Innlent

Ekki búið að boða til þingflokksfundar hjá Sjálfstæðismönnum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins þurfa að vera í startholunum í dag og vera viðbúnir því að vera kallaðir á þingflokksfund með skömmum fyrirvara vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í dómsmálaráðuneytinu eftir að Sigríður Á. Andersen sagði af sér í gær.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins þurfa að vera í startholunum í dag og vera viðbúnir því að vera kallaðir á þingflokksfund með skömmum fyrirvara vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í dómsmálaráðuneytinu eftir að Sigríður Á. Andersen sagði af sér í gær.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins þurfa að vera í startholunum í dag og vera viðbúnir því að vera kallaðir á þingflokksfund með skömmum fyrirvara vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í dómsmálaráðuneytinu eftir að Sigríður Á. Andersen sagði af sér í gær.

Þetta segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu. Hann gat ekki greint frá því hvað tæki við í dag fram að ríkisráðsfundi sem verður klukkan fjögur í dag vegna þess að menn séu enn að reyna að átta sig á því hvað sé raunhæfast að gera í stöðunni.

Nýr dómsmálaráðherra tekur við embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum klukkan 16 í dag eftir að Sigríður sagði af sér í gær í kjölfar Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. 

„Við erum bara í einhverri atburðarrás og erum að meta stöðuna. Það er ekki hægt að segja meira á þessari stundu,“ segir Birgir en aðspurður um hvernig hljóðið sé í þingflokknum svarar hann:

„Menn eru bara að meta þá stöðu sem er komin upp og eru allir að átta sig á því hvað er raunhæfast að gera í stöðunni. Staðan eins og hún er. Það má segja að fæst orð bera minnsta ábyrgð í því sambandi.“

En verður þú ráðherra?

„Það hefur ekkert verið rætt sérstaklega,“ segir Birgir sem bætir við að ekki sé búið að ákveða hver taki við sem dómsmálaráðherra.


Tengdar fréttir

Síðasti ríkisstjórnarfundur Sigríðar

Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu núna klukkan níu en um er að ræða síðasta ríkisstjórnarfund Sigríðar Á. Andersen, að minnsta kosti í bili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×