Fótbolti

Fjórum sinnum fleiri ensk lið á lífi í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk fagnar marki sínu í gær.
Virgil van Dijk fagnar marki sínu í gær. Getty/Craig Mercer

Spánverjar hafa fjölmennt í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar undanfarin ár en í ár eru breyttir tímar í bestu deild í heimi.

Liverpool varð í gær fjórða enska liðið til að komast í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og England á því helming liðanna í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin á morgun.

Þetta er í fyrsta sinn í áratug eða síðan tímabilið 2008-09 þar sem fjögur ensk lið komast svona langt í keppninni en sem dæmi var ekkert enskt lið í átta liða úrslitunum 2013 og 2015.England er líka eina þjóðin sem á fleira en eitt lið í pottinum á morgun en það eru fjórum sinnum fleiri lið frá Englandi en frá öðrum þjóðum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2019.

Hin fjögur liðin koma frá Spáni, Ítalíu, Hollandi og Portúgal. Hvorki Þýskaland né Frakkland á lið ennþá á lífi í keppninni.

Þetta er enn fremur í fyrsta sinn í átta ár sem Spánn á ekki flest lið meðal þeirra átta bestu í Meistaradeildinni.

Þjóðir með flest lið í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar:
2018-19: England 4
2017-18: Spánn 3
2016-17: Spánn 3
2015-16: Spánn 3
2014-15: Spánn 3
2013-14: Spánn 3
2012-13: Spánn 3
2011-12: Spánn 2
2010-11: England 3
2009-10: England 2, Frakkland 2
2008-09: England 4
2007-08: England 4

Ensk félög í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar
2018-19: 4 (Manchester City, Liverpool, Manchester United og Tottenham)
2017-18: 2 (Liverpool og Manchester City)
2016-17: 1 (Leicester City)
2015-16: 1 (Manchester City)
2014-15: Ekkert
2013-14: 2 (Manchester United og Chelsea)
2012-13: Ekkert
2011-12: 1 (Chelsea)
2010-11: 3 (Manchester United, Chelsea og Tottenham)
2009-10: 2 (Manchester United og Arsenal)
2008-09: 4 (Liverpool, Manchester United, Arsenal og Chelsea)
2007-08: 4 (Manchester United, Liverpool, Arsenal og Chelsea)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.