Stóra verkefnið að „bjarga háönn ferðaþjónustunnar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2019 12:36 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að allir sem eigi í hlut þurfi að vinna saman að því að draga úr áfallinu. Vísir/Vilhelm Stóra verkefnið sem framundan er felst í því að bjarga háönn ferðaþjónustunnar sem Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að hefjist í byrjun sumars og standi fram í september. Stjórnvöld verði að skoða hvort það sé eitthvað sem þau geti gert til að draga úr því áfalli sem endalok WOW air gæti þýtt fyrir ferðaþjónustufyrirtækin í landinu. Þetta segir Jóhannes sem var gestur í Bítinu í morgun til að ræða um stöðuna í ferðaþjónustugeiranum eftir að fréttir tóku að spyrjast af því að WOW air væri hætt starfsemi. Jóhannes segir að árstíðasveiflan sé ennþá mjög mikil í ferðaþjónustunni. Fyrirtækin lifi í raun allt árið um kring á þeim tekjum sem þau afla sér yfir sumarmánuðina. „Afkoma ferðaþjónustunnar á árinu og afkoma fyrirtækjanna - hvernig þeim gengur að lifa af árið og hvernig þau verða undirbúin fyrir næsta ár - veltur þá á því hvort það tekst að bjarga háönninni eins og hægt er þannig að við missum ekki hér fjöldann niður um það mikið sem þessar svörtustu spár hafa verið að sýna,“ segir Jóhannes sem telur að það sé gerlegt en það muni þó ekki verða að veruleika nema með sameiginlegu átaki allra sem eiga í hlut. Jóhannes segir að útlitið hafi verið dökkt um skeið og því hafi það ekki komið honum neitt mikið á óvart að svona hafi farið að lokum fyrir WOW air. Hann segir að nú sé þó komin niðurstaða í málið og brýnt að vinna úr þeirri stöðu sem upp er komin. „Við vitum það að nú þegar eru fjölmörg fyrirtæki farin að fá fyrirspurnir frá sínum viðskiptavinum um hvað þetta þýði og nú náttúrulega skiptir öllu máli að hve miklu leyti, önnur flugfélög Icelandair og önnur flugfélög sem hingað fljúga, munu stíga inn í þetta rými sem myndast á markaðnum. Það þarf að koma strandaglópum til síns heima.“ Jóhannes segir Icelandair hafa stigið myndarlega inn í málið en bætir við að ríkisstjórnin þurfi að skoða hvort það sé eitthvað sem hún geti gert til að koma ferðaþjónustunni aftur í rétt horf sem allra fyrst svo áfallið verði sem minnst. Bítið Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Sjá meira
Stóra verkefnið sem framundan er felst í því að bjarga háönn ferðaþjónustunnar sem Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að hefjist í byrjun sumars og standi fram í september. Stjórnvöld verði að skoða hvort það sé eitthvað sem þau geti gert til að draga úr því áfalli sem endalok WOW air gæti þýtt fyrir ferðaþjónustufyrirtækin í landinu. Þetta segir Jóhannes sem var gestur í Bítinu í morgun til að ræða um stöðuna í ferðaþjónustugeiranum eftir að fréttir tóku að spyrjast af því að WOW air væri hætt starfsemi. Jóhannes segir að árstíðasveiflan sé ennþá mjög mikil í ferðaþjónustunni. Fyrirtækin lifi í raun allt árið um kring á þeim tekjum sem þau afla sér yfir sumarmánuðina. „Afkoma ferðaþjónustunnar á árinu og afkoma fyrirtækjanna - hvernig þeim gengur að lifa af árið og hvernig þau verða undirbúin fyrir næsta ár - veltur þá á því hvort það tekst að bjarga háönninni eins og hægt er þannig að við missum ekki hér fjöldann niður um það mikið sem þessar svörtustu spár hafa verið að sýna,“ segir Jóhannes sem telur að það sé gerlegt en það muni þó ekki verða að veruleika nema með sameiginlegu átaki allra sem eiga í hlut. Jóhannes segir að útlitið hafi verið dökkt um skeið og því hafi það ekki komið honum neitt mikið á óvart að svona hafi farið að lokum fyrir WOW air. Hann segir að nú sé þó komin niðurstaða í málið og brýnt að vinna úr þeirri stöðu sem upp er komin. „Við vitum það að nú þegar eru fjölmörg fyrirtæki farin að fá fyrirspurnir frá sínum viðskiptavinum um hvað þetta þýði og nú náttúrulega skiptir öllu máli að hve miklu leyti, önnur flugfélög Icelandair og önnur flugfélög sem hingað fljúga, munu stíga inn í þetta rými sem myndast á markaðnum. Það þarf að koma strandaglópum til síns heima.“ Jóhannes segir Icelandair hafa stigið myndarlega inn í málið en bætir við að ríkisstjórnin þurfi að skoða hvort það sé eitthvað sem hún geti gert til að koma ferðaþjónustunni aftur í rétt horf sem allra fyrst svo áfallið verði sem minnst.
Bítið Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Sjá meira
WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09
Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent