Enski boltinn

Eitt það erfiðasta fyrir Alisson var að skilja Liverpool-hreiminn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alisson Becker myndaður í bak og fyrir.
Alisson Becker myndaður í bak og fyrir. Getty/ Andrew Powell
Kaup Liverpool á Alisson Becker eru ein bestu kaup síðasta sumars í ensku úrvalsdeildinni og hann sjálfar kvartar ekkert yfir því að þurfta að skipta ítölsku borginni Róm út fyrir Bítlaborgina.

Brasilíska markverðinum Alisson Becker líður eins og heima hjá sér þegar hann er í Liverpool en hann segir frá þessu í nýju viðtali.

Alisson Becker hefur haldið marki Liverpool tuttugu sinnum hreinu í 39 leikjum í öllum keppnum og hefur aðeins þurft að sækja boltann 26 sinnum í markið sitt.

Betri varnarleikur hefur umfram annað breytt Liverpool-liðinu í titilbaráttulið og liðið er nú á toppnum í ensku úrvalsdeildinni þegar hún fer af stað á ný eftir landsleikjahlé.





Alisson Becker er enn bara 26 ára gamall og ætti því að eiga öll sín bestu ár eftir. Það hljómar vel í eyrum stuðningsmanna Liverpool að Brasilíumaðurinn kunni vel við sig í borginni.

„Ég farið reglulega í enskutíma. Eitt það erfiðasta í byrjun var að venjast og skilja hreiminn. Ekki bara breska hreiminn heldur Liverpool-hreiminn,“ sagði Alisson í umræddu viðtali við Liverpool FC tímaritið.

„Ég er kominn betur inn í hann núna. Ég skil orðið fólk og get talað við liðsfélagana mína sem skiptir miklu máli,“ sagði Alisson.

„Þegar ég kom hingað þá voru allir mér mikilvægir ekki bara Brasilíumennirnir. Auðvitað var Roberto Firmino hér og Fabinho kom nánast á sama tíma og ég,“ sagði Alisson.

„Allir leikmenn liðsins eru mikilvægir hvort sem þeir eru leikmenn héðan eða erlendir leikmenn. Ég dáist að styrk okkar sem lið og gæðunum í öllum okkar leikmönnum. Mikilvægasta vopnið okkar er samt liðsandinn“ sagði Alisson.

„Umfram allt þá líður mér eins og ég sé heima hjá mér. Hér er hjartað mitt í dag. Fjölskyldan mín er hérna, dóttir mín og eiginkonan búa hér og foreldrar mínir koma þegar þau geta,“ sagði Alisson.

„Það tóku allir vel á móti mér hér. Stuðningsmennirnir hafa verið okkur mjög hlýlegir eins og starfsmennirnir og ég er mjög ánægður hér í Liverpool,“ sagði Alisson en það má lesa allt viðtalið hér.









Alisson Becker með Jürgen Klopp.Getty/ Andrew Powell



Fleiri fréttir

Sjá meira


×