Sigurlíkur Liverpool hækkuðu með sigrinum á Fulham en þó ekki mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2019 21:30 Andrew Robertson og félagar í Liverpool hækkuðu líkur sínar á enska meistaratitlinum með sigrinum á Fulham. Getty/Simon Stacpoole Liverpool situr í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í landsleikjahléinu eftir sigur liðsins á CravenCottage á sunnudaginn.Liverpool slapp með skrekkinn í seinni hálfleiknum á móti Fulham, tók þrjú dýrmæt stig með sér heim og endaði þá erfiða en mjög góða viku hjá liðinu. Liverpool vann þá tvo deildarleiki og komast áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á einni viku.ManchesterCity hafði endurheimt toppsætið en hefur nú leikið leik færra en Liverpool. City fær því tækifæri til að komast aftur á toppinn en þarf samt að bíða fram til 24. apríl til að spila leikinn á móti ManchesterUnited á OldTrafford sem var frestað í gær. Bikarkeppnin gæti safnað upp einhverjum leikjum hjá City en gott gengi lærisveina PepGuardiola í enska bikarnum þyðir að Liverpool og ManchesterCity verða ekki með jafnmarga leiki fyrr en alveg í blálok tímabilsins. Bandaríska tölfræðisíðan Fivethirtyeight fylgist vel með öllum sigurlíkum í helstu íþróttakeppnum heims og þar er enska úrvalsdeildin ekki undanskilin.Our Club Soccer Predictions: https://t.co/Up3E3rvKuP — FiveThirtyEight (@FiveThirtyEight) March 17, 2019Fólkið á Fivethirtyeight hefur nú uppfært líkurnar á titli eftir úrslit helgarinnar og þar náði Liverpool að hækka sigurlíkur sínar en þó bara um eitt prósent. Liðið er þó á leið í rétta átt í fyrsta sinn í þó nokkurn tíma. Sigurlíkur ManchesterCity er enn 66 prósent þrátt fyrir að liðið sé ekki lengur í efsta sætinu. Það þýðir að sigurlíkur Liverpool eru nú 34 prósent en voru 33 prósent fyrir leikinn á móti Fulham. Það hefur þó ekki verið gaman fyrir stuðningsmenn Liverpool að fylgjast með þessum sigurlíkum að undanförnu enda hafa þær hrunið hjá Liverpool liðinu á sama tíma og liðið hefur hikstað í sínum leikjum.Liverpool var þannig með 78% líkur á að vinna enska meistaratitilinn 2. janúar síðastliðinn og fór í fyrsta sinn aðniður fyrir 50 prósent einum mánuði og tíu dögum síðar. Hér fyrir neðan má sjá hvernig líkur Liverpool á að vinna enska titilinn í fyrsta sinn í 29 ár hafa þróast undanfarna þrjá mánuði.Svona hafa sigurlíkur Liverpool þróast á árinu 2019:Sigurlíkurnar í dag: 34% (ManchesterCity 66%) Fyrir leiki helgarinnar: 33% (City 67%) 6. mars: 35% (City 65%) 27. febrúar: 50% (City 49%) 20. febrúar: 52% (City 47%) 13. febrúar: 49% (City 49%) 6. febrúar: 57% (City 40%) 30. janúar: 74% (City 24%) 20. janúar: 71% (City 29%) 14. janúar: 75% (City 24%) 3. janúar: 72% (City 25%) 2. janúar: 78% (City 19%) Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Liverpool situr í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í landsleikjahléinu eftir sigur liðsins á CravenCottage á sunnudaginn.Liverpool slapp með skrekkinn í seinni hálfleiknum á móti Fulham, tók þrjú dýrmæt stig með sér heim og endaði þá erfiða en mjög góða viku hjá liðinu. Liverpool vann þá tvo deildarleiki og komast áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á einni viku.ManchesterCity hafði endurheimt toppsætið en hefur nú leikið leik færra en Liverpool. City fær því tækifæri til að komast aftur á toppinn en þarf samt að bíða fram til 24. apríl til að spila leikinn á móti ManchesterUnited á OldTrafford sem var frestað í gær. Bikarkeppnin gæti safnað upp einhverjum leikjum hjá City en gott gengi lærisveina PepGuardiola í enska bikarnum þyðir að Liverpool og ManchesterCity verða ekki með jafnmarga leiki fyrr en alveg í blálok tímabilsins. Bandaríska tölfræðisíðan Fivethirtyeight fylgist vel með öllum sigurlíkum í helstu íþróttakeppnum heims og þar er enska úrvalsdeildin ekki undanskilin.Our Club Soccer Predictions: https://t.co/Up3E3rvKuP — FiveThirtyEight (@FiveThirtyEight) March 17, 2019Fólkið á Fivethirtyeight hefur nú uppfært líkurnar á titli eftir úrslit helgarinnar og þar náði Liverpool að hækka sigurlíkur sínar en þó bara um eitt prósent. Liðið er þó á leið í rétta átt í fyrsta sinn í þó nokkurn tíma. Sigurlíkur ManchesterCity er enn 66 prósent þrátt fyrir að liðið sé ekki lengur í efsta sætinu. Það þýðir að sigurlíkur Liverpool eru nú 34 prósent en voru 33 prósent fyrir leikinn á móti Fulham. Það hefur þó ekki verið gaman fyrir stuðningsmenn Liverpool að fylgjast með þessum sigurlíkum að undanförnu enda hafa þær hrunið hjá Liverpool liðinu á sama tíma og liðið hefur hikstað í sínum leikjum.Liverpool var þannig með 78% líkur á að vinna enska meistaratitilinn 2. janúar síðastliðinn og fór í fyrsta sinn aðniður fyrir 50 prósent einum mánuði og tíu dögum síðar. Hér fyrir neðan má sjá hvernig líkur Liverpool á að vinna enska titilinn í fyrsta sinn í 29 ár hafa þróast undanfarna þrjá mánuði.Svona hafa sigurlíkur Liverpool þróast á árinu 2019:Sigurlíkurnar í dag: 34% (ManchesterCity 66%) Fyrir leiki helgarinnar: 33% (City 67%) 6. mars: 35% (City 65%) 27. febrúar: 50% (City 49%) 20. febrúar: 52% (City 47%) 13. febrúar: 49% (City 49%) 6. febrúar: 57% (City 40%) 30. janúar: 74% (City 24%) 20. janúar: 71% (City 29%) 14. janúar: 75% (City 24%) 3. janúar: 72% (City 25%) 2. janúar: 78% (City 19%)
Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira