Erlent

Norðmenn munu skila fornminjum frá Páskaeyju

Andri Eysteinsson skrifar
Eyjaskeggar höfðu áður beðið breta um að skila Moai styttu sem geymd er á British Museum.
Eyjaskeggar höfðu áður beðið breta um að skila Moai styttu sem geymd er á British Museum. Getty/Andia
Norðmenn hafa samþykkt að skila þúsundum fornmuna, sem landkönnuðurinn Thor Heyerdahl tók frá Páskaeyju, til síleskra yfirvalda. CNN greinir frá.

Menningarmálaráðherra Chile, Consuelo Valdes og Thor Heyerdahl yngri, sonur landkönnuðarins, undirrituðu samning þess efnis í Santiago, höfuðborg Chile, í dag. Um er að ræða fornminjar á borð við listaverk og líkamsleifar.



Minjarnar hafa verið geymdar á Kon-Tiki safninu í Osló, en safnið er nefnt eftir viðarflekanum sem Heyerdahl ferðaðist yfir Kyrrahafið á árið 1947.

Safnsstjóri Kon-Tiki safnsins, Martin Biehl, sagði það sameiginlegan vilja allra að minjunum yrði skilað á vel útbúið safn á Páskaeyju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×