Vísindamenn varpa ljósi á tilurð Ryugu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. mars 2019 09:00 Yuichi Tsuda. frá JAXA, sýndi blaðamönnum mynd af lendingarstað Hayabusa2 á Ryugu. Vísir/AP Rannsóknir á skraufaþurri og grýttu yfirborði smástirnisins Ryugu hafa veitt vísindamönnum einstakt tækifæri til að lýsa aðstæðum í árdaga sólkerfisins. Leiðangurinn til Ryugu nær hámarki árið 2020 þegar sýni úr smástirninu skilar sér til Jarðar Rúmlega fjögur ár eru nsíðan geimfarinu Hayabusa2 var skotið á loft frá geimferðahöfninni í Tangeshima í suðvesturhlutahluta Japans. Förinni var heitið að smástirninu Ryugu en markmið verkefnisins var að kanna eiginleika smástirnisins.Hayabusa2 komst í návígi við Ryugu í júní á síðasta ári og í desember 2019 mun það haldaaftur heim til Jarðar með sýnishorn af smástirninu um borð. Í millitíðinni hafa japanskir vísindamenn hafið ítarlegar vísindarannsóknir á smástirninu og fyrstu niðurstöður þeirra liggja loks fyrir.Grafík/FréttablaðiðVísindamennirnir birtu niðurstöður sínar í þremur vísindagreinum í vísindaritinu Science fyrr í vikunni. Greinarnar veita hver um sig einstaka innsýn í samsetningu, tilurð og framtíð smástirnisins. Á meðal þess sem vísindamennirnir vita nú er að Ryugu er ekki heilsteyptberg, þvert á móti má lýsa smástirninu sem kílómetrabreiðri hrúgu af skraufaþurrum grjótmulningi. Raunar er það svo að 50 prósent af rúmmáli Ryugu eru tómarúm. Frá því í júní á síðasta ári hefur Hayabusa2 verið á sporbraut umsmástirnið og safnað gríðarlegu magni upplýsinga sem það sendir til Jarðar. Geimfarið hefur jafnframt gert nokkrar athuganir á yfirborði þess en til stendur að lenda stuttlega á smástirninu og safna sýnum af jarðvegsþekju þess. „Fljótlega eftir að Hayabusa2 kom að Ryugu hófum við vísindavinnunna og gerðum um leið nokkrar stórkostlegar uppgötvanir, “ segir Seiji Sugita, prófessor í reikistjörnufræði við háskólann í Tókýó. „Fyrst og fremst ber að nefna það sem snertir vatnsmagn Ryugu, eða algjöran skort á því öllu heldur. Ryugu af afar þurr staður. Smástirnið er jafnframt nokkuð ungt, kannski 100 milljón ára, og það gefur til kynna að það eigi því rætur að rekja til aðstæðna sem voru gjörsneyddar vatni.“ Jafnframt hefur litrófsriti um borð í Hayabusa2 rýnt í efnasamsetningu Ryugu. Þær niðurstöður gefa sterklega til kynna að smástirnið sé fyrst og fremst samsett úr kolefni. Með þessar upplýsingar um samsetningu Ryugu hefur vísindamönnunum tekist að rekja uppruna smástirnisins. Lítil smástirni, eins og Ryugu, eru talin hafa myndast þegar stærri smástirni eða reikistjörnur sundruðust í meiriháttar hamförum. Agnirnar sem myndast í hamförum sem þessum renna síðan saman yfir langan tíma. Japönsku vísindamennirnir undir strika mikilvægi þess að vatn sé ekki að finna á Ryugu. Þetta er mikilvægt vegna þess að allt vatn á Jörðinni kom frá smástirnum, halastjörnum og geimþokunni og rykskýinu sem síðar urðu að Sólinni. Þannig kallar tilvist þurra smástirna á endurskoðun á efnasamsetningu sólkerfisins þegar það var að myndast. „Þetta hefur víðtækar skírskotanir þegar kemur að leitinni að lífi handan Jarðarinnar,“ segir Sugita. „Það eru til óteljandi sólkerfi og leitin að lífi þarfnast skýrari veg vísa. Okkar niðurstöður munu hjálpa öðrum vísindamönnum að finna sólkerfi sem mögulega gætu verið lífvænleg.“ Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Lentu vélmennum á smástirni Japanska geimferðastofnunin JAXA, tilkynnti í dag að vélmenni þeirra hafi lent á smástirninu Ryugu. Þar munu þau safna sýnum og bera þau að lokum aftur heim til jarðar. 23. september 2018 18:55 Klettótt auðn á yfirborði smástirnisins Ryugu Könnunarförin lentu á Ryugu í síðustu viku eftir þriggja og hálfs árs ferðalag. 28. september 2018 06:30 Japanskt geimfar skaut smástirni Smástirnið Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. 22. