Enski boltinn

Upphitun: United fer undir fljóðljósin í Wolverhampton

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það verður barist á tveimur vígstöðum í Englandi um helgina, fámenn umferð í ensku úrvalsdeildinni og 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar.

Aðeins þrír deildarleikir fara fram í dag og eru þeir allir klukkan 15:00.

Bournemouth tekur á móti Newcastle í miðjuslag, liðin sitja í 12. og 13. sætinu. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar taka á móti Leicester og West Ham fær botnlið Huddersfield í heimsókn.

Stóru liðin mæta til leiks á sunnudag. Liverpool sækir Fulham heim og Gylfi Þór Sigurðsson tekur á móti Maurizio Sarri og hans mönnum í Chelsea.

Hádegisleikur dagsins er í bikarnum, það er viðureign Watford og Crystal Palace á Vicarage Road. Watford hefur gert vel í deildinni í vetur og góður árangur í bikarnum myndi kóróna frábæran árangur þeirra.

Manchester City fer til Wales og sækir B-deildarlið Swansea heim í leik sem lærisveinar Pep Guardiola eiga að rúlla upp á pappírnum.

Dagurinn klárast svo á kvöldleik, stærsta leik 8-liða úrslitanna, þegar Manchester United fer til Wolverhampton og mætir Úlfunum. Ole Gunnar Solskjær hefur ekki fengið auðveldustu leiðina í bikarkeppninni en hans menn eru nú þegar búinir að slá út Chelsea og Arsenal. Í kvöld mæta þeir svo hæst skrifaðasta liðinu sem eftir er í keppninni fyrir utan þá sjálfa og Englandsmeistarana.

8-liða úrslitin klárast svo á morgun með leik Millwall og Brighton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×