Enginn fær að fara frá Chelsea ef félagsskiptabannið stendur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. mars 2019 13:30 Christensen hefur fengið að spila leiki Chelsea í Evrópudeildinni. Hér er hann í baráttu við Arnór Ingva Traustason. vísir/getty Ef félagsskiptabann Chelsea stendur þá mun félagið ekki leyfa neinum leikmanni að yfirgefa félagið. Þetta segir danski varnarmaðurinn Andreas Christensen. FIFA setti Chelsea í félagsskiptabann næstu tvo félagsskiptaglugga vegna brota á reglum varðandi félagsskipti ungra leikmanna. Chelsea neitar sök og hefur áfrýjað banninu. Áfrýjunin verður tekin fyrir 11. apríl en ef bannið stendur getur Chelsea farið með málið fyrir íþróttadómstólinn CAS (e. Court of Arbitration for Sport). Chelsea bað um að bannið yrði sett til hliðar á meðan málsmeðferð stæði yfir, en þeirri ósk var hafnað og hefur málið þegar haft áhrif innan félagsins. Daninn Christensen hefur aðeins komið við sögu í þremur úrvalsdeildarleikjum undir Maurizio Sarri og hefur haft augastað á að breyta um félag. „Skilaboðin sem við fengum eru að Chelsea vill halda öllum leikmönnunum út af þessu máli. Það er mjög erfitt fyrir mig að samþykkja þessa stöðu,“ sagði Christensen við Ekstra Bladet. „Ég hef reynt að sanna mig á æfingasvæðinu en það er erfitt þar sem við æfum takmarkað þegar leikjaálagið er mikið.“ Christensen er ekki eini leikmaðurinn sem Chelsea þarf að halda í í sumar. Eden Hazard er ítrekað orðaður frá félaginu og síðustu misseri hefur hann virst líklegri til þess að færa sig um set. Hann segir þó sögusagnir um að hann hafi nú þegar gert samkomulag við Real Madrid ekki sannar. Samningur Hazard rennur út sumarið 2020, þegar Chelsea mætti þá kaupa inn nýja leikmenn á ný ef bannið stendur. Þá gæti hann hins vegar farið frítt frá félaginu svo Chelsea þarf annað hvort að selja Hazard í sumar til þess að fá eitthvað fyrir hann eða reyna að sannfæra hann um að skrifa undir nýjan samning. Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea áfrýjaði félagsskiptabanninu Chelsea hefur áfrýjað félagsskiptabanninu sem alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA setti á félagið á dögunum. 5. mars 2019 20:00 „Vil bara hafa leikmenn í mínu liði sem vilja spila fyrir Chelsea“ Sarri stressar sig ekki á því að Hazard gæti verið á förum. 14. mars 2019 07:00 FIFA setur Chelsea í félagaskiptabann Enska úrvalsdeildarliðið má ekki kaupa leikmenn í næstu tveimur gluggum. 22. febrúar 2019 09:48 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Ef félagsskiptabann Chelsea stendur þá mun félagið ekki leyfa neinum leikmanni að yfirgefa félagið. Þetta segir danski varnarmaðurinn Andreas Christensen. FIFA setti Chelsea í félagsskiptabann næstu tvo félagsskiptaglugga vegna brota á reglum varðandi félagsskipti ungra leikmanna. Chelsea neitar sök og hefur áfrýjað banninu. Áfrýjunin verður tekin fyrir 11. apríl en ef bannið stendur getur Chelsea farið með málið fyrir íþróttadómstólinn CAS (e. Court of Arbitration for Sport). Chelsea bað um að bannið yrði sett til hliðar á meðan málsmeðferð stæði yfir, en þeirri ósk var hafnað og hefur málið þegar haft áhrif innan félagsins. Daninn Christensen hefur aðeins komið við sögu í þremur úrvalsdeildarleikjum undir Maurizio Sarri og hefur haft augastað á að breyta um félag. „Skilaboðin sem við fengum eru að Chelsea vill halda öllum leikmönnunum út af þessu máli. Það er mjög erfitt fyrir mig að samþykkja þessa stöðu,“ sagði Christensen við Ekstra Bladet. „Ég hef reynt að sanna mig á æfingasvæðinu en það er erfitt þar sem við æfum takmarkað þegar leikjaálagið er mikið.“ Christensen er ekki eini leikmaðurinn sem Chelsea þarf að halda í í sumar. Eden Hazard er ítrekað orðaður frá félaginu og síðustu misseri hefur hann virst líklegri til þess að færa sig um set. Hann segir þó sögusagnir um að hann hafi nú þegar gert samkomulag við Real Madrid ekki sannar. Samningur Hazard rennur út sumarið 2020, þegar Chelsea mætti þá kaupa inn nýja leikmenn á ný ef bannið stendur. Þá gæti hann hins vegar farið frítt frá félaginu svo Chelsea þarf annað hvort að selja Hazard í sumar til þess að fá eitthvað fyrir hann eða reyna að sannfæra hann um að skrifa undir nýjan samning.
Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea áfrýjaði félagsskiptabanninu Chelsea hefur áfrýjað félagsskiptabanninu sem alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA setti á félagið á dögunum. 5. mars 2019 20:00 „Vil bara hafa leikmenn í mínu liði sem vilja spila fyrir Chelsea“ Sarri stressar sig ekki á því að Hazard gæti verið á förum. 14. mars 2019 07:00 FIFA setur Chelsea í félagaskiptabann Enska úrvalsdeildarliðið má ekki kaupa leikmenn í næstu tveimur gluggum. 22. febrúar 2019 09:48 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Chelsea áfrýjaði félagsskiptabanninu Chelsea hefur áfrýjað félagsskiptabanninu sem alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA setti á félagið á dögunum. 5. mars 2019 20:00
„Vil bara hafa leikmenn í mínu liði sem vilja spila fyrir Chelsea“ Sarri stressar sig ekki á því að Hazard gæti verið á förum. 14. mars 2019 07:00
FIFA setur Chelsea í félagaskiptabann Enska úrvalsdeildarliðið má ekki kaupa leikmenn í næstu tveimur gluggum. 22. febrúar 2019 09:48