Erlent

Bein útsending: Þrír geimfarar sendir til geimstöðvarinnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Soyuz eldflaugin á skotpallinum í Baikonour í Kasakstan.
Soyuz eldflaugin á skotpallinum í Baikonour í Kasakstan. Vísir/NASA

Uppfært: Geimskotið heppnaðist vel.

Geimförunum Christina Koch frá Bandaríkjunum, Alexey Ovchinin frá Rússlandi og Nick Hague frá Bandaríkjunum verður skotið á loft til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í kvöld. Þeim verður skotið á loft frá Baikonour í Kasakstan klukkan 19:15 og verður notast við hina rússnesku Soyuz eldflaug.

Þeim Ovchinin og Hague var skotið á loft frá Baikonour í október en það geimskot misheppnaðist og þurftu þeir að framkvæma neyðarlendingu úr 35 kílómetra hæð. Ovchinin er nú á leið í geiminn í þriðja sinn.

Fylgjast má með geimskotinu hér að neðan.

Nú eru þau Anne McClain frá Bandaríkjunum, Oleg Kononenko frá Rússlandi og David Saint-Jacques frá Kanada. Eftir að nýju geimförunum þremur verður skotið á loft mun það taka þau um sex klukkustundir að ferðast til geimstöðvarinnar og tveimur tímum eftir það verður þeim hleypt um borð.

Til stendur að framkvæma tvær geimgöngur í mánuðinum. Seinni gangan fer fram þann 29. mars og verður það í fyrsta sinn sem tvær konur fara saman í geimgöngu. Það verða þær Anne McClain og Christina Koch.

Christina Koch frá Bandaríkjunum, Alexey Ovchinin frá Rússlandi og Nick Hague frá Bandaríkjunum. Vísir/NASA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.