Frank Lampard gæti orðið næsti stjóri Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2019 10:00 Frank Lampard fagnar góðum sigri Derby í vetur. Getty/Stephen Pond Frank Lampard gæti verið á leiðinni aftur á Stamford Bridge ef marka má slúðrið í enskum fjölmiðlum í morgun. Eftir dapurt gengi að undanförnu er talið nokkuð ljóst að Ítalinn Maurizio Sarri fá ekki að stýra Chelsea liðinu mikið lengur. Liðið er bara í sjötta sæti í ensku deildinni en eina vonin um titil á tímabilinu og jafnvel sæti í Meistaradeildinni er að vinna Evrópudeildina þar sem liðið er komið í átta liða úrslit. Ensku blöðin eru því strax farin að velta sér upp úr hver fái starfið hans Maurizio Sarri í sumar. Í morgun slær Sun því upp að þeir Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, og Frank Lampard, stjóri Derby, séu efstir á óskalistanum hjá Chelsea.Derby County fans look away now! Could Frank Lampard be returning to Chelsea sooner than expected? It's in the latest football gossip ⬇https://t.co/Dy6USeuJq3pic.twitter.com/5U7hb2jK1x — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Frank Lampard er fertugur og tók við liði Derby County í maí í fyrra. Lampard gerði þá þriggja ára samning við félagið. Derby er eins og er í 8. sæti í ensku b-deildinni en á leik inni á liðin fyrir ofan sem eru jafnframt aðeins með stigi meira en lærisveinar Lampard. Lampard gæti því komist í umspilið um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Frank Lampard er ein af stærstu goðsögnum í sögu Chelsea og væri örugglega mjög vinsæll kostur meðal stuðningsmanna félagsins. Lampard er markahæsti leikmaður Chelsea frá upphafi með 211 mörk í keppnisleikjum fyrir félagið frá 2001 til 2014. Hann er jafnframt sá fjórði leikjahæsti með 648 leiki. Frank Lampard vann þrettán titla með Chelsea þar af ensku deildina þrisvar sinnum (2005, 2006, 2010), enska bikarinn fjórum sinnum (2007, 2009, 2010, 2012) og þá vann hann bæði Meistaradeildina (2012) og Evrópudeildina (2013) með Chelsea. Nuno Espirito Santo hefur á móti gert frábæra hluti með lið Wolves á þeirra fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er í sjöunda sæti í deildinni og tryggði sér á dögunum sæti í undanúrslitum enska bikarsins með sigri á Manchester United. Úlfarnir hafa náð í 4 stig á móti Chelsea í tveimur deildarleikjum liðanna í vetur en Wolves vann 2-1 á heimavelli og gerði svo 1-1 jafntefli á Stamford Bridge fyrr í þessum mánuði. Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Frank Lampard gæti verið á leiðinni aftur á Stamford Bridge ef marka má slúðrið í enskum fjölmiðlum í morgun. Eftir dapurt gengi að undanförnu er talið nokkuð ljóst að Ítalinn Maurizio Sarri fá ekki að stýra Chelsea liðinu mikið lengur. Liðið er bara í sjötta sæti í ensku deildinni en eina vonin um titil á tímabilinu og jafnvel sæti í Meistaradeildinni er að vinna Evrópudeildina þar sem liðið er komið í átta liða úrslit. Ensku blöðin eru því strax farin að velta sér upp úr hver fái starfið hans Maurizio Sarri í sumar. Í morgun slær Sun því upp að þeir Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, og Frank Lampard, stjóri Derby, séu efstir á óskalistanum hjá Chelsea.Derby County fans look away now! Could Frank Lampard be returning to Chelsea sooner than expected? It's in the latest football gossip ⬇https://t.co/Dy6USeuJq3pic.twitter.com/5U7hb2jK1x — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Frank Lampard er fertugur og tók við liði Derby County í maí í fyrra. Lampard gerði þá þriggja ára samning við félagið. Derby er eins og er í 8. sæti í ensku b-deildinni en á leik inni á liðin fyrir ofan sem eru jafnframt aðeins með stigi meira en lærisveinar Lampard. Lampard gæti því komist í umspilið um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Frank Lampard er ein af stærstu goðsögnum í sögu Chelsea og væri örugglega mjög vinsæll kostur meðal stuðningsmanna félagsins. Lampard er markahæsti leikmaður Chelsea frá upphafi með 211 mörk í keppnisleikjum fyrir félagið frá 2001 til 2014. Hann er jafnframt sá fjórði leikjahæsti með 648 leiki. Frank Lampard vann þrettán titla með Chelsea þar af ensku deildina þrisvar sinnum (2005, 2006, 2010), enska bikarinn fjórum sinnum (2007, 2009, 2010, 2012) og þá vann hann bæði Meistaradeildina (2012) og Evrópudeildina (2013) með Chelsea. Nuno Espirito Santo hefur á móti gert frábæra hluti með lið Wolves á þeirra fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er í sjöunda sæti í deildinni og tryggði sér á dögunum sæti í undanúrslitum enska bikarsins með sigri á Manchester United. Úlfarnir hafa náð í 4 stig á móti Chelsea í tveimur deildarleikjum liðanna í vetur en Wolves vann 2-1 á heimavelli og gerði svo 1-1 jafntefli á Stamford Bridge fyrr í þessum mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira