Enski boltinn

Messan: Hjörvar og Gunnleifur rifust um markið sem Liverpool fékk á sig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Babel skorar hér markið sitt eftir mistök Alisson Becker og Virgil van Dijk.
Ryan Babel skorar hér markið sitt eftir mistök Alisson Becker og Virgil van Dijk. Getty/Marc Atkins
Messustrákarnir voru ekki sammála um aðalsökudólginn í marki sem hefði getað orðið Liverpool dýrkeypt í titilbaráttunni. Svo varð þó ekki en markið var samt tilefni deilna í Messunni í gær.

Liverpool lenti í vandræðum á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar stór varnarmistök færðu Fulham jöfnunarmark á silfurfati.

Hjörvar Hafliðason og Gunnleifur Gunnleifsson eru báðir markverðir en þeir voru samt sem ekki sammála um það hvor átti meiri sök á markinu Alisson Becker, markvörður Liverpool, eða varnarmaðurinn Virgil van Dijk.

Hjörvar setti skuldina á Alisson Becker og fannst að brasilíski markvörðurinn hafi átt möguleika á að komast í boltann og þá annaðhvort kýla hann í burtu eða grípa hann.

„Þetta er Van Dijk að kenna því hann sér hvar markvörðurinn er staðsettur,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson og bætti við: „Hann á að skalla boltann fastar eða bara upp í loftið,“ sagði Gunnleifur.

Hjörvar var ekki sammála. „Alisson á bara að kasta sér á þetta.,“ sagði Hjörvar en Gunnleifur greip strax inn í.

„Hann á ekki að þurfa að kasta sér á neitt þarna,“ sagði Gunnleifur.

Hjörvar notar sjónarhornið fyrir aftan markið til að styðja sitt mál um að Alisson Becker hafi haft tækifæri til að koma út úr markinu og taka boltann.

Það má sjá allt rifrildi Hjörvars og Gunnleifs um markið með því að smella á myndbandið hér fyrir neðan.



Klippa: Messan: Hvort var þetta Alisson eða Van Dijk að kenna?



Fleiri fréttir

Sjá meira


×