Innlent

Bóluefni komið á heilsugæslustöðvar

Birgir Olgeirsson skrifar
Ef fullorðið fólk hefur verið bólusett einu sinn er það nóg og það þarf ekki að koma í bólusetningu.
Ef fullorðið fólk hefur verið bólusett einu sinn er það nóg og það þarf ekki að koma í bólusetningu. Vísir/Vilhelm
Búið er að dreifa 6. 500 skömmtum af bóluefni gegn mislingum til heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og því hægt að hefja bólusetningar að nýju.

Fyrirkomulagið verður þannig að bólusett verður á opnum móttökum heilsugæslustöðvanna frá klukkan 8:00 til 15:00 alla virka daga. Ekki þarf að panta tíma en verið viðbúin að það gæti verið einhver bið. Fullorðnir borga komugjald en enginn greiðir fyrir bóluefnið.

Næstu daga verður áfram lögð áhersla á forgangshópana:

  • Börn 6 - 18 mánaða
  • Fullorðna fædda 1970 eða síðar, sem ekki hafa fengið mislinga og ekki verið bólusettir svo vitað sé
  • Svo verður öðrum óbólusettum boðið að koma í bólusetningu. Það verður kynnt þegar þar að kemur.
Ef fullorðið fólk hefur verið bólusett einu sinn er það nóg og það þarf ekki að koma í bólusetningu. Fólk með eina bólusetningu er varið í 93% tilfella en fólk með tvær bólusetningar er varið í 97% tilfella. Heilsugæslustöðvar eru yfirleitt ekki í aðstöðu til að fletta upp eldri bólusetningum, þannig að við getum ekki svarað spurningum um hvort fólk er bólusett.  Allir eiga að hafa fengið blá bólusetningakort sem leynast gjarnan á góðum stað í skúffum foreldra.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×