Faðir brimbrettarokksins látinn Birgir Olgeirsson skrifar 17. mars 2019 21:29 Dick Dale var mikill brautryðjandi í tónlist. Vísir/Getty Bandaríski gítarleikarinn Dick Dale er látinn 81 árs að aldri. Dale var frumkvöðull í gítarleik en hann á að baki einn þekktasta smell brimbrettarokksins svokallaða, lagið Misirlou. Greint er frá andláti hans á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar kemur fram að hann hafi dáið í gærkvöldi. Hann fæddist árið 1937 og var nefndur Richard Anthony Monsour af foreldrum sínum. Dale var undir miklum áhrifum af uppruna sínum frá miðausturlöndunum og þróaði þannig sérstakan gítarhljóm sinn ásamt því að bæta við votum endurómi. Það hvernig hann sló strengina þótti einnig einstakt þegar hann ruddist fram á sjónarsviðið en hann sló gítarstrengina á miklum hraða eins og heyrist hvað best í laginu Misirlou.Árið 2011 sagði hann í viðtali við Miami New Times að villtur trommuleikur Gene Krupa ásamt öskrum dýra og sú tilfinning að vera í sjónum hafi haft áhrif á hvernig hljómur hans þróaðist. Fimmta smáskífan hans, Let´s Go Trippin sem kom út árið 1961, er af mörgum talin vera upphaf brimbrettarokks án söngs. Hljómsveitin The Beach Boys leiddi síðan seinni bylgju brimbrettarokksins með sönglögum sínum. Dale sagði eitt sinn frá því að Frank Sinatra hefði boðist til að gerast umboðsmaður hans en Dale hafnaði boðinu sökum þess að Sinatra vildi fá 90 prósent af tekjum hans. Hann tók virkan þátt í þróun Fender Stratacaster-gítarsins en allt sem kom úr smiðju Leo Fender var borið undir Dale. Rifjaði Dale upp að Leo Fender hefði haldið því fram að ef gítararnir þoldu barsmíðarnar frá Dale þá gætu þeir þolað allt. Lagið Misirlou er í grunninn grískt þjóðlag sem Dale einfaldlega hraðaði til muna og sló í gegn árið 1962. Árið 1994 notaði leikstjórinn Quentin Tarantino lagið í byrjun myndarinnar Pulp Fiction. Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Bandaríski gítarleikarinn Dick Dale er látinn 81 árs að aldri. Dale var frumkvöðull í gítarleik en hann á að baki einn þekktasta smell brimbrettarokksins svokallaða, lagið Misirlou. Greint er frá andláti hans á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar kemur fram að hann hafi dáið í gærkvöldi. Hann fæddist árið 1937 og var nefndur Richard Anthony Monsour af foreldrum sínum. Dale var undir miklum áhrifum af uppruna sínum frá miðausturlöndunum og þróaði þannig sérstakan gítarhljóm sinn ásamt því að bæta við votum endurómi. Það hvernig hann sló strengina þótti einnig einstakt þegar hann ruddist fram á sjónarsviðið en hann sló gítarstrengina á miklum hraða eins og heyrist hvað best í laginu Misirlou.Árið 2011 sagði hann í viðtali við Miami New Times að villtur trommuleikur Gene Krupa ásamt öskrum dýra og sú tilfinning að vera í sjónum hafi haft áhrif á hvernig hljómur hans þróaðist. Fimmta smáskífan hans, Let´s Go Trippin sem kom út árið 1961, er af mörgum talin vera upphaf brimbrettarokks án söngs. Hljómsveitin The Beach Boys leiddi síðan seinni bylgju brimbrettarokksins með sönglögum sínum. Dale sagði eitt sinn frá því að Frank Sinatra hefði boðist til að gerast umboðsmaður hans en Dale hafnaði boðinu sökum þess að Sinatra vildi fá 90 prósent af tekjum hans. Hann tók virkan þátt í þróun Fender Stratacaster-gítarsins en allt sem kom úr smiðju Leo Fender var borið undir Dale. Rifjaði Dale upp að Leo Fender hefði haldið því fram að ef gítararnir þoldu barsmíðarnar frá Dale þá gætu þeir þolað allt. Lagið Misirlou er í grunninn grískt þjóðlag sem Dale einfaldlega hraðaði til muna og sló í gegn árið 1962. Árið 1994 notaði leikstjórinn Quentin Tarantino lagið í byrjun myndarinnar Pulp Fiction.
Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira