Fótbolti

Fjórum sinnum fleiri ensk lið á lífi í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk fagnar marki sínu í gær.
Virgil van Dijk fagnar marki sínu í gær. Getty/Craig Mercer
Spánverjar hafa fjölmennt í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar undanfarin ár en í ár eru breyttir tímar í bestu deild í heimi.

Liverpool varð í gær fjórða enska liðið til að komast í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og England á því helming liðanna í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin á morgun.

Þetta er í fyrsta sinn í áratug eða síðan tímabilið 2008-09 þar sem fjögur ensk lið komast svona langt í keppninni en sem dæmi var ekkert enskt lið í átta liða úrslitunum 2013 og 2015.





England er líka eina þjóðin sem á fleira en eitt lið í pottinum á morgun en það eru fjórum sinnum fleiri lið frá Englandi en frá öðrum þjóðum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2019.

Hin fjögur liðin koma frá Spáni, Ítalíu, Hollandi og Portúgal. Hvorki Þýskaland né Frakkland á lið ennþá á lífi í keppninni.

Þetta er enn fremur í fyrsta sinn í átta ár sem Spánn á ekki flest lið meðal þeirra átta bestu í Meistaradeildinni.

Þjóðir með flest lið í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar:

2018-19: England 4

2017-18: Spánn 3

2016-17: Spánn 3

2015-16: Spánn 3

2014-15: Spánn 3

2013-14: Spánn 3

2012-13: Spánn 3

2011-12: Spánn 2

2010-11: England 3

2009-10: England 2, Frakkland 2

2008-09: England 4

2007-08: England 4

Ensk félög í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar

2018-19: 4 (Manchester City, Liverpool, Manchester United og Tottenham)

2017-18: 2 (Liverpool og Manchester City)

2016-17: 1 (Leicester City)

2015-16: 1 (Manchester City)

2014-15: Ekkert

2013-14: 2 (Manchester United og Chelsea)

2012-13: Ekkert

2011-12: 1 (Chelsea)

2010-11: 3 (Manchester United, Chelsea og Tottenham)

2009-10: 2 (Manchester United og Arsenal)

2008-09: 4 (Liverpool, Manchester United, Arsenal og Chelsea)

2007-08: 4 (Manchester United, Liverpool, Arsenal og Chelsea)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×