Sveinn Andri: Skilaboð um að stjórnmálamenn skipti sér sem minnst af skipun dómara Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2019 21:00 Sveinn Andri Sveinsson segist hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. vísir/vilhelm Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segir ófremdarástand ríkja í landinu eins og staðan er í dag þar sem ekkert áfrýjunarstig sé í landinu. Þá segist hann hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. Sveinn Andri var gestur í Reykjavík síðdegis þar sem hann ræddi afsögn Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra og stöðuna í íslensku réttarkerfi í kjölfar dóms Mannréttindadómstólsins. „Þetta eru skilaboð frá Mannréttindadómstólnum um það að stjórnmálamenn eigi að hafa sem allra, allra minnsta aðkomu að því að skipa dómara,“ segir Sveinn Andri. Ekkert áfrýjunarstig Lögmaðurinn segir ófremdarstand ríkja þar sem ekkert áfrýjunarstig sé í landinu. „Landsréttur hefur tilkynnt að það verði ekki kveðnir upp neinir dómar eða úrskurðir. Það leiðir auðvitað til ákveðinna akútvandamála vegna þess að það er ekki bara verið að áfrýja þarna dómum, það er verið að kæra til réttarins alls kyns úrskurði sem þurfa hraða afgreiðslu. Að því leyti er þetta ófremdarástand. Svo er ákveðin óvissa um mál sem eru á dagskrá réttarins framundan. Við erum nokkrir kollegar með eitt mál í flutningi á þriðjudaginn. Við vitum ekki hvort að Landsréttur muni breyta þeirri dagsetningu og hvort sú aðalmeðferð fellur niður. Þetta er mikil óvissa. Lögmenn tala saman og menn bera saman bækur sínar og það er alls staðar sama sagan, að minnsta kosti hjá lögmönnum sem eru í sakamálunum, að viðskiptavinir eru farnir að banka upp á og tékka á hvort að dómar sem hafi gengið, og er ekki búið að afplána, hvort að möguleiki sé að óska eftir endurupptöku á þeim málum. Þetta er það sem þeir sem starfa sem verjendur eru að skoða þessa stundina,“ segir Sveinn Andri. Sigríður Andersen sagðist ætla að stíga tímabundið til hliðar á blaðamannafundi fyrr í dag.Vísir/Vilhelm Gild sjónarmið Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, velti því upp í gær hvort að skipa þyrfti alla dómarana við Landsrétt upp á nýtt, eftir dóm. Sveinn Andri segir þetta góð og gild sjónarmið sem þar komi fram og eitthvað sem þurfi að skoða. „Það er niðurstaða Mannréttindadómstólsins, sem er mjög rökrétt, að það hefði ekki verið lagaheimild til að greiða atkvæði um alla [dómarana] í einu. Það hefði þurft að kjósa um hvern og einn og þar með og þar með eru þeir ekki kosnir í Landsrétt lögum samkvæmt. Þetta er alveg „valid“ [í. gild] sjónarmið að það þurfi að endurskipuleggja þetta. En „bottom line“ [í. aðalatriðið] er að það er algerlega fráleitt að ætla að una þessu ástandi í eitt, tvö ár á meðal einhver efri deild er að skoða málið. Það kemur ekki til greina að áfrýja þessum úrskurði og setja málið á eitthvað „hold“ [í. bið] og áfram í óvissu.“ Hann segir að stjórnvöld þurfi nú að einhenda sér í að koma lagi á þessi mál. Óvissan sé óviðunandi.Hlusta má á viðtalið við Svein Andra í heild sinni að neðan. Dómstólar Landsréttarmálið Reykjavík síðdegis Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segir ófremdarástand ríkja í landinu eins og staðan er í dag þar sem ekkert áfrýjunarstig sé í landinu. Þá segist hann hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. Sveinn Andri var gestur í Reykjavík síðdegis þar sem hann ræddi afsögn Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra og stöðuna í íslensku réttarkerfi í kjölfar dóms Mannréttindadómstólsins. „Þetta eru skilaboð frá Mannréttindadómstólnum um það að stjórnmálamenn eigi að hafa sem allra, allra minnsta aðkomu að því að skipa dómara,“ segir Sveinn Andri. Ekkert áfrýjunarstig Lögmaðurinn segir ófremdarstand ríkja þar sem ekkert áfrýjunarstig sé í landinu. „Landsréttur hefur tilkynnt að það verði ekki kveðnir upp neinir dómar eða úrskurðir. Það leiðir auðvitað til ákveðinna akútvandamála vegna þess að það er ekki bara verið að áfrýja þarna dómum, það er verið að kæra til réttarins alls kyns úrskurði sem þurfa hraða afgreiðslu. Að því leyti er þetta ófremdarástand. Svo er ákveðin óvissa um mál sem eru á dagskrá réttarins framundan. Við erum nokkrir kollegar með eitt mál í flutningi á þriðjudaginn. Við vitum ekki hvort að Landsréttur muni breyta þeirri dagsetningu og hvort sú aðalmeðferð fellur niður. Þetta er mikil óvissa. Lögmenn tala saman og menn bera saman bækur sínar og það er alls staðar sama sagan, að minnsta kosti hjá lögmönnum sem eru í sakamálunum, að viðskiptavinir eru farnir að banka upp á og tékka á hvort að dómar sem hafi gengið, og er ekki búið að afplána, hvort að möguleiki sé að óska eftir endurupptöku á þeim málum. Þetta er það sem þeir sem starfa sem verjendur eru að skoða þessa stundina,“ segir Sveinn Andri. Sigríður Andersen sagðist ætla að stíga tímabundið til hliðar á blaðamannafundi fyrr í dag.Vísir/Vilhelm Gild sjónarmið Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, velti því upp í gær hvort að skipa þyrfti alla dómarana við Landsrétt upp á nýtt, eftir dóm. Sveinn Andri segir þetta góð og gild sjónarmið sem þar komi fram og eitthvað sem þurfi að skoða. „Það er niðurstaða Mannréttindadómstólsins, sem er mjög rökrétt, að það hefði ekki verið lagaheimild til að greiða atkvæði um alla [dómarana] í einu. Það hefði þurft að kjósa um hvern og einn og þar með og þar með eru þeir ekki kosnir í Landsrétt lögum samkvæmt. Þetta er alveg „valid“ [í. gild] sjónarmið að það þurfi að endurskipuleggja þetta. En „bottom line“ [í. aðalatriðið] er að það er algerlega fráleitt að ætla að una þessu ástandi í eitt, tvö ár á meðal einhver efri deild er að skoða málið. Það kemur ekki til greina að áfrýja þessum úrskurði og setja málið á eitthvað „hold“ [í. bið] og áfram í óvissu.“ Hann segir að stjórnvöld þurfi nú að einhenda sér í að koma lagi á þessi mál. Óvissan sé óviðunandi.Hlusta má á viðtalið við Svein Andra í heild sinni að neðan.
Dómstólar Landsréttarmálið Reykjavík síðdegis Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira