Cristiano Ronaldo: Þess vegna fengu þeir mig hingað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2019 09:00 Cristiano Ronaldo fagnar í gær. Getty/Tullio M. Puglia Cristiano Ronaldo átti nú alveg rétt á því að vera svolítið hrokafullur eftir 3-0 sigur Juventus á Atletico Madrid í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Ronaldo skoraði öll mörkin og tryggði með því Juventus liðinu sæti í átta liða úrslitunum. Ronaldo hefur unnið Meistaradeildina þrjú síðustu ár með Real Madrid og alls fimm sinnum á ferlinum. Juventus keyptu hann í sumar frá Real Madrid fyrir 99,2 milljónir punda. Real Madrid datt út í sextán liða úrslitunum án hans og Ronaldo á síðan stórleik þegar mest liggur við og Juve var 2-0 undir eftir fyrri leikinn."That's why they bought him..." How Cristiano Ronaldo hauled Juventus back from the brink against Atletico Madrid to book their place in the Champions League quarter-finals.https://t.co/Tn3Nkn1X6J#UCL#JUVATLpic.twitter.com/2DknAXgqLo— BBC Sport (@BBCSport) March 13, 2019 Juventus hefur verið að vinna titlana heima fyrir síðustu ár en það hefur vantað upp á í Meistaradeildinni og ráðið var að ná í „Herra Meistaradeild“. Þeir sjá ekki mikið eftir því núna. „Þess vegna fengu þeir hjá Juventus mig hingað. Ég var fengin hingað til að hjálpa þeim að afreka það sem þeim hefur aldrei tekist áður,“ sagði Cristiano Ronaldo eftir leikinn. Hann skoraði reyndar bara eitt mark í sex fyrstu Meistaradeildarleikjum sínum með Juventus en þrefaldaði þá tölu í gær. Ronaldo hefur alls skorað 18 mörk í síðustu 14 leikjum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og er búinn að koma með beinum hætti að 76 mörkum í 77 leikjum sínum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar (62 mörk og 14 stoðsendingar). „Þetta var alltaf að fara vera sérstakt kvöld og það varð raunin ekki bara vegna markanna minna heldur fyrir liðið,“ sagði Ronaldo. „Svona hugarfar þarft þú að vera með ætlir þú þér að vinna Meistaradeildina. Við nutum þessa töfrakvölds. Atletico er mjög erfiður mótherji en við erum góðir líka. Nú sjáum við til hvað gerist í framhaldinu,“ sagði Ronaldo. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Sjá meira
Cristiano Ronaldo átti nú alveg rétt á því að vera svolítið hrokafullur eftir 3-0 sigur Juventus á Atletico Madrid í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Ronaldo skoraði öll mörkin og tryggði með því Juventus liðinu sæti í átta liða úrslitunum. Ronaldo hefur unnið Meistaradeildina þrjú síðustu ár með Real Madrid og alls fimm sinnum á ferlinum. Juventus keyptu hann í sumar frá Real Madrid fyrir 99,2 milljónir punda. Real Madrid datt út í sextán liða úrslitunum án hans og Ronaldo á síðan stórleik þegar mest liggur við og Juve var 2-0 undir eftir fyrri leikinn."That's why they bought him..." How Cristiano Ronaldo hauled Juventus back from the brink against Atletico Madrid to book their place in the Champions League quarter-finals.https://t.co/Tn3Nkn1X6J#UCL#JUVATLpic.twitter.com/2DknAXgqLo— BBC Sport (@BBCSport) March 13, 2019 Juventus hefur verið að vinna titlana heima fyrir síðustu ár en það hefur vantað upp á í Meistaradeildinni og ráðið var að ná í „Herra Meistaradeild“. Þeir sjá ekki mikið eftir því núna. „Þess vegna fengu þeir hjá Juventus mig hingað. Ég var fengin hingað til að hjálpa þeim að afreka það sem þeim hefur aldrei tekist áður,“ sagði Cristiano Ronaldo eftir leikinn. Hann skoraði reyndar bara eitt mark í sex fyrstu Meistaradeildarleikjum sínum með Juventus en þrefaldaði þá tölu í gær. Ronaldo hefur alls skorað 18 mörk í síðustu 14 leikjum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og er búinn að koma með beinum hætti að 76 mörkum í 77 leikjum sínum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar (62 mörk og 14 stoðsendingar). „Þetta var alltaf að fara vera sérstakt kvöld og það varð raunin ekki bara vegna markanna minna heldur fyrir liðið,“ sagði Ronaldo. „Svona hugarfar þarft þú að vera með ætlir þú þér að vinna Meistaradeildina. Við nutum þessa töfrakvölds. Atletico er mjög erfiður mótherji en við erum góðir líka. Nú sjáum við til hvað gerist í framhaldinu,“ sagði Ronaldo.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Sjá meira