Erlent

Sol­berg kynnti nýjan dóms­­mála­ráð­herra í kjöl­far hneykslis­máls

Atli Ísleifsson skrifar
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, og Jøran Kallmyr, nýr dómsmálaráðherra, fyrir utan Konungshöllina í Ósló í morgun.
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, og Jøran Kallmyr, nýr dómsmálaráðherra, fyrir utan Konungshöllina í Ósló í morgun. EPA/HAKON MOSVOLD LARSEN
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, kynnti í morgun nýjan dómsmála- og innflytjendamálaráðherra landsins í kjölfar afsagnar Tor Mikkel Wara.

Nýr dómsmálaráðherra er hinn fertugi Jøran Kallmyr frá Framfaraflokknum. Hann er menntaður lögmaður og hefur áður gegnt embætti aðstoðardómsmálaráðherra í ráðherratíð Anders Anundsen og Sylvi Listhaug. Hann hefur lengi verið starfandi innan Framfaraflokksins, meðal annars innan borgarstjórnar Óslóarborgar, að því er fram kemur í frétt NRK.

Tor Mikkel Wara tók við embætti dómsmálaráðherra í apríl á síðasta ári en sagði af sér í gær.

Hann tók leyfi fyrir tveimur vikum eftir að sambýliskona hans var handtekin af norsku öryggislögreglunni vegna gruns um að hafa kveikt í bíl Wara og logið að lögreglunni, auk þess að hafa sent öðrum ráðherra hótunarbréf.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×