Eitt það erfiðasta fyrir Alisson var að skilja Liverpool-hreiminn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2019 12:00 Alisson Becker myndaður í bak og fyrir. Getty/ Andrew Powell Kaup Liverpool á Alisson Becker eru ein bestu kaup síðasta sumars í ensku úrvalsdeildinni og hann sjálfar kvartar ekkert yfir því að þurfta að skipta ítölsku borginni Róm út fyrir Bítlaborgina. Brasilíska markverðinum Alisson Becker líður eins og heima hjá sér þegar hann er í Liverpool en hann segir frá þessu í nýju viðtali. Alisson Becker hefur haldið marki Liverpool tuttugu sinnum hreinu í 39 leikjum í öllum keppnum og hefur aðeins þurft að sækja boltann 26 sinnum í markið sitt. Betri varnarleikur hefur umfram annað breytt Liverpool-liðinu í titilbaráttulið og liðið er nú á toppnum í ensku úrvalsdeildinni þegar hún fer af stað á ný eftir landsleikjahlé."One of the hardest challenges I had at the start was getting used to the accent, not just the British accent but the Liverpool accent!" — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 25, 2019Alisson Becker er enn bara 26 ára gamall og ætti því að eiga öll sín bestu ár eftir. Það hljómar vel í eyrum stuðningsmanna Liverpool að Brasilíumaðurinn kunni vel við sig í borginni. „Ég farið reglulega í enskutíma. Eitt það erfiðasta í byrjun var að venjast og skilja hreiminn. Ekki bara breska hreiminn heldur Liverpool-hreiminn,“ sagði Alisson í umræddu viðtali við Liverpool FC tímaritið. „Ég er kominn betur inn í hann núna. Ég skil orðið fólk og get talað við liðsfélagana mína sem skiptir miklu máli,“ sagði Alisson. „Þegar ég kom hingað þá voru allir mér mikilvægir ekki bara Brasilíumennirnir. Auðvitað var Roberto Firmino hér og Fabinho kom nánast á sama tíma og ég,“ sagði Alisson. „Allir leikmenn liðsins eru mikilvægir hvort sem þeir eru leikmenn héðan eða erlendir leikmenn. Ég dáist að styrk okkar sem lið og gæðunum í öllum okkar leikmönnum. Mikilvægasta vopnið okkar er samt liðsandinn“ sagði Alisson. „Umfram allt þá líður mér eins og ég sé heima hjá mér. Hér er hjartað mitt í dag. Fjölskyldan mín er hérna, dóttir mín og eiginkonan búa hér og foreldrar mínir koma þegar þau geta,“ sagði Alisson. „Það tóku allir vel á móti mér hér. Stuðningsmennirnir hafa verið okkur mjög hlýlegir eins og starfsmennirnir og ég er mjög ánægður hér í Liverpool,“ sagði Alisson en það má lesa allt viðtalið hér."Above all I feel at home here."@Alissonbecker — Liverpool FC (@LFC) March 25, 2019Alisson Becker með Jürgen Klopp.Getty/ Andrew Powell Enski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Kaup Liverpool á Alisson Becker eru ein bestu kaup síðasta sumars í ensku úrvalsdeildinni og hann sjálfar kvartar ekkert yfir því að þurfta að skipta ítölsku borginni Róm út fyrir Bítlaborgina. Brasilíska markverðinum Alisson Becker líður eins og heima hjá sér þegar hann er í Liverpool en hann segir frá þessu í nýju viðtali. Alisson Becker hefur haldið marki Liverpool tuttugu sinnum hreinu í 39 leikjum í öllum keppnum og hefur aðeins þurft að sækja boltann 26 sinnum í markið sitt. Betri varnarleikur hefur umfram annað breytt Liverpool-liðinu í titilbaráttulið og liðið er nú á toppnum í ensku úrvalsdeildinni þegar hún fer af stað á ný eftir landsleikjahlé."One of the hardest challenges I had at the start was getting used to the accent, not just the British accent but the Liverpool accent!" — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 25, 2019Alisson Becker er enn bara 26 ára gamall og ætti því að eiga öll sín bestu ár eftir. Það hljómar vel í eyrum stuðningsmanna Liverpool að Brasilíumaðurinn kunni vel við sig í borginni. „Ég farið reglulega í enskutíma. Eitt það erfiðasta í byrjun var að venjast og skilja hreiminn. Ekki bara breska hreiminn heldur Liverpool-hreiminn,“ sagði Alisson í umræddu viðtali við Liverpool FC tímaritið. „Ég er kominn betur inn í hann núna. Ég skil orðið fólk og get talað við liðsfélagana mína sem skiptir miklu máli,“ sagði Alisson. „Þegar ég kom hingað þá voru allir mér mikilvægir ekki bara Brasilíumennirnir. Auðvitað var Roberto Firmino hér og Fabinho kom nánast á sama tíma og ég,“ sagði Alisson. „Allir leikmenn liðsins eru mikilvægir hvort sem þeir eru leikmenn héðan eða erlendir leikmenn. Ég dáist að styrk okkar sem lið og gæðunum í öllum okkar leikmönnum. Mikilvægasta vopnið okkar er samt liðsandinn“ sagði Alisson. „Umfram allt þá líður mér eins og ég sé heima hjá mér. Hér er hjartað mitt í dag. Fjölskyldan mín er hérna, dóttir mín og eiginkonan búa hér og foreldrar mínir koma þegar þau geta,“ sagði Alisson. „Það tóku allir vel á móti mér hér. Stuðningsmennirnir hafa verið okkur mjög hlýlegir eins og starfsmennirnir og ég er mjög ánægður hér í Liverpool,“ sagði Alisson en það má lesa allt viðtalið hér."Above all I feel at home here."@Alissonbecker — Liverpool FC (@LFC) March 25, 2019Alisson Becker með Jürgen Klopp.Getty/ Andrew Powell
Enski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira