Enski boltinn

Fékk nýjan samning eftir að hafa skorað gegn Manchester United og Tottenham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Yan fagnar sigurmarkinu gegn Tottenham.
Yan fagnar sigurmarkinu gegn Tottenham. vísir/g

Yan Valery, hægri bakvörður Southampton, hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið sem heldur honum hjá félaginu til 2023.

Þessi tuttugu ára gamli hægri bakvörður hefur verið lykilmaður frá því að Ralph Hassenhutl tók við Southampton-liðinu og hefur hann gert vel undir stjórn Þjóðverjans.

Hann spilaði sinn fyrsta leik gegn Manchester United í janúar þar sem hann skoraði glæsilegt mark. Hann var svo aftur á skotskónum í endurkomunni gegn Tottenham um síðustu helgi.

„Framför Yan hefur verð frábær yfir síðustu mánuði. Honum hefur verið gefið traust af okkur og hann skilar til baka nákvæmlega því sem við viljum sjá. Hann er hugrakkur og trúir á sjálfan sig,“ sagði Hasenhuttl.

„Þetta er stórt skref. Þetta sýnir að félagið trúir á mig. Ég er mjög stoltur og glaður að skrifa undir hjá þessu félagi. Þetta er félagið sem gaf mér tækifæri,“ sagði strákurinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.