Enski boltinn

Dæmdur í fjórtán vikna fangelsi fyrir að ráðast á Grealish í miðjum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Mitchell er hér dreginn í burtu en Jack Grealish situr á grasinu.
Paul Mitchell er hér dreginn í burtu en Jack Grealish situr á grasinu. Getty/Alex Davidson
Stuðningsmaður Birmingham City sem réðst á fyrirliða Aston Villa í miðjum leik um helgina hefur fengið sinn dóm.

Áhorfandinn hljóp inn á völlinn í byrjun leiksins, kom aftan að Jack Grealish og kýldi hann áður en hann var dreginn í burtu.

Jack Grealish hélt leik áfram og skoraði síðan sigurmark Aston Villa í þessum derby-leik í næststærstu borg Englands.



Árásamaðurinn heitir Paul Mitchell og er 27 ára gamall. Hann var handtekinn og kærður fyrir líkamsárás ásamt fleiru.  Mitchell játaði sín brot og var í framhaldinu dæmdur í fjórtán vikna fangelsi.

Paul Mitchell hefur nú fengið sinn dóm en hann þarf að greiða 350 pund í kostnað þar af eru 100 punda bætur til Jack Grealish.

Mitchell var einnig settur í tíu ára bann frá öllum fótboltaleikvöngum þannig að við sjáum hann ekki á vellinum á næstunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×