Erlent

For­setinn endur­kjörinn á Kómor­eyjum

Atli Ísleifsson skrifar
Azali Assoumani komst fyrst til valda árið 1999.
Azali Assoumani komst fyrst til valda árið 1999. Getty/anadolu
Azali Assoumani, forseti Kómoreyja, var endurkjörinn forseti í kosningunum sem fram fóru á eyjunum í Indlandshafi á sunnudag. Kjörstjórn hefur tilkynnt að Assoumani hafi hlotið um 61 prósent atkvæða.

Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn var enginn mótframbjóðenda forsetans nálægt því að velgja forsetanum undir uggum, en Mahamoudou Ahamada var annar í kjörinu með fjórtán prósent atkvæða.

Assoumani komst fyrst til valda eftir valdarán árið 1999. Hefur hann gegnt forsetaembættinu á Kómoreyjum á árunum 1999 til 2006 og svo aftur frá 2016.

Fyrr í vikunni voru mikil mótmæli í höfuðborginni Moroni þar sem stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarliða um kosningasvindl. Innanríkisráðherra landsins bannaði á þriðjudag að fólk kæmi saman til mótmæla.

Alls búa um 850 þúsund manns á Kómoreyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×