„Við vitum það en núna er Mane sjálfur farinn að átta sig á því líka“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2019 11:30 Sadio Mane fagnar marki sínu í gær. Getty/Andrew Powell Sadio Mane hefur komið Liverpool til bjargar í markastíflu Mohamed Salah og Senegalinn skemmtilegi hefur þegar skorað níu deildarmörk á árinu 2019. Mohamed Salah hefur ekki skorað í sjö leikjum í röð og hefur aldrei þurft að bíða svona lengi eftir marki í búningi Liverpool. Sem betur fer fyrir Liverpool átti félagið annað markheppinn Afríkumann í sínu liði. Sadio Mane var enn á ný á skotskónum í gær þegar Liverpool endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-1 útisigri á Fulham. Mane skoraði fyrra markið og sigurmarkið kom síðan úr vítaspyrnu sem hann fiskaði. Sadio Mane hefur farið á kostum að undanförnu. Senegalinn er með 7 mörk í síðustu 5 leikjum sínum og ellefu mörk í síðustu ellefu leikjum. Markið í gær þýðir að Sadio Mane er búinn að ná Mohamed Salah á markalistanum en báðir eru með 17 deildarmörk og samtals 20 mörk í öllum keppnum. Hér fyrir neðan má sjá línurit yfir markaskor þeirra Mohamed Salah og Sadio Mane en þar má sjá hvernig Sadio Mane hefur unnið upp forskot Salah á síðustu vikum.Has Sadio Mane overtaken Salah as Liverpool's key man now? https://t.co/HHVdIqgY5Gpic.twitter.com/xg1T9v9Oin — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 17, 2019„Ég elska það sem hann gerir. Hann sættir sig aldrei við það að standa kyrr eftir að hann sendir boltann. Hann vill senda boltann og keyra síðan inn í teiginn. Þetta er bara maður sem er rauðglóandi þessa stundina,“ sagði Jamie Redknapp á Sky Sports. „Þetta er ekki bara sá heitasti í ensku úrvalsdeildinni því þetta er einn sá heitast í Evrópu,“ sagði Jamie Carragher um Mane og tölurnar bakka hann upp í því. Sadio Mane er kominn með níu deildarmörk á árinu 2019 en aðeins Sergio Aguero getur státað af því af leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni. „Hann er heldur ekki að taka neinar vítaspyrnur. Hinir markahæstu mennirnir í deildinni eins og Salah, Harry Kane og Aguero eru allir að skora úr vítum. Mane er samt þarna uppi við hlið þeirra,“ sagði Carragher. „Sadio er að komast á þann aldur þar sem leikurinn er orðinn léttari fyrir hann,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir leikinn á móti Fulham. „Hann þarf ekki lengur að sannfæra alla um það á hverjum degi að hann sé góður í fótbolta. Við vitum öll að hann er heimsklassa leikmaður og núna er hann sjálfur farinn að átta sig á því líka,“ sagði Klopp. „Miðað við hugarfar hans og vinnusemi þá ætti hann að eiga flottan feril, jafnvel betri en hann hefur átt hingað til. Það er því mjög spennandi fyrir stuðningsmenn Liverpool að sjá hann bæta sinn enn meira. Við þurfum á hans allra besta að halda,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Sadio Mane hefur komið Liverpool til bjargar í markastíflu Mohamed Salah og Senegalinn skemmtilegi hefur þegar skorað níu deildarmörk á árinu 2019. Mohamed Salah hefur ekki skorað í sjö leikjum í röð og hefur aldrei þurft að bíða svona lengi eftir marki í búningi Liverpool. Sem betur fer fyrir Liverpool átti félagið annað markheppinn Afríkumann í sínu liði. Sadio Mane var enn á ný á skotskónum í gær þegar Liverpool endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-1 útisigri á Fulham. Mane skoraði fyrra markið og sigurmarkið kom síðan úr vítaspyrnu sem hann fiskaði. Sadio Mane hefur farið á kostum að undanförnu. Senegalinn er með 7 mörk í síðustu 5 leikjum sínum og ellefu mörk í síðustu ellefu leikjum. Markið í gær þýðir að Sadio Mane er búinn að ná Mohamed Salah á markalistanum en báðir eru með 17 deildarmörk og samtals 20 mörk í öllum keppnum. Hér fyrir neðan má sjá línurit yfir markaskor þeirra Mohamed Salah og Sadio Mane en þar má sjá hvernig Sadio Mane hefur unnið upp forskot Salah á síðustu vikum.Has Sadio Mane overtaken Salah as Liverpool's key man now? https://t.co/HHVdIqgY5Gpic.twitter.com/xg1T9v9Oin — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 17, 2019„Ég elska það sem hann gerir. Hann sættir sig aldrei við það að standa kyrr eftir að hann sendir boltann. Hann vill senda boltann og keyra síðan inn í teiginn. Þetta er bara maður sem er rauðglóandi þessa stundina,“ sagði Jamie Redknapp á Sky Sports. „Þetta er ekki bara sá heitasti í ensku úrvalsdeildinni því þetta er einn sá heitast í Evrópu,“ sagði Jamie Carragher um Mane og tölurnar bakka hann upp í því. Sadio Mane er kominn með níu deildarmörk á árinu 2019 en aðeins Sergio Aguero getur státað af því af leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni. „Hann er heldur ekki að taka neinar vítaspyrnur. Hinir markahæstu mennirnir í deildinni eins og Salah, Harry Kane og Aguero eru allir að skora úr vítum. Mane er samt þarna uppi við hlið þeirra,“ sagði Carragher. „Sadio er að komast á þann aldur þar sem leikurinn er orðinn léttari fyrir hann,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir leikinn á móti Fulham. „Hann þarf ekki lengur að sannfæra alla um það á hverjum degi að hann sé góður í fótbolta. Við vitum öll að hann er heimsklassa leikmaður og núna er hann sjálfur farinn að átta sig á því líka,“ sagði Klopp. „Miðað við hugarfar hans og vinnusemi þá ætti hann að eiga flottan feril, jafnvel betri en hann hefur átt hingað til. Það er því mjög spennandi fyrir stuðningsmenn Liverpool að sjá hann bæta sinn enn meira. Við þurfum á hans allra besta að halda,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira