Erlent

SÞ stefna að minni plastnotkun árið 2030

Andri Eysteinsson skrifar
Sameinuðu Þjóðirnar vilja að jarðarbúar minnki plastnotkun sína fyrir árið 2030.
Sameinuðu Þjóðirnar vilja að jarðarbúar minnki plastnotkun sína fyrir árið 2030. Getty/Yegor Aleyev
Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt að ríki heims skuli draga verulega úr plastnotkun sinni fyrir árið 2030. Samþykktin var niðurstaða umhverfisráðstefnu SÞ í Naíróbí, höfuðborg Kenía.

Samþykktin sneri í upphafi að því að stefna að því að notkun einnota plasthluta yrði hætt með öllu árið 2025 en samkvæmt frétt BBC settu nokkur ríki, eins og Bandaríkin, Kúba og Sádí-Arabía, sig upp á móti því.

Siim Kiisler, umhverfisráðherra Eistlands sagði áður en atkvæðagreiðsla hófst, að erfitt væri að komast að niðurstöðu sem öll aðildarríki gætu sætt sig við. Kiisler kallaði líka eftir því að alvöru ákvarðanir yrðu teknar í umhverfismálum.

Auk samþykktar um minni notkun á plasti voru samþykktir sem sneru að matarsóun og aukinni samvinnu samþykktir á ráðstefnunni í Naíróbí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×