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Rannsóknir á skraufaþurri og grýttu yfirborði smástirnisins Ryugu hafa veitt vísindamönnum einstakt tækifæri til að lýsa aðstæðum í árdaga sólkerfisins. Leiðangurinn til Ryugu nær hámarki árið 2020 þegar sýni úr smástirninu skilar sér til Jarðar Rúmlega fjögur ár eru nsíðan geimfarinu Hayabusa2 var skotið á loft frá geimferðahöfninni í Tangeshima í suðvesturhlutahluta Japans. Förinni var heitið að smástirninu Ryugu en markmið verkefnisins var að kanna eiginleika smástirnisins.Hayabusa2 komst í návígi við Ryugu í júní á síðasta ári og í desember 2019 mun það haldaaftur heim til Jarðar með sýnishorn af smástirninu um borð. Í millitíðinni hafa japanskir vísindamenn hafið ítarlegar vísindarannsóknir á smástirninu og fyrstu niðurstöður þeirra liggja loks fyrir.Grafík/FréttablaðiðVísindamennirnir birtu niðurstöður sínar í þremur vísindagreinum í vísindaritinu Science fyrr í vikunni. Greinarnar veita hver um sig einstaka innsýn í samsetningu, tilurð og framtíð smástirnisins. Á meðal þess sem vísindamennirnir vita nú er að Ryugu er ekki heilsteyptberg, þvert á móti má lýsa smástirninu sem kílómetrabreiðri hrúgu af skraufaþurrum grjótmulningi. Raunar er það svo að 50 prósent af rúmmáli Ryugu eru tómarúm. Frá því í júní á síðasta ári hefur Hayabusa2 verið á sporbraut umsmástirnið og safnað gríðarlegu magni upplýsinga sem það sendir til Jarðar. Geimfarið hefur jafnframt gert nokkrar athuganir á yfirborði þess en til stendur að lenda stuttlega á smástirninu og safna sýnum af jarðvegsþekju þess. „Fljótlega eftir að Hayabusa2 kom að Ryugu hófum við vísindavinnunna og gerðum um leið nokkrar stórkostlegar uppgötvanir, “ segir Seiji Sugita, prófessor í reikistjörnufræði við háskólann í Tókýó. „Fyrst og fremst ber að nefna það sem snertir vatnsmagn Ryugu, eða algjöran skort á því öllu heldur. Ryugu af afar þurr staður. Smástirnið er jafnframt nokkuð ungt, kannski 100 milljón ára, og það gefur til kynna að það eigi því rætur að rekja til aðstæðna sem voru gjörsneyddar vatni.“ Jafnframt hefur litrófsriti um borð í Hayabusa2 rýnt í efnasamsetningu Ryugu. Þær niðurstöður gefa sterklega til kynna að smástirnið sé fyrst og fremst samsett úr kolefni. Með þessar upplýsingar um samsetningu Ryugu hefur vísindamönnunum tekist að rekja uppruna smástirnisins. Lítil smástirni, eins og Ryugu, eru talin hafa myndast þegar stærri smástirni eða reikistjörnur sundruðust í meiriháttar hamförum. Agnirnar sem myndast í hamförum sem þessum renna síðan saman yfir langan tíma. Japönsku vísindamennirnir undir strika mikilvægi þess að vatn sé ekki að finna á Ryugu. Þetta er mikilvægt vegna þess að allt vatn á Jörðinni kom frá smástirnum, halastjörnum og geimþokunni og rykskýinu sem síðar urðu að Sólinni. Þannig kallar tilvist þurra smástirna á endurskoðun á efnasamsetningu sólkerfisins þegar það var að myndast. „Þetta hefur víðtækar skírskotanir þegar kemur að leitinni að lífi handan Jarðarinnar,“ segir Sugita. „Það eru til óteljandi sólkerfi og leitin að lífi þarfnast skýrari veg vísa. Okkar niðurstöður munu hjálpa öðrum vísindamönnum að finna sólkerfi sem mögulega gætu verið lífvænleg.“
Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Lentu vélmennum á smástirni Japanska geimferðastofnunin JAXA, tilkynnti í dag að vélmenni þeirra hafi lent á smástirninu Ryugu. Þar munu þau safna sýnum og bera þau að lokum aftur heim til jarðar. 23. september 2018 18:55 Klettótt auðn á yfirborði smástirnisins Ryugu Könnunarförin lentu á Ryugu í síðustu viku eftir þriggja og hálfs árs ferðalag. 28. september 2018 06:30 Japanskt geimfar skaut smástirni Smástirnið Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. 22. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Lentu vélmennum á smástirni Japanska geimferðastofnunin JAXA, tilkynnti í dag að vélmenni þeirra hafi lent á smástirninu Ryugu. Þar munu þau safna sýnum og bera þau að lokum aftur heim til jarðar. 23. september 2018 18:55
Klettótt auðn á yfirborði smástirnisins Ryugu Könnunarförin lentu á Ryugu í síðustu viku eftir þriggja og hálfs árs ferðalag. 28. september 2018 06:30
Japanskt geimfar skaut smástirni Smástirnið Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. 22. febrúar 2019 11:30