Játaði loks morðið á Aleshu og dæmdur í lífstíðarfangelsi Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2019 14:40 Aaron Thomas Campbell má sjá til vinstri á mynd. Fórnarlamb hans, hin sex ára Alesha MacPhail, er til hægri á mynd. Mynd/Samsett Unglingspilturinn sem nauðgaði og myrti hina sex ára Aleshu MacPhail var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann hafði áður þvertekið fyrir sekt sína en játaði loks glæpi sína í aðdraganda dómsuppkvaðningarinnar í Glasgow dag. Alesha fannst látin í rústum gistiheimilis á skosku eyjunni Bute í fyrrasumar en málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. Pilturinn, Aaron Campbell, var handtekinn í sumar grunaður um að hafa tekið Aleshu úr rúmi hennar, nauðgað henni og loks myrt hana. Hann var svo fundinn sekur um morðið og nauðgunina nú í febrúar. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Campbell hafi játað glæpi sína í samtali við sálfræðing, sem tók af honum skýrslu áður en dómurinn var kveðinn upp í dag. Campbell var að lokum dæmdur í lífstíðarfangelsi og mun ekki geta sótt um reynslulausn fyrr en að lokinni 27 ára afplánun.Móðir Aleshu, Georgina Lochrane, gengur út úr dómsal í febrúar síðastliðnum.Getty/Jeff J MitchellHaft er eftir Campbell í skýrslu sálfræðingsins að hann hafi farið inn á heimili föður Aleshu á eyjunni Bute í leit að kannabis, en sá síðarnefndi hafði selt honum efnið í gegnum tíðina. Þar gekk hann fram á Aleshu þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu og sá þar „tækifæri“ í hendi sér. „Það eina sem ég hugsaði um var að drepa hana, um leið og ég sá hana,“ er haft eftir Campbell í skýrslunni. Dómarinn sem kvað dóminn upp sagði glæpinn hafa valdið „viðbjóði og vantrú“ í bresku samfélagi. Þá lýsti hann Campbell sem „köldum, harðbrjósta, vægðarlausum og hættulegum einstaklingi.“ Campbell hafi jafnframt sýnt af sér ótrúlegan hroka og „stórkostlegan skort á iðrun“ við réttarhöldin. Áður hafði Campbell haldið því fram að hann hefði aldrei hitt Aleshu og sakaði kærustu föður hennar, hina átján ára Toni MacLachlan, um morðið. Hún reyndist vitanlega alveg saklaus. Þá greina fjölmiðlar frá því að fjölskyldumeðlimir Aleshu, sem voru viðstaddir dómsuppkvaðninguna í dag, hafi hrópað fúkyrði að Campbell eftir að dómurinn var kveðinn upp. Bretland Skotland Tengdar fréttir Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37 Nafngreindu óvænt drenginn sem myrti Aleshu MacPhail Drengurinn heitir Aaron Thomas Campbell en þetta er í fyrsta sinn sem nafngreiningarbanni á grundvelli aldurs er aflétt í Skotlandi. 23. febrúar 2019 21:17 Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Unglingspilturinn sem nauðgaði og myrti hina sex ára Aleshu MacPhail var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann hafði áður þvertekið fyrir sekt sína en játaði loks glæpi sína í aðdraganda dómsuppkvaðningarinnar í Glasgow dag. Alesha fannst látin í rústum gistiheimilis á skosku eyjunni Bute í fyrrasumar en málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. Pilturinn, Aaron Campbell, var handtekinn í sumar grunaður um að hafa tekið Aleshu úr rúmi hennar, nauðgað henni og loks myrt hana. Hann var svo fundinn sekur um morðið og nauðgunina nú í febrúar. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Campbell hafi játað glæpi sína í samtali við sálfræðing, sem tók af honum skýrslu áður en dómurinn var kveðinn upp í dag. Campbell var að lokum dæmdur í lífstíðarfangelsi og mun ekki geta sótt um reynslulausn fyrr en að lokinni 27 ára afplánun.Móðir Aleshu, Georgina Lochrane, gengur út úr dómsal í febrúar síðastliðnum.Getty/Jeff J MitchellHaft er eftir Campbell í skýrslu sálfræðingsins að hann hafi farið inn á heimili föður Aleshu á eyjunni Bute í leit að kannabis, en sá síðarnefndi hafði selt honum efnið í gegnum tíðina. Þar gekk hann fram á Aleshu þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu og sá þar „tækifæri“ í hendi sér. „Það eina sem ég hugsaði um var að drepa hana, um leið og ég sá hana,“ er haft eftir Campbell í skýrslunni. Dómarinn sem kvað dóminn upp sagði glæpinn hafa valdið „viðbjóði og vantrú“ í bresku samfélagi. Þá lýsti hann Campbell sem „köldum, harðbrjósta, vægðarlausum og hættulegum einstaklingi.“ Campbell hafi jafnframt sýnt af sér ótrúlegan hroka og „stórkostlegan skort á iðrun“ við réttarhöldin. Áður hafði Campbell haldið því fram að hann hefði aldrei hitt Aleshu og sakaði kærustu föður hennar, hina átján ára Toni MacLachlan, um morðið. Hún reyndist vitanlega alveg saklaus. Þá greina fjölmiðlar frá því að fjölskyldumeðlimir Aleshu, sem voru viðstaddir dómsuppkvaðninguna í dag, hafi hrópað fúkyrði að Campbell eftir að dómurinn var kveðinn upp.
Bretland Skotland Tengdar fréttir Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37 Nafngreindu óvænt drenginn sem myrti Aleshu MacPhail Drengurinn heitir Aaron Thomas Campbell en þetta er í fyrsta sinn sem nafngreiningarbanni á grundvelli aldurs er aflétt í Skotlandi. 23. febrúar 2019 21:17 Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37
Nafngreindu óvænt drenginn sem myrti Aleshu MacPhail Drengurinn heitir Aaron Thomas Campbell en þetta er í fyrsta sinn sem nafngreiningarbanni á grundvelli aldurs er aflétt í Skotlandi. 23. febrúar 2019 21:17
Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“