Enski boltinn

Ráðist á Gary McAllister í leigubílaröðinni í Leeds

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gary McAllister fagnar sem leikmaður Liverpool.
Gary McAllister fagnar sem leikmaður Liverpool. Getty/Gary M. Prior
Gary McAllister, fyrrum leikmaður Leeds og Liverpool, varð fyrir tilefnislausri árás í miðbæ Leeds um helgina.

BBC segir frá málinu. Lögreglan í West Yorkshire hefur ekki nafngreint Gary McAllister en heimildir enskra miðla herma að maðurinn sem ráðist á sé þessi fyrrum landsliðsmaður Skota.

Gary McAllister starfar nú sem aðstoðarmaður Steven Gerrard hjá Rangers. McAllister lék á sínum tíma 57 leiki fyrir skoska landsliðið.





McAllister er 54 ára gamall og lagði knattspyrnuskóna á hilluna árið 2004 eftir tvö tímabil með Coventry City.

McAllister lék í tvö ár með Liverpool frá 2000 til 2002 en þekktastur er hann fyrir tíma sinn hjá Leeds á árunum 1990 til 1996. McAllister varð enskur meistari með Leeds árið 1992.

Með Liverpool þá vann McAllister bikarþrennuna tímabilið 2000 til 2001 þegar liðið vann enska bikarinn, enska deildabikarinn og UEFA-bikarinn.

McAllister hafði farið út að borða með konunni og var að bíða eftir leigubíl þegar ráðist var á hann. McAllister var sleginn í andlitið og það þurfti að sauma tíu spor í andlit hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×