Enginn Íslendingur á blaði þegar BBC valdi úrvalslið útlendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2019 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen. Samsett/Getty Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór Sigurðsson hafa gert frábæra hluti á ferli sínum í ensku úrvalsdeildinni en þegar menn eins og Luis Suarez, N'Golo Kante, Ruud van Nistelrooy, Dennis Bergkamp og Mohamed Salah komast ekki í úrvalslið útlendinga deildarinnar þá áttu þeir nú ekki mikla möguleika. BBC tók sig til og valdi ellefu manna úrvalslið úr sögu ensku úrvalsdeildarinnar skipað leikmönnum sem fæddust utan Bretlandseyja. Þorvaldur Örlygsson var bara einn af þrettán erlendum leikmönnum þegar ensku úrvalsdeildin hófst árið 1992. Í dag eru meira en þrjú hundruð erlendir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Alls hafa 2016 leikmenn utan Bretlandseyja spilað í ensku úrvalsdeildinni þar af hafa sautján þeirra komið frá Íslandi.Premier League: Who has been the best overseas player in the English top flight?: https://t.co/Px8WuHORBO — BBC Football News (@bbcfoot) March 21, 2019Enginn íslenskur leikmaður var aftur á móti settur niður á blað þegar BBC valdi fyrrnefnt úrvalslið útlendinga en auk ellefu manna byrjunarliðs voru nefndir til leikmenn sem voru næstir því að komast í liðið. Það hjálpaði ekki okkar strákum að þeir sem komu til greina urðu að hafa komist í úrvalslið tímabils sem er valið af leikmönnum deildarinnar. Það útilokaði okkar fremstu menn eins og Gylfa Þór Sigurðsson og Eið Smára Guðjohnsen. Aðalástæðan var þó örugglega sú að það hafa margir af bestu knattspyrnumönnum heims á sínum tíma spilað í ensku úrvalsdeildinni á öllum þessum árum. Samkeppnin um sæti í liði var því mikil og varla hægt að búast við því að Ísland ætti mann í hópi þeirra bestu í sögunni þrátt fyrir að þeir Gylfi og Eiður Smári hafi báðir gert mjög góða hluti í deildinni. Það var greinilega erfiðast að velja markverði í liðið því þrír voru jafnir. Hér fyrir neðan má sjá úrvalsliðið og þá sem voru næstir því að komast í liðið. Þá er þetta mjög sókndjarft lið með bara þrjá varnarmenn en aftur á móti fjóra framherja. Nokkrir leikmannanna eru enn að spila í ensku úrvalsdeildinni eins og David de Gea, markvörður Manchester United, Vincent Kompany, varnarmaður Manchester City, David Silva, miðjumaður Manchester City og Sergio Aguero, framherji Manchester City. Þá er Cristiano Ronaldo að sjálfsögðu í liðinu en hann hefur spilað með Real Madrid og Juventus síðan að hann yfirgaf Manchester United. BBC setti líka af stað kosningu á besti erlenda leikmanninum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hana má nálgast hér.Úrvalslið útlendinga í ensku úrvalsdeildinni 1992/93-2018/19Markmenn David de Gea (Man Utd) Petr Cech (Chelsea, Arsenal) Peter Schmeichel (Man Utd, Aston Villa, Man City)Varnarmenn Nemanja Vidic (Man Utd) Jaap Stam (Man Utd) Vincent Kompany (Man City)Miðjumenn: Patrick Vieira (Arsenal, Man City) David Silva (Man City) Cristiano Ronaldo (Man Utd)Sóknarmenn: Thierry Henry (Arsenal) Sergio Aguero (Man City) Eric Cantona (Leeds, Man Utd) Didier Drogba (Chelsea)Aðrir sem komu sterklega til greinaMarkmenn: Edwin van der SarVarnarmenn: Sami Hyypia og Ricardo Carvalho.Miðjumenn: N'Golo Kante, David Ginola, Yaya Toure og Claude MakeleleSóknarmenn: Luis Suarez, Ruud van Nistelrooy, Dennis Bergkamp og Mohamed Salah. Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór Sigurðsson hafa gert frábæra hluti á ferli sínum í ensku úrvalsdeildinni en þegar menn eins og Luis Suarez, N'Golo Kante, Ruud van Nistelrooy, Dennis Bergkamp og Mohamed Salah komast ekki í úrvalslið útlendinga deildarinnar þá áttu þeir nú ekki mikla möguleika. BBC tók sig til og valdi ellefu manna úrvalslið úr sögu ensku úrvalsdeildarinnar skipað leikmönnum sem fæddust utan Bretlandseyja. Þorvaldur Örlygsson var bara einn af þrettán erlendum leikmönnum þegar ensku úrvalsdeildin hófst árið 1992. Í dag eru meira en þrjú hundruð erlendir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Alls hafa 2016 leikmenn utan Bretlandseyja spilað í ensku úrvalsdeildinni þar af hafa sautján þeirra komið frá Íslandi.Premier League: Who has been the best overseas player in the English top flight?: https://t.co/Px8WuHORBO — BBC Football News (@bbcfoot) March 21, 2019Enginn íslenskur leikmaður var aftur á móti settur niður á blað þegar BBC valdi fyrrnefnt úrvalslið útlendinga en auk ellefu manna byrjunarliðs voru nefndir til leikmenn sem voru næstir því að komast í liðið. Það hjálpaði ekki okkar strákum að þeir sem komu til greina urðu að hafa komist í úrvalslið tímabils sem er valið af leikmönnum deildarinnar. Það útilokaði okkar fremstu menn eins og Gylfa Þór Sigurðsson og Eið Smára Guðjohnsen. Aðalástæðan var þó örugglega sú að það hafa margir af bestu knattspyrnumönnum heims á sínum tíma spilað í ensku úrvalsdeildinni á öllum þessum árum. Samkeppnin um sæti í liði var því mikil og varla hægt að búast við því að Ísland ætti mann í hópi þeirra bestu í sögunni þrátt fyrir að þeir Gylfi og Eiður Smári hafi báðir gert mjög góða hluti í deildinni. Það var greinilega erfiðast að velja markverði í liðið því þrír voru jafnir. Hér fyrir neðan má sjá úrvalsliðið og þá sem voru næstir því að komast í liðið. Þá er þetta mjög sókndjarft lið með bara þrjá varnarmenn en aftur á móti fjóra framherja. Nokkrir leikmannanna eru enn að spila í ensku úrvalsdeildinni eins og David de Gea, markvörður Manchester United, Vincent Kompany, varnarmaður Manchester City, David Silva, miðjumaður Manchester City og Sergio Aguero, framherji Manchester City. Þá er Cristiano Ronaldo að sjálfsögðu í liðinu en hann hefur spilað með Real Madrid og Juventus síðan að hann yfirgaf Manchester United. BBC setti líka af stað kosningu á besti erlenda leikmanninum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hana má nálgast hér.Úrvalslið útlendinga í ensku úrvalsdeildinni 1992/93-2018/19Markmenn David de Gea (Man Utd) Petr Cech (Chelsea, Arsenal) Peter Schmeichel (Man Utd, Aston Villa, Man City)Varnarmenn Nemanja Vidic (Man Utd) Jaap Stam (Man Utd) Vincent Kompany (Man City)Miðjumenn: Patrick Vieira (Arsenal, Man City) David Silva (Man City) Cristiano Ronaldo (Man Utd)Sóknarmenn: Thierry Henry (Arsenal) Sergio Aguero (Man City) Eric Cantona (Leeds, Man Utd) Didier Drogba (Chelsea)Aðrir sem komu sterklega til greinaMarkmenn: Edwin van der SarVarnarmenn: Sami Hyypia og Ricardo Carvalho.Miðjumenn: N'Golo Kante, David Ginola, Yaya Toure og Claude MakeleleSóknarmenn: Luis Suarez, Ruud van Nistelrooy, Dennis Bergkamp og Mohamed Salah.
Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira