Enski boltinn

Upphitun: United fer undir fljóðljósin í Wolverhampton

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Það verður barist á tveimur vígstöðum í Englandi um helgina, fámenn umferð í ensku úrvalsdeildinni og 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar.

Aðeins þrír deildarleikir fara fram í dag og eru þeir allir klukkan 15:00.

Bournemouth tekur á móti Newcastle í miðjuslag, liðin sitja í 12. og 13. sætinu. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar taka á móti Leicester og West Ham fær botnlið Huddersfield í heimsókn.

Stóru liðin mæta til leiks á sunnudag. Liverpool sækir Fulham heim og Gylfi Þór Sigurðsson tekur á móti Maurizio Sarri og hans mönnum í Chelsea.

Hádegisleikur dagsins er í bikarnum, það er viðureign Watford og Crystal Palace á Vicarage Road. Watford hefur gert vel í deildinni í vetur og góður árangur í bikarnum myndi kóróna frábæran árangur þeirra.

Manchester City fer til Wales og sækir B-deildarlið Swansea heim í leik sem lærisveinar Pep Guardiola eiga að rúlla upp á pappírnum.

Dagurinn klárast svo á kvöldleik, stærsta leik 8-liða úrslitanna, þegar Manchester United fer til Wolverhampton og mætir Úlfunum. Ole Gunnar Solskjær hefur ekki fengið auðveldustu leiðina í bikarkeppninni en hans menn eru nú þegar búinir að slá út Chelsea og Arsenal. Í kvöld mæta þeir svo hæst skrifaðasta liðinu sem eftir er í keppninni fyrir utan þá sjálfa og Englandsmeistarana.

8-liða úrslitin klárast svo á morgun með leik Millwall og Brighton.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.