Erlent

Lögðu hald á níu tonn af fílabeini

Atli Ísleifsson skrifar
Þrátt fyrir að viðskipti með fílabein eru ólögleg í Víetnam hafa viðskipti með vöruna lengi blómstrað í landinu.
Þrátt fyrir að viðskipti með fílabein eru ólögleg í Víetnam hafa viðskipti með vöruna lengi blómstrað í landinu. Getty
Yfirvöld í Víetnam hafa lagt hald á um níu tonn af fílabeini sem fundust í gámum sem sendir voru frá Afríkuríkinu Austur-Kongó.

Talsmaður tollayfirvalda í Víetnam segir að fílabeinin hafi fundist innan um timbur sem verið var að flytja til landsins.

Þrátt fyrir að viðskipti með fílabein séu ólögleg í Víetnam hafa þau blómstrað í landinu um árabil.

Alþjóðasamfélagið hefur lengi þrýst á yfirvöld í Víetnam að taka harðar á versluninni með fílabein og greindu stjórnvöld frá því fyrir nokkru að efnt yrði til átaks til að stemma stigu við verslun með dýr í útrýmingarhættu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.