Enski boltinn

Messan: Staðan á City er Liverpool að þakka

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
James Milner skoraði sigurmarkið gegn Fulham um helgina
James Milner skoraði sigurmarkið gegn Fulham um helgina Vísir/getty
Liverpool er komið aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Sérfræðingar Messunnar á Stöð 2 Sport ræddu titilbaráttuna.

Liverpool er með tveggja stiga forskot á toppnum en City á leik til góða og er með betri markatölu.

„Auðvitað er pressa, þetta verður bara til loka. Þeir ætla að rembast við þetta, Liverpool,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson.

„Þetta verður bara frábært. Ég held það sé eitt sem menn verða að átta sig á. Sjáið standardinn á Manchester City. Ég vil meina að það sé Liverpool að þakka því að City missti flugið á þessum tíma í fyrra,“ sagði Hjörvar Hafliðason.

„Liverpool er þarna í andlitinu á þeim og heldur þeim á tánum í hverjum einasta leik. Vonandi verður þetta bara fram á síðustu sekúndu.“

Alla umræðuna má sjá hér að neðan.



Klippa: Messan: Pressa í titilbaráttunni allt til loka



Fleiri fréttir

Sjá meira


×