Innlent

Bein útsending: Lífið á Mars

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Umræður um hönnun og undirbúning fyrir geimferðir til Mars og annarra pláneta fara fram í Háskólanum í Reykjavík í dag. Viðburðurinn er hluti af HönnunarMars.

Arkitektinn Michael Morris (Space Exploration Architecture) og mannfræðingurinn Karl Aspelund (Háskólinn í Rhode Island), munu ræða samstarf þeirra við NASA og 100 Year Starship og svara spurningum um mögulega framtíð mannsins á Mars.

Viðburðurinn fer fram í stofu V101 í HR og hefst klukkan 10 en fylgjast má með beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×