Innlent

Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Egill
Viðbragðsáætlun stjórnvalda vegna gjaldþrots WOW air hefur verið virkjuð. Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun.

Aðspurður hvort að staðan sem nú sé komin upp sagði Sigurður Ingi:

„Ég vil nú fyrst og fremst fá tækifæri til þess að fara yfir þetta, ég skal veita viðtal síðar í dag. Við erum búin að vera að undirbúa meðal annars þessa niðurstöðu í mjög langan tíma.“

Sigurður Ingi vildi ekki fara neitt út í það í hverju viðbragðsáætlun stjórnvalda felst en sagðist gera það síðar í dag.

Tilkynnt var í morgun um að WOW air hefði hætt starfsemi. Félagið hafði átt í miklum rekstrarörðugleikum í töluverðan tíma og ekki tókst að fá nýja fjárfesta að félaginu eins og stefnt var að.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Tengdar fréttir

Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun

Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×