Eitt það erfiðasta fyrir Alisson var að skilja Liverpool-hreiminn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2019 12:00 Alisson Becker myndaður í bak og fyrir. Getty/ Andrew Powell Kaup Liverpool á Alisson Becker eru ein bestu kaup síðasta sumars í ensku úrvalsdeildinni og hann sjálfar kvartar ekkert yfir því að þurfta að skipta ítölsku borginni Róm út fyrir Bítlaborgina. Brasilíska markverðinum Alisson Becker líður eins og heima hjá sér þegar hann er í Liverpool en hann segir frá þessu í nýju viðtali. Alisson Becker hefur haldið marki Liverpool tuttugu sinnum hreinu í 39 leikjum í öllum keppnum og hefur aðeins þurft að sækja boltann 26 sinnum í markið sitt. Betri varnarleikur hefur umfram annað breytt Liverpool-liðinu í titilbaráttulið og liðið er nú á toppnum í ensku úrvalsdeildinni þegar hún fer af stað á ný eftir landsleikjahlé."One of the hardest challenges I had at the start was getting used to the accent, not just the British accent but the Liverpool accent!" — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 25, 2019Alisson Becker er enn bara 26 ára gamall og ætti því að eiga öll sín bestu ár eftir. Það hljómar vel í eyrum stuðningsmanna Liverpool að Brasilíumaðurinn kunni vel við sig í borginni. „Ég farið reglulega í enskutíma. Eitt það erfiðasta í byrjun var að venjast og skilja hreiminn. Ekki bara breska hreiminn heldur Liverpool-hreiminn,“ sagði Alisson í umræddu viðtali við Liverpool FC tímaritið. „Ég er kominn betur inn í hann núna. Ég skil orðið fólk og get talað við liðsfélagana mína sem skiptir miklu máli,“ sagði Alisson. „Þegar ég kom hingað þá voru allir mér mikilvægir ekki bara Brasilíumennirnir. Auðvitað var Roberto Firmino hér og Fabinho kom nánast á sama tíma og ég,“ sagði Alisson. „Allir leikmenn liðsins eru mikilvægir hvort sem þeir eru leikmenn héðan eða erlendir leikmenn. Ég dáist að styrk okkar sem lið og gæðunum í öllum okkar leikmönnum. Mikilvægasta vopnið okkar er samt liðsandinn“ sagði Alisson. „Umfram allt þá líður mér eins og ég sé heima hjá mér. Hér er hjartað mitt í dag. Fjölskyldan mín er hérna, dóttir mín og eiginkonan búa hér og foreldrar mínir koma þegar þau geta,“ sagði Alisson. „Það tóku allir vel á móti mér hér. Stuðningsmennirnir hafa verið okkur mjög hlýlegir eins og starfsmennirnir og ég er mjög ánægður hér í Liverpool,“ sagði Alisson en það má lesa allt viðtalið hér."Above all I feel at home here."@Alissonbecker — Liverpool FC (@LFC) March 25, 2019Alisson Becker með Jürgen Klopp.Getty/ Andrew Powell Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Kaup Liverpool á Alisson Becker eru ein bestu kaup síðasta sumars í ensku úrvalsdeildinni og hann sjálfar kvartar ekkert yfir því að þurfta að skipta ítölsku borginni Róm út fyrir Bítlaborgina. Brasilíska markverðinum Alisson Becker líður eins og heima hjá sér þegar hann er í Liverpool en hann segir frá þessu í nýju viðtali. Alisson Becker hefur haldið marki Liverpool tuttugu sinnum hreinu í 39 leikjum í öllum keppnum og hefur aðeins þurft að sækja boltann 26 sinnum í markið sitt. Betri varnarleikur hefur umfram annað breytt Liverpool-liðinu í titilbaráttulið og liðið er nú á toppnum í ensku úrvalsdeildinni þegar hún fer af stað á ný eftir landsleikjahlé."One of the hardest challenges I had at the start was getting used to the accent, not just the British accent but the Liverpool accent!" — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 25, 2019Alisson Becker er enn bara 26 ára gamall og ætti því að eiga öll sín bestu ár eftir. Það hljómar vel í eyrum stuðningsmanna Liverpool að Brasilíumaðurinn kunni vel við sig í borginni. „Ég farið reglulega í enskutíma. Eitt það erfiðasta í byrjun var að venjast og skilja hreiminn. Ekki bara breska hreiminn heldur Liverpool-hreiminn,“ sagði Alisson í umræddu viðtali við Liverpool FC tímaritið. „Ég er kominn betur inn í hann núna. Ég skil orðið fólk og get talað við liðsfélagana mína sem skiptir miklu máli,“ sagði Alisson. „Þegar ég kom hingað þá voru allir mér mikilvægir ekki bara Brasilíumennirnir. Auðvitað var Roberto Firmino hér og Fabinho kom nánast á sama tíma og ég,“ sagði Alisson. „Allir leikmenn liðsins eru mikilvægir hvort sem þeir eru leikmenn héðan eða erlendir leikmenn. Ég dáist að styrk okkar sem lið og gæðunum í öllum okkar leikmönnum. Mikilvægasta vopnið okkar er samt liðsandinn“ sagði Alisson. „Umfram allt þá líður mér eins og ég sé heima hjá mér. Hér er hjartað mitt í dag. Fjölskyldan mín er hérna, dóttir mín og eiginkonan búa hér og foreldrar mínir koma þegar þau geta,“ sagði Alisson. „Það tóku allir vel á móti mér hér. Stuðningsmennirnir hafa verið okkur mjög hlýlegir eins og starfsmennirnir og ég er mjög ánægður hér í Liverpool,“ sagði Alisson en það má lesa allt viðtalið hér."Above all I feel at home here."@Alissonbecker — Liverpool FC (@LFC) March 25, 2019Alisson Becker með Jürgen Klopp.Getty/ Andrew Powell
Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira