir eru Andy Robertson frá Liverpool og Matt Doherty hjá Wolves. Liverpool á því þrjá af fimm mönnum í varnarlínu úrvalsliðsins. Shane Duffy, Cesar Azpilicueta, Aymeric Laporte og Michael Keane voru næstir inn í miðvarðarstöðurnar en Lucas Digne, Trent Alexander-Arnold, Ricardo Pereira og Jose Holebas bönkuðu á dyrnar hjá bakvörðunum. Gylfi og Paul Pogba hjá Manchester United eru saman á miðjunni en á köntunum eru síðan þeir Raheem Sterling frá Manchester City og Mohamed Salah hjá Liverpool. Salah byrjaði tímabilið vel og er valinn frekar en liðsfélagi hans Sadio Mane sem hefur verið sjóðheitur að undanförnu. Wilfred Ndidi, David Silva, Christian Eriksen og Luka Milivojevic voru næstir inn á miðjuna en hjá kantmönnunum voru þeir Sadio Mane, Felipe Anderson, Heung-Min Son og Ryan Fraser nálægt því að komast í liðið. Chelsea-maðurinn Eden Hazard er síðan í holunni fyrir aftan framherjann og á toppnum er auðvitað Sergio Aguero hjá Manchester City sem er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Næstir inn í framherjastöðurnar tvær voru Harry Kane, Alexandre Lacazette, Pierre-Emerick Aubameyang og Roberto Firmino. Enski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira
Eftir alla gagnrýnina í fyrravetur þá er allt önnur og jákvæðari umfjöllun um Gylfa Þór Sigurðsson í ensku fjölmiðlunum í vetur og auðvitað hjálpar Gylfi þar sér sjálfur með því að skora öll þessi mörk fyrir Everton-liðið. Sigur Everton á Chelsea um síðustu helgi, þar sem Gylfi skoraði annað mark liðsins, hefur líka örugglega haft mikið að segja þegar Sky Sports valdi úrvalslið tímabilsins til þessa. Sky Sports segist hafa notað tölfræði leikmannanna til að velja í liðið. Hún hjálpar Gylfa miklu frekar en gengi Everton liðsins sem hefur verið upp og aðallega niður á þessu tímabili. Gylfi komst því inn á miðju úrvalsliðsins þar sem er með honum heimsmeistarinn og súperstjarnan Paul Pogba. Þeir eiga eftir að mætast í París á mánudaginn með landsliðum sínum í undankeppni EM 2020. Það er gaman að sjá Gylfa í þessu liði en í kringum hann er hver stórstjarnan á fætur annarri. Það eru líka fullt af stjörnum deildarinnar sem Gylfi heldur út úr liðinu. Gylfi sendir þannig menn eins og David Silva og Christian Eriksen á bekkinn. Paul Pogba hefur farið á kostum síðan að Ole Gunnar Solskjær tók við liði Manchester United og það kemur fáum örugglega á óvart að hann sé í liðinu.Which players would make the best Premier League XI so far this season? We used the Sky Sports Power Rankings to find out... Read: https://t.co/LC7uXCh0wZpic.twitter.com/mqKjJonHAv — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 20, 2019„Gylfi Sigurðsson byrjaði rólega á Goodison Park eftir að félagið keypti hann á 50 milljónir punda frá Swansea fyrir að verða tveimur árum síðar en íslenski landsliðsmaðurinn hefur stigið upp metorðalistann á þessu tímabili með tólf mörkum og þremur stoðsendingum,“ segir í umfjölluninni um Gylfa. Liverpool á annars fjóra leikmenn í úrvalsliðinu en þar eru engir leikmenn frá Tottenham eða Arsenal. Tveir leikmenn koma frá Manchester City og Wolves. Liverpool maðurinn Alisson Becker er í markinu og var þar valinn yfir þá Hugo Lloris og Ederson. Miðverðirnir eru Virgil van Dijk hjá Liverpool og Willy Boly hjá Wolves en bakverðir eru Andy Robertson frá Liverpool og Matt Doherty hjá Wolves. Liverpool á því þrjá af fimm mönnum í varnarlínu úrvalsliðsins. Shane Duffy, Cesar Azpilicueta, Aymeric Laporte og Michael Keane voru næstir inn í miðvarðarstöðurnar en Lucas Digne, Trent Alexander-Arnold, Ricardo Pereira og Jose Holebas bönkuðu á dyrnar hjá bakvörðunum. Gylfi og Paul Pogba hjá Manchester United eru saman á miðjunni en á köntunum eru síðan þeir Raheem Sterling frá Manchester City og Mohamed Salah hjá Liverpool. Salah byrjaði tímabilið vel og er valinn frekar en liðsfélagi hans Sadio Mane sem hefur verið sjóðheitur að undanförnu. Wilfred Ndidi, David Silva, Christian Eriksen og Luka Milivojevic voru næstir inn á miðjuna en hjá kantmönnunum voru þeir Sadio Mane, Felipe Anderson, Heung-Min Son og Ryan Fraser nálægt því að komast í liðið. Chelsea-maðurinn Eden Hazard er síðan í holunni fyrir aftan framherjann og á toppnum er auðvitað Sergio Aguero hjá Manchester City sem er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Næstir inn í framherjastöðurnar tvær voru Harry Kane, Alexandre Lacazette, Pierre-Emerick Aubameyang og Roberto Firmino.
Enski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira