Frank Lampard gæti orðið næsti stjóri Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2019 10:00 Frank Lampard fagnar góðum sigri Derby í vetur. Getty/Stephen Pond Frank Lampard gæti verið á leiðinni aftur á Stamford Bridge ef marka má slúðrið í enskum fjölmiðlum í morgun. Eftir dapurt gengi að undanförnu er talið nokkuð ljóst að Ítalinn Maurizio Sarri fá ekki að stýra Chelsea liðinu mikið lengur. Liðið er bara í sjötta sæti í ensku deildinni en eina vonin um titil á tímabilinu og jafnvel sæti í Meistaradeildinni er að vinna Evrópudeildina þar sem liðið er komið í átta liða úrslit. Ensku blöðin eru því strax farin að velta sér upp úr hver fái starfið hans Maurizio Sarri í sumar. Í morgun slær Sun því upp að þeir Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, og Frank Lampard, stjóri Derby, séu efstir á óskalistanum hjá Chelsea.Derby County fans look away now! Could Frank Lampard be returning to Chelsea sooner than expected? It's in the latest football gossip ⬇https://t.co/Dy6USeuJq3pic.twitter.com/5U7hb2jK1x — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Frank Lampard er fertugur og tók við liði Derby County í maí í fyrra. Lampard gerði þá þriggja ára samning við félagið. Derby er eins og er í 8. sæti í ensku b-deildinni en á leik inni á liðin fyrir ofan sem eru jafnframt aðeins með stigi meira en lærisveinar Lampard. Lampard gæti því komist í umspilið um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Frank Lampard er ein af stærstu goðsögnum í sögu Chelsea og væri örugglega mjög vinsæll kostur meðal stuðningsmanna félagsins. Lampard er markahæsti leikmaður Chelsea frá upphafi með 211 mörk í keppnisleikjum fyrir félagið frá 2001 til 2014. Hann er jafnframt sá fjórði leikjahæsti með 648 leiki. Frank Lampard vann þrettán titla með Chelsea þar af ensku deildina þrisvar sinnum (2005, 2006, 2010), enska bikarinn fjórum sinnum (2007, 2009, 2010, 2012) og þá vann hann bæði Meistaradeildina (2012) og Evrópudeildina (2013) með Chelsea. Nuno Espirito Santo hefur á móti gert frábæra hluti með lið Wolves á þeirra fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er í sjöunda sæti í deildinni og tryggði sér á dögunum sæti í undanúrslitum enska bikarsins með sigri á Manchester United. Úlfarnir hafa náð í 4 stig á móti Chelsea í tveimur deildarleikjum liðanna í vetur en Wolves vann 2-1 á heimavelli og gerði svo 1-1 jafntefli á Stamford Bridge fyrr í þessum mánuði. Enski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira
Frank Lampard gæti verið á leiðinni aftur á Stamford Bridge ef marka má slúðrið í enskum fjölmiðlum í morgun. Eftir dapurt gengi að undanförnu er talið nokkuð ljóst að Ítalinn Maurizio Sarri fá ekki að stýra Chelsea liðinu mikið lengur. Liðið er bara í sjötta sæti í ensku deildinni en eina vonin um titil á tímabilinu og jafnvel sæti í Meistaradeildinni er að vinna Evrópudeildina þar sem liðið er komið í átta liða úrslit. Ensku blöðin eru því strax farin að velta sér upp úr hver fái starfið hans Maurizio Sarri í sumar. Í morgun slær Sun því upp að þeir Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, og Frank Lampard, stjóri Derby, séu efstir á óskalistanum hjá Chelsea.Derby County fans look away now! Could Frank Lampard be returning to Chelsea sooner than expected? It's in the latest football gossip ⬇https://t.co/Dy6USeuJq3pic.twitter.com/5U7hb2jK1x — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Frank Lampard er fertugur og tók við liði Derby County í maí í fyrra. Lampard gerði þá þriggja ára samning við félagið. Derby er eins og er í 8. sæti í ensku b-deildinni en á leik inni á liðin fyrir ofan sem eru jafnframt aðeins með stigi meira en lærisveinar Lampard. Lampard gæti því komist í umspilið um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Frank Lampard er ein af stærstu goðsögnum í sögu Chelsea og væri örugglega mjög vinsæll kostur meðal stuðningsmanna félagsins. Lampard er markahæsti leikmaður Chelsea frá upphafi með 211 mörk í keppnisleikjum fyrir félagið frá 2001 til 2014. Hann er jafnframt sá fjórði leikjahæsti með 648 leiki. Frank Lampard vann þrettán titla með Chelsea þar af ensku deildina þrisvar sinnum (2005, 2006, 2010), enska bikarinn fjórum sinnum (2007, 2009, 2010, 2012) og þá vann hann bæði Meistaradeildina (2012) og Evrópudeildina (2013) með Chelsea. Nuno Espirito Santo hefur á móti gert frábæra hluti með lið Wolves á þeirra fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er í sjöunda sæti í deildinni og tryggði sér á dögunum sæti í undanúrslitum enska bikarsins með sigri á Manchester United. Úlfarnir hafa náð í 4 stig á móti Chelsea í tveimur deildarleikjum liðanna í vetur en Wolves vann 2-1 á heimavelli og gerði svo 1-1 jafntefli á Stamford Bridge fyrr í þessum mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira