Hugrakkari en Liverpool, djarfari en City og meira spennandi en United-lið Ole Gunnars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2019 18:15 Leikmenn Leeds United fagna hér einum af mörgum sigrum sínum á tímabilinu. Getty/Alex Dodd Leeds United hefur sjaldan verið í betri stöðu í baráttunni fyrir sæti í ensku úrvalsdeildinni en einmitt á þessu tímabili. Blaðamaður Telegraph er á því að enska úrvalsdeildinni þurfi að fá Leeds United aftur upp. Leeds vann 3-0 sigur í vikunni og er í efsta sæti ensku b-deildarinnar, einu stigi á undan Norwich City sem á reyndar leik til góða í kvöld. Tvö efstu liðin fara beint upp en þriðja sætið fer til liðsins sem vinnur úrslitakeppnina milli liðanna sem enda í þriðja til sjötta sæti í deildinni. Sheffield United í þriðja sætinu og aðeins tveimur stigum á eftir Leeds. Þetta lítur því vel út fyrir Leedsara en er hvergi nærri öruggt. Gott gengi í vetur hefur aftur á móti fengið knattspyrnusérfræðinga og knattspyrnuáhugafólk til að sjá fyrir sér bjartari framtíð fyrir hönd Leeds United. Luke Edwards á Telegraph skrifaði pistil þar sem hann fer yfir því af hverju það væri best fyrir fótboltann og ensku úrvalsdeildina að endurheimta Leeds liðið. Leeds vann enska meistaratitilinn í þriðja sinn árið 1992 en hefur ekki verið í efstu deild síðan tímabilið 2003-04.Braver than Liverpool, bolder than Man City and far more exciting than Ole Gunnar Solskjaer’s Manchester United...@LukeEdwardsTele on why Leeds have been the most exhilarating team to watch this seasonhttps://t.co/klUO7FeMuc — Telegraph Football (@TeleFootball) March 13, 2019Leeds er að spila frábæran fótbolta undir stjórn Argentínumanns Marcelo Bielsa og hann er hefur gjörbreytt spilamennsku þess á sínu fyrsta tímabili. Blaðamaður Telegraph er heldur ekkert að spara hrósið og telur að Leeds-liðið sé hugrakkara en lið Liverpool, djarfara en lið Manchester City og meira spennandi en Manchester United liðið eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við. Leeds United hefur oft ekki verið vinsælasta félagið í Englandi og það hefur hlakkað í sumum yfir óförunum á undanförnum árum. Stuðningsmenn Leeds United hafa hins vegar ekki yfirgefið bátinn og hafa flestir staðið með sínu félagi í gegnum mjög súrt og lítið sætt. Spilamennska félagsins er því vel á pari við liðin í ensku úrvalsdeildinni og stuðningsmennirnir hafa alltaf verið framarlega í flokki. Leeds er félag með mikla sögu, hefð og mjög stóran hóp af ástríðufullum stuðningsmönnum. Stuðningsmennirnir mæta á leiki liðsins í dag alveg eins og þeir gerði þegar liðið spilaði í C-deildinni í nokkur ár.9️ games to go #MOTpic.twitter.com/d7PUo1cpMg — Leeds United (@LUFC) March 13, 2019Nú er öldin önnur og sömu stuðningsmenn sjá nú ensku úrvalsdeildina í hillingum. Tímabilið 2019-20 er líklegt að þeir fái aftur lið eins og Liverpool, Manchester City, Manchester United, Chelsea, Arsenal og Tottenham í heimsókn. Leeds er stærsta borgin í Jórvíkurskíri og Luke Edwards bendir á það staðreyna að það sé nú talsvert meiri viðburður fyrir stóru klúbbana þegar þeir fara til Jórvíkurskíris að fara spila við Leeds United í stað þess að vera spila við nágrannafélög Leeds eins og Huddersfield Town eða Hull City.Let’s make Saturday a day to remember for long time Together we will do it@LUFCpic.twitter.com/CTO9KxIiOY — Pontus Jansson (@PJansson5) March 12, 2019Framundan er leikur við Sheffield United um næstu helgi og sigur þar væri risaskref í rétta átt að tryggja sér úrvalsdeildarfótbolta á Elland Road í fyrsta sinn í meira en fimmtán ár. Það má sjá pistil Luke Edwards á Telegraph síðunni með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Leeds United hefur sjaldan verið í betri stöðu í baráttunni fyrir sæti í ensku úrvalsdeildinni en einmitt á þessu tímabili. Blaðamaður Telegraph er á því að enska úrvalsdeildinni þurfi að fá Leeds United aftur upp. Leeds vann 3-0 sigur í vikunni og er í efsta sæti ensku b-deildarinnar, einu stigi á undan Norwich City sem á reyndar leik til góða í kvöld. Tvö efstu liðin fara beint upp en þriðja sætið fer til liðsins sem vinnur úrslitakeppnina milli liðanna sem enda í þriðja til sjötta sæti í deildinni. Sheffield United í þriðja sætinu og aðeins tveimur stigum á eftir Leeds. Þetta lítur því vel út fyrir Leedsara en er hvergi nærri öruggt. Gott gengi í vetur hefur aftur á móti fengið knattspyrnusérfræðinga og knattspyrnuáhugafólk til að sjá fyrir sér bjartari framtíð fyrir hönd Leeds United. Luke Edwards á Telegraph skrifaði pistil þar sem hann fer yfir því af hverju það væri best fyrir fótboltann og ensku úrvalsdeildina að endurheimta Leeds liðið. Leeds vann enska meistaratitilinn í þriðja sinn árið 1992 en hefur ekki verið í efstu deild síðan tímabilið 2003-04.Braver than Liverpool, bolder than Man City and far more exciting than Ole Gunnar Solskjaer’s Manchester United...@LukeEdwardsTele on why Leeds have been the most exhilarating team to watch this seasonhttps://t.co/klUO7FeMuc — Telegraph Football (@TeleFootball) March 13, 2019Leeds er að spila frábæran fótbolta undir stjórn Argentínumanns Marcelo Bielsa og hann er hefur gjörbreytt spilamennsku þess á sínu fyrsta tímabili. Blaðamaður Telegraph er heldur ekkert að spara hrósið og telur að Leeds-liðið sé hugrakkara en lið Liverpool, djarfara en lið Manchester City og meira spennandi en Manchester United liðið eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við. Leeds United hefur oft ekki verið vinsælasta félagið í Englandi og það hefur hlakkað í sumum yfir óförunum á undanförnum árum. Stuðningsmenn Leeds United hafa hins vegar ekki yfirgefið bátinn og hafa flestir staðið með sínu félagi í gegnum mjög súrt og lítið sætt. Spilamennska félagsins er því vel á pari við liðin í ensku úrvalsdeildinni og stuðningsmennirnir hafa alltaf verið framarlega í flokki. Leeds er félag með mikla sögu, hefð og mjög stóran hóp af ástríðufullum stuðningsmönnum. Stuðningsmennirnir mæta á leiki liðsins í dag alveg eins og þeir gerði þegar liðið spilaði í C-deildinni í nokkur ár.9️ games to go #MOTpic.twitter.com/d7PUo1cpMg — Leeds United (@LUFC) March 13, 2019Nú er öldin önnur og sömu stuðningsmenn sjá nú ensku úrvalsdeildina í hillingum. Tímabilið 2019-20 er líklegt að þeir fái aftur lið eins og Liverpool, Manchester City, Manchester United, Chelsea, Arsenal og Tottenham í heimsókn. Leeds er stærsta borgin í Jórvíkurskíri og Luke Edwards bendir á það staðreyna að það sé nú talsvert meiri viðburður fyrir stóru klúbbana þegar þeir fara til Jórvíkurskíris að fara spila við Leeds United í stað þess að vera spila við nágrannafélög Leeds eins og Huddersfield Town eða Hull City.Let’s make Saturday a day to remember for long time Together we will do it@LUFCpic.twitter.com/CTO9KxIiOY — Pontus Jansson (@PJansson5) March 12, 2019Framundan er leikur við Sheffield United um næstu helgi og sigur þar væri risaskref í rétta átt að tryggja sér úrvalsdeildarfótbolta á Elland Road í fyrsta sinn í meira en fimmtán ár. Það má sjá pistil Luke Edwards á Telegraph síðunni með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira