Enginn Íslendingur á blaði þegar BBC valdi úrvalslið útlendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2019 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen. Samsett/Getty Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór Sigurðsson hafa gert frábæra hluti á ferli sínum í ensku úrvalsdeildinni en þegar menn eins og Luis Suarez, N'Golo Kante, Ruud van Nistelrooy, Dennis Bergkamp og Mohamed Salah komast ekki í úrvalslið útlendinga deildarinnar þá áttu þeir nú ekki mikla möguleika. BBC tók sig til og valdi ellefu manna úrvalslið úr sögu ensku úrvalsdeildarinnar skipað leikmönnum sem fæddust utan Bretlandseyja. Þorvaldur Örlygsson var bara einn af þrettán erlendum leikmönnum þegar ensku úrvalsdeildin hófst árið 1992. Í dag eru meira en þrjú hundruð erlendir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Alls hafa 2016 leikmenn utan Bretlandseyja spilað í ensku úrvalsdeildinni þar af hafa sautján þeirra komið frá Íslandi.Premier League: Who has been the best overseas player in the English top flight?: https://t.co/Px8WuHORBO — BBC Football News (@bbcfoot) March 21, 2019Enginn íslenskur leikmaður var aftur á móti settur niður á blað þegar BBC valdi fyrrnefnt úrvalslið útlendinga en auk ellefu manna byrjunarliðs voru nefndir til leikmenn sem voru næstir því að komast í liðið. Það hjálpaði ekki okkar strákum að þeir sem komu til greina urðu að hafa komist í úrvalslið tímabils sem er valið af leikmönnum deildarinnar. Það útilokaði okkar fremstu menn eins og Gylfa Þór Sigurðsson og Eið Smára Guðjohnsen. Aðalástæðan var þó örugglega sú að það hafa margir af bestu knattspyrnumönnum heims á sínum tíma spilað í ensku úrvalsdeildinni á öllum þessum árum. Samkeppnin um sæti í liði var því mikil og varla hægt að búast við því að Ísland ætti mann í hópi þeirra bestu í sögunni þrátt fyrir að þeir Gylfi og Eiður Smári hafi báðir gert mjög góða hluti í deildinni. Það var greinilega erfiðast að velja markverði í liðið því þrír voru jafnir. Hér fyrir neðan má sjá úrvalsliðið og þá sem voru næstir því að komast í liðið. Þá er þetta mjög sókndjarft lið með bara þrjá varnarmenn en aftur á móti fjóra framherja. Nokkrir leikmannanna eru enn að spila í ensku úrvalsdeildinni eins og David de Gea, markvörður Manchester United, Vincent Kompany, varnarmaður Manchester City, David Silva, miðjumaður Manchester City og Sergio Aguero, framherji Manchester City. Þá er Cristiano Ronaldo að sjálfsögðu í liðinu en hann hefur spilað með Real Madrid og Juventus síðan að hann yfirgaf Manchester United. BBC setti líka af stað kosningu á besti erlenda leikmanninum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hana má nálgast hér.Úrvalslið útlendinga í ensku úrvalsdeildinni 1992/93-2018/19Markmenn David de Gea (Man Utd) Petr Cech (Chelsea, Arsenal) Peter Schmeichel (Man Utd, Aston Villa, Man City)Varnarmenn Nemanja Vidic (Man Utd) Jaap Stam (Man Utd) Vincent Kompany (Man City)Miðjumenn: Patrick Vieira (Arsenal, Man City) David Silva (Man City) Cristiano Ronaldo (Man Utd)Sóknarmenn: Thierry Henry (Arsenal) Sergio Aguero (Man City) Eric Cantona (Leeds, Man Utd) Didier Drogba (Chelsea)Aðrir sem komu sterklega til greinaMarkmenn: Edwin van der SarVarnarmenn: Sami Hyypia og Ricardo Carvalho.Miðjumenn: N'Golo Kante, David Ginola, Yaya Toure og Claude MakeleleSóknarmenn: Luis Suarez, Ruud van Nistelrooy, Dennis Bergkamp og Mohamed Salah. Enski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór Sigurðsson hafa gert frábæra hluti á ferli sínum í ensku úrvalsdeildinni en þegar menn eins og Luis Suarez, N'Golo Kante, Ruud van Nistelrooy, Dennis Bergkamp og Mohamed Salah komast ekki í úrvalslið útlendinga deildarinnar þá áttu þeir nú ekki mikla möguleika. BBC tók sig til og valdi ellefu manna úrvalslið úr sögu ensku úrvalsdeildarinnar skipað leikmönnum sem fæddust utan Bretlandseyja. Þorvaldur Örlygsson var bara einn af þrettán erlendum leikmönnum þegar ensku úrvalsdeildin hófst árið 1992. Í dag eru meira en þrjú hundruð erlendir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Alls hafa 2016 leikmenn utan Bretlandseyja spilað í ensku úrvalsdeildinni þar af hafa sautján þeirra komið frá Íslandi.Premier League: Who has been the best overseas player in the English top flight?: https://t.co/Px8WuHORBO — BBC Football News (@bbcfoot) March 21, 2019Enginn íslenskur leikmaður var aftur á móti settur niður á blað þegar BBC valdi fyrrnefnt úrvalslið útlendinga en auk ellefu manna byrjunarliðs voru nefndir til leikmenn sem voru næstir því að komast í liðið. Það hjálpaði ekki okkar strákum að þeir sem komu til greina urðu að hafa komist í úrvalslið tímabils sem er valið af leikmönnum deildarinnar. Það útilokaði okkar fremstu menn eins og Gylfa Þór Sigurðsson og Eið Smára Guðjohnsen. Aðalástæðan var þó örugglega sú að það hafa margir af bestu knattspyrnumönnum heims á sínum tíma spilað í ensku úrvalsdeildinni á öllum þessum árum. Samkeppnin um sæti í liði var því mikil og varla hægt að búast við því að Ísland ætti mann í hópi þeirra bestu í sögunni þrátt fyrir að þeir Gylfi og Eiður Smári hafi báðir gert mjög góða hluti í deildinni. Það var greinilega erfiðast að velja markverði í liðið því þrír voru jafnir. Hér fyrir neðan má sjá úrvalsliðið og þá sem voru næstir því að komast í liðið. Þá er þetta mjög sókndjarft lið með bara þrjá varnarmenn en aftur á móti fjóra framherja. Nokkrir leikmannanna eru enn að spila í ensku úrvalsdeildinni eins og David de Gea, markvörður Manchester United, Vincent Kompany, varnarmaður Manchester City, David Silva, miðjumaður Manchester City og Sergio Aguero, framherji Manchester City. Þá er Cristiano Ronaldo að sjálfsögðu í liðinu en hann hefur spilað með Real Madrid og Juventus síðan að hann yfirgaf Manchester United. BBC setti líka af stað kosningu á besti erlenda leikmanninum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hana má nálgast hér.Úrvalslið útlendinga í ensku úrvalsdeildinni 1992/93-2018/19Markmenn David de Gea (Man Utd) Petr Cech (Chelsea, Arsenal) Peter Schmeichel (Man Utd, Aston Villa, Man City)Varnarmenn Nemanja Vidic (Man Utd) Jaap Stam (Man Utd) Vincent Kompany (Man City)Miðjumenn: Patrick Vieira (Arsenal, Man City) David Silva (Man City) Cristiano Ronaldo (Man Utd)Sóknarmenn: Thierry Henry (Arsenal) Sergio Aguero (Man City) Eric Cantona (Leeds, Man Utd) Didier Drogba (Chelsea)Aðrir sem komu sterklega til greinaMarkmenn: Edwin van der SarVarnarmenn: Sami Hyypia og Ricardo Carvalho.Miðjumenn: N'Golo Kante, David Ginola, Yaya Toure og Claude MakeleleSóknarmenn: Luis Suarez, Ruud van Nistelrooy, Dennis Bergkamp og Mohamed Salah.
Enski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira