Erlent

Lögðu hald á níu tonn af fílabeini

Atli Ísleifsson skrifar
Þrátt fyrir að viðskipti með fílabein eru ólögleg í Víetnam hafa viðskipti með vöruna lengi blómstrað í landinu.
Þrátt fyrir að viðskipti með fílabein eru ólögleg í Víetnam hafa viðskipti með vöruna lengi blómstrað í landinu. Getty

Yfirvöld í Víetnam hafa lagt hald á um níu tonn af fílabeini sem fundust í gámum sem sendir voru frá Afríkuríkinu Austur-Kongó.

Talsmaður tollayfirvalda í Víetnam segir að fílabeinin hafi fundist innan um timbur sem verið var að flytja til landsins.

Þrátt fyrir að viðskipti með fílabein séu ólögleg í Víetnam hafa þau blómstrað í landinu um árabil.

Alþjóðasamfélagið hefur lengi þrýst á yfirvöld í Víetnam að taka harðar á versluninni með fílabein og greindu stjórnvöld frá því fyrir nokkru að efnt yrði til átaks til að stemma stigu við verslun með dýr í útrýmingarhættu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.