Enski boltinn

„Fyrri hálfleikurinn sá besti á tímabilinu“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sarri skilur ekki hvað gerðist í seinni hálfleik
Sarri skilur ekki hvað gerðist í seinni hálfleik vísir/getty
Maurizio Sarri efast um andlegu hliðina hjá leikmönnum sínum eftir tap gegn Everton í gær.

Chelsea var með yfirhöndina á Goodison Park fyrsta hálftíman en náði ekki að skora mark. Í seinni hálfleik var hins vegar allt annað að sjá til liðsins og Everton fór með 2-0 sigur.

„Við spiluðum líklega bestu 45 mínútur tímabilsins og svo allt í einu í upphafi seinni hálfleiks þá hættum við að spila. Ég veit ekki afhverju,“ sagði Sarri eftir leikinn.

Tapið setur skarð í vonir Chelsea um að ná fjórða sætinu í ensku úrvalsdeildinni, þeir eru þremur stigum á eftir Arsenal í fjórða sætinu þegar bæði lið eiga átta leiki eftir.

„Það er augljóst að þetta var ekkert líkamlegt, þá ferðu hægt og rólega niður, ekki á einni sekúndu. Þetta var einhver andleg stífla.“

„Við stjórnuðum leiknum og spiluðum mjög vel en í staðinn fyrir að halda því áfram þá vörðumst við ekkert í seinni hálfleik. Við skiptum um leikkerfi en ekkert breyttist því vandamálið var andlegt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×