„Við vitum það en núna er Mane sjálfur farinn að átta sig á því líka“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2019 11:30 Sadio Mane fagnar marki sínu í gær. Getty/Andrew Powell Sadio Mane hefur komið Liverpool til bjargar í markastíflu Mohamed Salah og Senegalinn skemmtilegi hefur þegar skorað níu deildarmörk á árinu 2019. Mohamed Salah hefur ekki skorað í sjö leikjum í röð og hefur aldrei þurft að bíða svona lengi eftir marki í búningi Liverpool. Sem betur fer fyrir Liverpool átti félagið annað markheppinn Afríkumann í sínu liði. Sadio Mane var enn á ný á skotskónum í gær þegar Liverpool endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-1 útisigri á Fulham. Mane skoraði fyrra markið og sigurmarkið kom síðan úr vítaspyrnu sem hann fiskaði. Sadio Mane hefur farið á kostum að undanförnu. Senegalinn er með 7 mörk í síðustu 5 leikjum sínum og ellefu mörk í síðustu ellefu leikjum. Markið í gær þýðir að Sadio Mane er búinn að ná Mohamed Salah á markalistanum en báðir eru með 17 deildarmörk og samtals 20 mörk í öllum keppnum. Hér fyrir neðan má sjá línurit yfir markaskor þeirra Mohamed Salah og Sadio Mane en þar má sjá hvernig Sadio Mane hefur unnið upp forskot Salah á síðustu vikum.Has Sadio Mane overtaken Salah as Liverpool's key man now? https://t.co/HHVdIqgY5Gpic.twitter.com/xg1T9v9Oin — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 17, 2019„Ég elska það sem hann gerir. Hann sættir sig aldrei við það að standa kyrr eftir að hann sendir boltann. Hann vill senda boltann og keyra síðan inn í teiginn. Þetta er bara maður sem er rauðglóandi þessa stundina,“ sagði Jamie Redknapp á Sky Sports. „Þetta er ekki bara sá heitasti í ensku úrvalsdeildinni því þetta er einn sá heitast í Evrópu,“ sagði Jamie Carragher um Mane og tölurnar bakka hann upp í því. Sadio Mane er kominn með níu deildarmörk á árinu 2019 en aðeins Sergio Aguero getur státað af því af leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni. „Hann er heldur ekki að taka neinar vítaspyrnur. Hinir markahæstu mennirnir í deildinni eins og Salah, Harry Kane og Aguero eru allir að skora úr vítum. Mane er samt þarna uppi við hlið þeirra,“ sagði Carragher. „Sadio er að komast á þann aldur þar sem leikurinn er orðinn léttari fyrir hann,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir leikinn á móti Fulham. „Hann þarf ekki lengur að sannfæra alla um það á hverjum degi að hann sé góður í fótbolta. Við vitum öll að hann er heimsklassa leikmaður og núna er hann sjálfur farinn að átta sig á því líka,“ sagði Klopp. „Miðað við hugarfar hans og vinnusemi þá ætti hann að eiga flottan feril, jafnvel betri en hann hefur átt hingað til. Það er því mjög spennandi fyrir stuðningsmenn Liverpool að sjá hann bæta sinn enn meira. Við þurfum á hans allra besta að halda,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira
Sadio Mane hefur komið Liverpool til bjargar í markastíflu Mohamed Salah og Senegalinn skemmtilegi hefur þegar skorað níu deildarmörk á árinu 2019. Mohamed Salah hefur ekki skorað í sjö leikjum í röð og hefur aldrei þurft að bíða svona lengi eftir marki í búningi Liverpool. Sem betur fer fyrir Liverpool átti félagið annað markheppinn Afríkumann í sínu liði. Sadio Mane var enn á ný á skotskónum í gær þegar Liverpool endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-1 útisigri á Fulham. Mane skoraði fyrra markið og sigurmarkið kom síðan úr vítaspyrnu sem hann fiskaði. Sadio Mane hefur farið á kostum að undanförnu. Senegalinn er með 7 mörk í síðustu 5 leikjum sínum og ellefu mörk í síðustu ellefu leikjum. Markið í gær þýðir að Sadio Mane er búinn að ná Mohamed Salah á markalistanum en báðir eru með 17 deildarmörk og samtals 20 mörk í öllum keppnum. Hér fyrir neðan má sjá línurit yfir markaskor þeirra Mohamed Salah og Sadio Mane en þar má sjá hvernig Sadio Mane hefur unnið upp forskot Salah á síðustu vikum.Has Sadio Mane overtaken Salah as Liverpool's key man now? https://t.co/HHVdIqgY5Gpic.twitter.com/xg1T9v9Oin — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 17, 2019„Ég elska það sem hann gerir. Hann sættir sig aldrei við það að standa kyrr eftir að hann sendir boltann. Hann vill senda boltann og keyra síðan inn í teiginn. Þetta er bara maður sem er rauðglóandi þessa stundina,“ sagði Jamie Redknapp á Sky Sports. „Þetta er ekki bara sá heitasti í ensku úrvalsdeildinni því þetta er einn sá heitast í Evrópu,“ sagði Jamie Carragher um Mane og tölurnar bakka hann upp í því. Sadio Mane er kominn með níu deildarmörk á árinu 2019 en aðeins Sergio Aguero getur státað af því af leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni. „Hann er heldur ekki að taka neinar vítaspyrnur. Hinir markahæstu mennirnir í deildinni eins og Salah, Harry Kane og Aguero eru allir að skora úr vítum. Mane er samt þarna uppi við hlið þeirra,“ sagði Carragher. „Sadio er að komast á þann aldur þar sem leikurinn er orðinn léttari fyrir hann,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir leikinn á móti Fulham. „Hann þarf ekki lengur að sannfæra alla um það á hverjum degi að hann sé góður í fótbolta. Við vitum öll að hann er heimsklassa leikmaður og núna er hann sjálfur farinn að átta sig á því líka,“ sagði Klopp. „Miðað við hugarfar hans og vinnusemi þá ætti hann að eiga flottan feril, jafnvel betri en hann hefur átt hingað til. Það er því mjög spennandi fyrir stuðningsmenn Liverpool að sjá hann bæta sinn enn meira. Við þurfum á hans allra besta að halda,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira