Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2019 12:50 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu í morgun úthlutun vegna Landsáætlunar um uppbyggingu innviða fyrir árin 2019 - 2021 og úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir 2019. vísir/vilhelm Ríkið mun styrkja uppbyggingu innviða og önnur verkefni á 130 fjölförnum stöðum á landinu á næstu þremur árum og að auki setja 1,3 milljarða til landvörslu. Markmiðið er halda áfram uppbyggingu innviða til verndar náttúru landsins og menningarsögulegum minjum, sem og uppbyggingu ferðamannastaða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu í morgun úthlutun vegna Landsáætlunar um uppbyggingu innviða fyrir árin 2019-2021 og úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir 2019. Verkefni á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum vítt og breitt um landið hljóta styrki upp á 3,5 milljarða á næstu þremur árum og 1,3 milljarðar að auki fara sérstaklega til landvörslu. Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. „Það eru náttúrlega verkefni á stöðum innan þjóðgarðanna sem eru talsvert stór. Bæði Þingvallaþjóðgarðs, Snæfellsjökulsþjóðgarðs og Vatnajökulsþjóðgarðs. Síðan eru svæði eins og Gullfoss og Geysir og önnur svæði sem eru mjög fjölsótt sem eru að fá talsverðar upphæðir á næstu þremur árum,” segir Guðmundur Ingi.Frá Gullfossi.Vísir/VilhelmAllt frá salernum til göngu- hjóla- og reiðstíga Verkefnin séu margvísleg eins og til dæmis að leggja stíga til að verja staði fyrir ágangi ferðamanna eða bygging salernishúsa. Þá verði unnið í ákveðnum gönguleiðum eins og Laugarvegi frá Landmannalaugum niður í Þórsmörk og í nýrri hjóla- og reiðleið frá Ásbyrgi að Dettifossi. Verkefnin dreifist um allt land. Sums staðar sé um hreinar björgunaraðgerðir að ræða á svæðum sem farið hafi illa vegna ágangs. „Það eru algerlega þannig verkefni. Það er hægt að nefna sem dæmi Látrabjarg, Fjaðrárgljúfur. Einnig gjána inn í Þjórsárdal og miklu fleiri verkefni þar sem einmitt er verið að bregðast við bráðavanda,” segir umhverfisráðherra. Nú séu að verða vatnaskil í þessum málum og hægt að horfa bjartari augum til framtíðar. „Með því að koma þessu fjármagni núna í vinnu erum við að horfa til þess að á næstu árum verði náttúruperlurnar okkar í fyrsta lagi betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum. Í öðru lagi erum við líka að setja fjármagn í að hönnun þessarra innviða sé með þeim hætti að það hafi sem minnst neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna af náttúrunni. Í þriðja lagi erum við líka að bæta í landvörslu. Sem skiptir miklu máli við að stýra umferð á þessum svæðum. Skiptir máli þegar kemur að jákvæðri upplifun ferðamanna vegan fræðslu og upplýsingagjafar og þar fram eftir götunum,” segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir 3,5 milljarðar til 130 ferðamannastaða Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. 27. mars 2019 11:03 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Ríkið mun styrkja uppbyggingu innviða og önnur verkefni á 130 fjölförnum stöðum á landinu á næstu þremur árum og að auki setja 1,3 milljarða til landvörslu. Markmiðið er halda áfram uppbyggingu innviða til verndar náttúru landsins og menningarsögulegum minjum, sem og uppbyggingu ferðamannastaða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu í morgun úthlutun vegna Landsáætlunar um uppbyggingu innviða fyrir árin 2019-2021 og úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir 2019. Verkefni á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum vítt og breitt um landið hljóta styrki upp á 3,5 milljarða á næstu þremur árum og 1,3 milljarðar að auki fara sérstaklega til landvörslu. Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. „Það eru náttúrlega verkefni á stöðum innan þjóðgarðanna sem eru talsvert stór. Bæði Þingvallaþjóðgarðs, Snæfellsjökulsþjóðgarðs og Vatnajökulsþjóðgarðs. Síðan eru svæði eins og Gullfoss og Geysir og önnur svæði sem eru mjög fjölsótt sem eru að fá talsverðar upphæðir á næstu þremur árum,” segir Guðmundur Ingi.Frá Gullfossi.Vísir/VilhelmAllt frá salernum til göngu- hjóla- og reiðstíga Verkefnin séu margvísleg eins og til dæmis að leggja stíga til að verja staði fyrir ágangi ferðamanna eða bygging salernishúsa. Þá verði unnið í ákveðnum gönguleiðum eins og Laugarvegi frá Landmannalaugum niður í Þórsmörk og í nýrri hjóla- og reiðleið frá Ásbyrgi að Dettifossi. Verkefnin dreifist um allt land. Sums staðar sé um hreinar björgunaraðgerðir að ræða á svæðum sem farið hafi illa vegna ágangs. „Það eru algerlega þannig verkefni. Það er hægt að nefna sem dæmi Látrabjarg, Fjaðrárgljúfur. Einnig gjána inn í Þjórsárdal og miklu fleiri verkefni þar sem einmitt er verið að bregðast við bráðavanda,” segir umhverfisráðherra. Nú séu að verða vatnaskil í þessum málum og hægt að horfa bjartari augum til framtíðar. „Með því að koma þessu fjármagni núna í vinnu erum við að horfa til þess að á næstu árum verði náttúruperlurnar okkar í fyrsta lagi betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum. Í öðru lagi erum við líka að setja fjármagn í að hönnun þessarra innviða sé með þeim hætti að það hafi sem minnst neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna af náttúrunni. Í þriðja lagi erum við líka að bæta í landvörslu. Sem skiptir miklu máli við að stýra umferð á þessum svæðum. Skiptir máli þegar kemur að jákvæðri upplifun ferðamanna vegan fræðslu og upplýsingagjafar og þar fram eftir götunum,” segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir 3,5 milljarðar til 130 ferðamannastaða Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. 27. mars 2019 11:03 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
3,5 milljarðar til 130 ferðamannastaða Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. 27. mars 2019 11:03