Enski boltinn

„Van Dijk er með veikleika sem enginn í deildinni hefur séð“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ryan Babel og Virgil van Dijk eru samherjar í hollenska landsliðinu
Ryan Babel og Virgil van Dijk eru samherjar í hollenska landsliðinu vísir/getty
Liverpool ætti að fara aftur á toppinn á ensku úrvalsdeildina áður en helgin er úti, Manchester City á ekki leik um helgina og andstæðingur Liverpool er í fallsæti.

Liverpool sækir Fulham heim á Craven Cottage á sunnudaginn. Liverpool er búið að vera í toppbaráttu allt tímabilið á meðan Fulham er svo gott sem fallið, 13 stigum frá öruggu sæti þegar 8 leikir eru eftir.

Ryan Babel ætlar þó að gera sitt til þess að lið Fulham nái að standa í Liverpool og hann segist vita hver veikleiki Virgil van Dijk sé, enda séu þeir samherjar hjá hollenska landsliðinu.

„Virgil hefur þróast mikið síðustu ár. Ég held hann geti orðið um 30 prósent betri, mér finnst hann bara vera að spila á 70 prósentum,“ sagði Babel í ítarlegu viðtali við The Times.

„Hann er með veikleika. Ég vil ekki segja hver hann er því ég held að enginn í úrvalsdeildinni hafi áttað sig á honum.“

Babel eyddi þremur og hálfu ári hjá Liverpool en hann kom til liðsins árið 2007 eftir að hafa skotist upp á sjónarsviðið sem ungstirni hjá Ajax.

„Ég er aðeins veikur fyrir Liverpool og ég vil að þeir verði meistarar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×