Innlent

Bein útsending: Lífið á Mars

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Umræður um hönnun og undirbúning fyrir geimferðir til Mars og annarra pláneta fara fram í Háskólanum í Reykjavík í dag. Viðburðurinn er hluti af HönnunarMars.

Arkitektinn Michael Morris (Space Exploration Architecture) og mannfræðingurinn Karl Aspelund (Háskólinn í Rhode Island), munu ræða samstarf þeirra við NASA og 100 Year Starship og svara spurningum um mögulega framtíð mannsins á Mars.

Viðburðurinn fer fram í stofu V101 í HR og hefst klukkan 10 en fylgjast má með beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.