Neville segir Liverpool græða á því að vera búið með leik meira en City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2019 10:00 Virgil van Dijk í leiknum á móti Fulham í gær. Getty/Marc Atkins Gary Neville þekkir það vel að verða enskur meistari frá sigursælum tíma sínum með Manchester United og hann kom með innlegg í umræðuna um titilbaráttu Manchester City og Liverpool í nýjasta pistli sínum fyrir Sky Sports. Liverpool vann 2-1 sigur á Fulham í gær og náði um leið tveggja stiga forskoti á Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City var að spila í bikarnum um helgina og deildarleik liðsins var því frestað. Liverpool verður á toppnum næstu vikurnar þar sem ekkert er spilað í ensku úrvalsdeildinni vegna landsleikjahlés. Manchester City á aftur móti þennan eina leik inni á Liverpool og getur náð toppsætinu aftur með sigri í honum.The fact Liverpool have played a game more than Manchester City is a good thing for their Premier League title hopes, says @Gnev2https://t.co/LMIpCFUcFkpic.twitter.com/jDrWy4j9rf — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 17, 2019„Sú staðreynd að Liverpool sé búið að spila einum leik meira en Manchester City er gott fyrir titilvonir liðsins,“ skrifaði Gary Neville. Manchester City vinnur ekki upp leikjamuninn fyrr en 24. apríl og það þarf líka að fresta öðrum leik hjá Manchester City vegna undanúrslitanna í enska bikarnum. „Liverpool gerir sér grein fyrir því að þetta var stór stund. Það munu koma upp tilfelli þar sem Liverpool tapar stigum á þessum lokakafla tímabilsins og sömuleiðis tel ég að Manchester City muni tapa stigum. Liverpool mátti bara ekki tapa stigum í þessum leik á móti Fulham,“ skrifaði Gary Neville. „Leikurinn sem Manchester City á inni á Liverpool er á útivelli á móti Manchester United, á Old Trafford. Hér er tækifæri fyrir Liverpool til að vera á toppnum næstu vikurnar því City á þennan leik inni til 24. apríl og svo bætast við flækjur vegna undanúrslitanna í bikarnum. Ég trúi því að þetta sé gott fyrir Liverpool,“ skrifaði Neville. „Liverpool varð bara að vinna þennan leik. Þetta var ekki það besta sem við höfum séð til liðsins en þeir voru að spila þennan leik í lok erfiðar viku sem hafði örugglega tekið mikið frá liðinu,“ skrifaði Neville. Liverpool hafði áður unnið Burnley og slegið Bayern München út úr Meistaradeildinni. „Fólki mun örugglega benda á það, ef þeir vinna hvorki deildina eða Meistaradeildina, að þetta sé enn eitt titlalausa árið. En liðið hefur orðið betra og betra á hverju ári. Þeir tóku síðan risastökk á þessu tímabili eftir kaupin á Virgil van Dijk og Alisson, skrifaði Neville. „Þeir gerðu báðir mistök í Fulham markinu en ég man ekki eftir að það hafi gerst áður. Þeir hafa verið frábærir allt tímabilið. Liverpool er alvöru lið núna. Það vill enginn mæta þeim. Þeir eru góðir varnarlega, með vinnualka inn á miðjunni og þrjá frammi sem geta skaðað þig,“ skrifaði Neville. Það má finna allan pistil hans með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Gary Neville þekkir það vel að verða enskur meistari frá sigursælum tíma sínum með Manchester United og hann kom með innlegg í umræðuna um titilbaráttu Manchester City og Liverpool í nýjasta pistli sínum fyrir Sky Sports. Liverpool vann 2-1 sigur á Fulham í gær og náði um leið tveggja stiga forskoti á Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City var að spila í bikarnum um helgina og deildarleik liðsins var því frestað. Liverpool verður á toppnum næstu vikurnar þar sem ekkert er spilað í ensku úrvalsdeildinni vegna landsleikjahlés. Manchester City á aftur móti þennan eina leik inni á Liverpool og getur náð toppsætinu aftur með sigri í honum.The fact Liverpool have played a game more than Manchester City is a good thing for their Premier League title hopes, says @Gnev2https://t.co/LMIpCFUcFkpic.twitter.com/jDrWy4j9rf — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 17, 2019„Sú staðreynd að Liverpool sé búið að spila einum leik meira en Manchester City er gott fyrir titilvonir liðsins,“ skrifaði Gary Neville. Manchester City vinnur ekki upp leikjamuninn fyrr en 24. apríl og það þarf líka að fresta öðrum leik hjá Manchester City vegna undanúrslitanna í enska bikarnum. „Liverpool gerir sér grein fyrir því að þetta var stór stund. Það munu koma upp tilfelli þar sem Liverpool tapar stigum á þessum lokakafla tímabilsins og sömuleiðis tel ég að Manchester City muni tapa stigum. Liverpool mátti bara ekki tapa stigum í þessum leik á móti Fulham,“ skrifaði Gary Neville. „Leikurinn sem Manchester City á inni á Liverpool er á útivelli á móti Manchester United, á Old Trafford. Hér er tækifæri fyrir Liverpool til að vera á toppnum næstu vikurnar því City á þennan leik inni til 24. apríl og svo bætast við flækjur vegna undanúrslitanna í bikarnum. Ég trúi því að þetta sé gott fyrir Liverpool,“ skrifaði Neville. „Liverpool varð bara að vinna þennan leik. Þetta var ekki það besta sem við höfum séð til liðsins en þeir voru að spila þennan leik í lok erfiðar viku sem hafði örugglega tekið mikið frá liðinu,“ skrifaði Neville. Liverpool hafði áður unnið Burnley og slegið Bayern München út úr Meistaradeildinni. „Fólki mun örugglega benda á það, ef þeir vinna hvorki deildina eða Meistaradeildina, að þetta sé enn eitt titlalausa árið. En liðið hefur orðið betra og betra á hverju ári. Þeir tóku síðan risastökk á þessu tímabili eftir kaupin á Virgil van Dijk og Alisson, skrifaði Neville. „Þeir gerðu báðir mistök í Fulham markinu en ég man ekki eftir að það hafi gerst áður. Þeir hafa verið frábærir allt tímabilið. Liverpool er alvöru lið núna. Það vill enginn mæta þeim. Þeir eru góðir varnarlega, með vinnualka inn á miðjunni og þrjá frammi sem geta skaðað þig,“ skrifaði Neville. Það má finna allan pistil hans með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn