Klopp ráðleggur Mo Salah að gera það sama og Mané gerði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2019 09:30 Sadio Mané er alltaf á réttum stað þessa dagana á meðan ekkert fellur fyrir Mo Salah. Ætli Senegalinn sé kannski að ræða það við Egyptann á þessari mynd. Getty/Shaun Botterill Tveir markahæstu leikmenn Liverpool eru ekki alveg á sama staðnum í dag því á meðan annar skorar í hverjum leik hefur hinn ekki skorað í sjö leikjum í röð. Samtals eru þeir þó með jafnmörg mörk á tímabilinu. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tjáð sig um þessa tvo markahæstu leikmenn Liverpool liðsins sem eru að upplifa svo ólíka hluti þessa dagana. Á meðan Mohamed Salah er ískaldur hefur Sadio Mane aldrei verið heitari. Klopp er á því að Sadio Mané sé hreinlega að uppskera fyrir alla þá vinnu sem hann hefur lagt á sig og af þeim sökum séu hlutirnir að falla fyrir hann.Sadio Mane's run of 11 goals in 11 games has not come as a result of a significant change by the #LFC forward, according to Jürgen Klopp... https://t.co/kiAfdPnjQu — Liverpool FC (@LFC) March 20, 2019„Sadio hefur alltaf spilað svona en núna er hann alltaf á réttum stað á réttum tíma. Þetta er stundum svona í fótboltanum,“ sagði Jürgen Klopp í viðtali við heimasíðu Liverpool Mohamed Salah hefur vissulega skorað tuttugu mörk í öllum keppnum á tímabilinu en síðasta markið hans kom á móti Bournemouth í byrjun febrúar. Sadio Mané skoraði ekki í átta leikjum í röð í nóvember og desember og þá skoraði hann aðeins þrisvar sinnum í sautján leikjum. Á þeim tíma var Salah að raða inn mörkum. Undanfarnar vikur hefur Mané sjóðhitnað og er nú með 11 mörk í síðustu 11 leikjum sínum og enn fremur 13 mörk í síðustu 17 leikjum.Liverpool manager Jurgen Klopp has backed Mohamed Salah to rediscover his goalscoring form and believes team-mate Sadio Mane can provide inspiration. More: https://t.co/ib7uupKnIupic.twitter.com/Tt3oa4tj4A — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 20, 2019Mohamed Salah hefur aldrei þurft að bíða lengur eftir marki síðan að hann kom til Liverpool en hann upplifði það þó að skora ekki í tíu leikjum í röð 2015-16 tímabilið með Roma. Það eykur síðan örugglega á pirring Egyptans að honum vantar aðeins eitt mark í það að hafa skorað 50 deildarmörk fyrir Liverpool. Jürgen Klopp bendir sérstaklega á dugnað og vinnusemi Sadio Mané og telur að með því hafi hann komið sér betur upp á tærnar og á staði þar sem hann fær tækifæri til að skora mörk. „Það eina sem hann gerði þegar hann var ekki á réttum stað á réttum tíma var að vinna meira í sínum leik og leggja meira á sig við æfingar. Það er einmitt það sem Mo þarf að gera núna. Vinna, gera réttu hlutina og þetta fer að falla með honum á ný,“ sagði Klopp. „Mo er frekar óheppinn þessa dagana á meðan Sadio hefur heppnina með sér. Sadio er auðvitað í stórkostlegu formi og á því er enginn vafi. Hann er á frábærum stað í dag,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Tveir markahæstu leikmenn Liverpool eru ekki alveg á sama staðnum í dag því á meðan annar skorar í hverjum leik hefur hinn ekki skorað í sjö leikjum í röð. Samtals eru þeir þó með jafnmörg mörk á tímabilinu. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tjáð sig um þessa tvo markahæstu leikmenn Liverpool liðsins sem eru að upplifa svo ólíka hluti þessa dagana. Á meðan Mohamed Salah er ískaldur hefur Sadio Mane aldrei verið heitari. Klopp er á því að Sadio Mané sé hreinlega að uppskera fyrir alla þá vinnu sem hann hefur lagt á sig og af þeim sökum séu hlutirnir að falla fyrir hann.Sadio Mane's run of 11 goals in 11 games has not come as a result of a significant change by the #LFC forward, according to Jürgen Klopp... https://t.co/kiAfdPnjQu — Liverpool FC (@LFC) March 20, 2019„Sadio hefur alltaf spilað svona en núna er hann alltaf á réttum stað á réttum tíma. Þetta er stundum svona í fótboltanum,“ sagði Jürgen Klopp í viðtali við heimasíðu Liverpool Mohamed Salah hefur vissulega skorað tuttugu mörk í öllum keppnum á tímabilinu en síðasta markið hans kom á móti Bournemouth í byrjun febrúar. Sadio Mané skoraði ekki í átta leikjum í röð í nóvember og desember og þá skoraði hann aðeins þrisvar sinnum í sautján leikjum. Á þeim tíma var Salah að raða inn mörkum. Undanfarnar vikur hefur Mané sjóðhitnað og er nú með 11 mörk í síðustu 11 leikjum sínum og enn fremur 13 mörk í síðustu 17 leikjum.Liverpool manager Jurgen Klopp has backed Mohamed Salah to rediscover his goalscoring form and believes team-mate Sadio Mane can provide inspiration. More: https://t.co/ib7uupKnIupic.twitter.com/Tt3oa4tj4A — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 20, 2019Mohamed Salah hefur aldrei þurft að bíða lengur eftir marki síðan að hann kom til Liverpool en hann upplifði það þó að skora ekki í tíu leikjum í röð 2015-16 tímabilið með Roma. Það eykur síðan örugglega á pirring Egyptans að honum vantar aðeins eitt mark í það að hafa skorað 50 deildarmörk fyrir Liverpool. Jürgen Klopp bendir sérstaklega á dugnað og vinnusemi Sadio Mané og telur að með því hafi hann komið sér betur upp á tærnar og á staði þar sem hann fær tækifæri til að skora mörk. „Það eina sem hann gerði þegar hann var ekki á réttum stað á réttum tíma var að vinna meira í sínum leik og leggja meira á sig við æfingar. Það er einmitt það sem Mo þarf að gera núna. Vinna, gera réttu hlutina og þetta fer að falla með honum á ný,“ sagði Klopp. „Mo er frekar óheppinn þessa dagana á meðan Sadio hefur heppnina með sér. Sadio er auðvitað í stórkostlegu formi og á því er enginn vafi. Hann er á frábærum stað í dag,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira