Enski boltinn

Sigurlíkur Liverpool hækkuðu með sigrinum á Fulham en þó ekki mikið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrew Robertson og félagar í Liverpool hækkuðu líkur sínar á enska meistaratitlinum með sigrinum á Fulham.
Andrew Robertson og félagar í Liverpool hækkuðu líkur sínar á enska meistaratitlinum með sigrinum á Fulham. Getty/Simon Stacpoole
Liverpool situr í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í landsleikjahléinu eftir sigur liðsins á CravenCottage á sunnudaginn.

Liverpool slapp með skrekkinn í seinni hálfleiknum á móti Fulham, tók þrjú dýrmæt stig með sér heim og endaði þá erfiða en mjög góða viku hjá liðinu. Liverpool vann þá tvo deildarleiki og komast áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á einni viku.

ManchesterCity hafði endurheimt toppsætið en hefur nú leikið leik færra en Liverpool. City fær því tækifæri til að komast aftur á toppinn en þarf samt að bíða fram til 24. apríl til að spila leikinn á móti ManchesterUnited á OldTrafford sem var frestað í gær.

Bikarkeppnin gæti safnað upp einhverjum leikjum hjá City en gott gengi lærisveina PepGuardiola í enska bikarnum þyðirLiverpool og ManchesterCity verða ekki með jafnmarga leiki fyrr en alveg í blálok tímabilsins.

Bandaríska tölfræðisíðan Fivethirtyeight fylgist vel með öllum sigurlíkum í helstu íþróttakeppnum heims og þar er enska úrvalsdeildin ekki undanskilin.





Fólkið á Fivethirtyeight hefur nú uppfært líkurnar á titli eftir úrslit helgarinnar og þar náði Liverpool að hækka sigurlíkur sínar en þó bara um eitt prósent. Liðið er þó á leið í rétta átt í fyrsta sinn í þó nokkurn tíma.

Sigurlíkur ManchesterCity er enn 66 prósent þrátt fyrir að liðið sé ekki lengur í efsta sætinu. Það þýðir að sigurlíkur Liverpool eru nú 34 prósent en voru 33 prósent fyrir leikinn á móti Fulham.

Það hefur þó ekki verið gaman fyrir stuðningsmenn Liverpool að fylgjast með þessum sigurlíkum að undanförnu enda hafa þær hrunið hjá Liverpool liðinu á sama tíma og liðið hefur hikstað í sínum leikjum.

Liverpool var þannig með 78% líkur á að vinna enska meistaratitilinn 2. janúar síðastliðinn og fór í fyrsta sinn aðniður fyrir 50 prósent einum mánuði og tíu dögum síðar.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig líkur Liverpool á að vinna enska titilinn í fyrsta sinn í 29 ár hafa þróast undanfarna þrjá mánuði.



Svona hafa sigurlíkur Liverpool þróast á árinu 2019:

Sigurlíkurnar í dag: 34% (ManchesterCity 66%)

Fyrir leiki helgarinnar: 33% (City 67%)

6. mars: 35% (City 65%)

27. febrúar: 50% (City 49%)

20. febrúar: 52% (City 47%)

13. febrúar: 49% (City 49%)

6. febrúar: 57% (City 40%)

30. janúar: 74% (City 24%)

20. janúar: 71% (City 29%)

14. janúar: 75% (City 24%)

3. janúar: 72% (City 25%)

2. janúar: 78% (City 19%)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×