Enski boltinn

Messan: Það er komin pressa á Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mane fagnar í gær.
Mane fagnar í gær. vísir/getty
Sérfræðingar Messunnar gáfu varnarleik Burnley ekki háa einkunn gegn Liverpool en hrósuðu Rauða hernum samt fyrir sína frammistöðu í leiknum.

„Í fyrra gat Burnley hangið á 1-0 gegn hvaða liði sem er en í ár eru þeir hriplekir og þetta er hræðilegt oft á köflum,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, sérfræðingur Messunnar.

Reynir Leósson vildi svo fá að hrósa Liverpool fyrir frammistöðuna gegn Burnley.

„Ég bjóst við því þegar staðan var 1-0 að þeir yrðu stressaðir miðað við hvernig hefur gengið í síðustu leikjum. Þetta var ótrúlega mikilvægur sigur fyrir Liverpool og nauðsynlegt að yfirstíga þessa pressu og það er komin pressa á Liverpool.“

Innslagið má sjá hér að neðan.



Klippa: Messan um Liverpool og Burnley







Fleiri fréttir

Sjá meira


×