Faðir brimbrettarokksins látinn Birgir Olgeirsson skrifar 17. mars 2019 21:29 Dick Dale var mikill brautryðjandi í tónlist. Vísir/Getty Bandaríski gítarleikarinn Dick Dale er látinn 81 árs að aldri. Dale var frumkvöðull í gítarleik en hann á að baki einn þekktasta smell brimbrettarokksins svokallaða, lagið Misirlou. Greint er frá andláti hans á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar kemur fram að hann hafi dáið í gærkvöldi. Hann fæddist árið 1937 og var nefndur Richard Anthony Monsour af foreldrum sínum. Dale var undir miklum áhrifum af uppruna sínum frá miðausturlöndunum og þróaði þannig sérstakan gítarhljóm sinn ásamt því að bæta við votum endurómi. Það hvernig hann sló strengina þótti einnig einstakt þegar hann ruddist fram á sjónarsviðið en hann sló gítarstrengina á miklum hraða eins og heyrist hvað best í laginu Misirlou.Árið 2011 sagði hann í viðtali við Miami New Times að villtur trommuleikur Gene Krupa ásamt öskrum dýra og sú tilfinning að vera í sjónum hafi haft áhrif á hvernig hljómur hans þróaðist. Fimmta smáskífan hans, Let´s Go Trippin sem kom út árið 1961, er af mörgum talin vera upphaf brimbrettarokks án söngs. Hljómsveitin The Beach Boys leiddi síðan seinni bylgju brimbrettarokksins með sönglögum sínum. Dale sagði eitt sinn frá því að Frank Sinatra hefði boðist til að gerast umboðsmaður hans en Dale hafnaði boðinu sökum þess að Sinatra vildi fá 90 prósent af tekjum hans. Hann tók virkan þátt í þróun Fender Stratacaster-gítarsins en allt sem kom úr smiðju Leo Fender var borið undir Dale. Rifjaði Dale upp að Leo Fender hefði haldið því fram að ef gítararnir þoldu barsmíðarnar frá Dale þá gætu þeir þolað allt. Lagið Misirlou er í grunninn grískt þjóðlag sem Dale einfaldlega hraðaði til muna og sló í gegn árið 1962. Árið 1994 notaði leikstjórinn Quentin Tarantino lagið í byrjun myndarinnar Pulp Fiction. Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Bandaríski gítarleikarinn Dick Dale er látinn 81 árs að aldri. Dale var frumkvöðull í gítarleik en hann á að baki einn þekktasta smell brimbrettarokksins svokallaða, lagið Misirlou. Greint er frá andláti hans á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar kemur fram að hann hafi dáið í gærkvöldi. Hann fæddist árið 1937 og var nefndur Richard Anthony Monsour af foreldrum sínum. Dale var undir miklum áhrifum af uppruna sínum frá miðausturlöndunum og þróaði þannig sérstakan gítarhljóm sinn ásamt því að bæta við votum endurómi. Það hvernig hann sló strengina þótti einnig einstakt þegar hann ruddist fram á sjónarsviðið en hann sló gítarstrengina á miklum hraða eins og heyrist hvað best í laginu Misirlou.Árið 2011 sagði hann í viðtali við Miami New Times að villtur trommuleikur Gene Krupa ásamt öskrum dýra og sú tilfinning að vera í sjónum hafi haft áhrif á hvernig hljómur hans þróaðist. Fimmta smáskífan hans, Let´s Go Trippin sem kom út árið 1961, er af mörgum talin vera upphaf brimbrettarokks án söngs. Hljómsveitin The Beach Boys leiddi síðan seinni bylgju brimbrettarokksins með sönglögum sínum. Dale sagði eitt sinn frá því að Frank Sinatra hefði boðist til að gerast umboðsmaður hans en Dale hafnaði boðinu sökum þess að Sinatra vildi fá 90 prósent af tekjum hans. Hann tók virkan þátt í þróun Fender Stratacaster-gítarsins en allt sem kom úr smiðju Leo Fender var borið undir Dale. Rifjaði Dale upp að Leo Fender hefði haldið því fram að ef gítararnir þoldu barsmíðarnar frá Dale þá gætu þeir þolað allt. Lagið Misirlou er í grunninn grískt þjóðlag sem Dale einfaldlega hraðaði til muna og sló í gegn árið 1962. Árið 1994 notaði leikstjórinn Quentin Tarantino lagið í byrjun myndarinnar Pulp Fiction.
Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira