Enski boltinn

Sjáðu dramatíkina í enska í gær

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Chicharito var hetja West Ham
Chicharito var hetja West Ham vísir/getty
Það voru fáir leikir en nóg af mörkum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Fjórtán mörk voru skoruð í leikjunum þremur sem voru á dagskrá.

Vegna 8-liða úrslita ensku bikarkeppninnar er í raun bara hálf umferð í úrvalsdeildinni spiluð um helgina og það fóru þrír leikir fram í dag. Dramatíkin var allsráðandi en í öllum þremur leikjunum réðust leikirnir á marki á lokamínútunum.

Sjö mörk voru skoruð á London Stadium þar sem West Ham sigraði botnlið Huddersfield.

Varamaðurinn Javier Hernandez var hetja West Ham en hann skoraði tvö síðustu mörkin eftir að Hamrarnir höfðu lent 3-1 undir í leiknum sem endaði 4-3.

Leicester spiluðu rúmlega áttatíu mínútur einum manni færri gegn Burnley eftir að Harry Maguire var sendur í sturtu á 4. mínútu eftir brot á Jóhanni Berg Guðmundssyni.

Þrátt fyrir það náði Leicester að fara með 2-1 sigur en Wes Morgan skoraði sigurmarkið á 90. mínútu.

Matt Ritchie tryggði Newcastle stig gegn Bournemouth í Bournemouth en hann jafnaði leikinn í 2-2 á fjórðu mínútu uppbótartíma.

Öll mörkin og helstu atvik úr leikjunum þremur má sjá hér að neðan.

West Ham - Huddersfield 4-3
Klippa: FT West Ham 4 - 3 Huddersfield
Burnley - Leicester 1-2
Klippa: FT Burnley 1 - 2 Leicester
Bournemouth - Newcastle 2-2
Klippa: FT Bournemouth 2 - 2 Newcastle



Fleiri fréttir

Sjá meira


×