Fótbolti

7-0 sigur City kostaði hann starfið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tedesco á hliðarlínunni á þriðjudagskvöldið.
Tedesco á hliðarlínunni á þriðjudagskvöldið. vísir/getty

Schalke hefur rekið Domenico Tedesco úr stjórastól liðsins en liðið tilkynnti þetta í gær, tveimur dögum eftir að liðið hafði fengið skell gegn Manchester City.

Schalke tapaði 7-0 fyrir City í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en viðureignin endaði samtals 10-2. Niðurlægin fyrir þa þýsku.

Tapið gegn City var fimmta tap liðsins í röð og hefur liðið ekki unnið deildarleik síðan 20. janúar. Þeir eru komnir niður í fjórtánda sæti efstu deildarinnar í Þýskalandi.

„Ég hef ekki hugsað um það í eina sekúndu,“ sagði Tedesco eftir tapið er hann var aðspurður um hvort hann hefði hugsað af sér. Adam var ekki lengi í paradís og nú er hann atvinnulaus.

Hullk Steven og Mike Buskens, aðstoðarþjálfarar liðsins, stýra Schalke um helgina er orkudrykkja-liðið RB Leipzig kemur í heimsókn.


Tengdar fréttir

City niðurlægði Schalke

Manchester City vann fyrri leikinn 3-2 í Þýskalandi en þeir slógu upp veislu á Etihad í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.