Enski boltinn

Óvíst hvort Alderweireld verði áfram hjá Tottenham

Toby gæti yfirgefið Tottenham næsta sumar.
Toby gæti yfirgefið Tottenham næsta sumar. vísir/getty
Toby Alderweireld, varnarmaður Tottenham, segist óvíst hvort að hann spili áfram hjá félaginu á næstu leiktíð en hann hefur verið orðaður burt frá félaginu.

Fyrr á þessari leiktíð virkti Tottenham klásúlu í samningi Alderweireld að hann sé samningsbundinn félaginu til 2020 en hann er falur fyrir 25 milljónir punda í sumar.

Alderweireld hefur spilað stórt hlutverk í góðu gengi Tottenham í Meistaradeildinni það sem af er leiktíðinni en hann hefur leikið 38 leiki með Tottenham á leiktíðinni.

Nú er hann með landsliði Belga sem undirbýr sig fyrir leiki gegn Rússlandi og Kýpur í undankeppni EM 2020 en hann segir að hans einbeiting sé að enda tímabilið eins vel og hægt er með Tottenham.







„Það er mikið að spila um á leiktíðinni og ég er með samning eitt ár í viðbót en ég er ekki að horfa mikið lengra en út þetta tímabil,“ sagði varnarmaðurinn öflugi í samtali við Sky Sports.

„Ég veit svo ekki meira. Ég er ánægður hjá Tottenham en við sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég er í góðu formi. Ég hef spilað fullt af mínútum á þessu tímabili og mér líður ekki eins og ég sé þrítugur.“

„Mér líður eins og ég sé yngri. Svo eins og ég segi, ég er mjög ánægður og ég horfi á þetta frá leik til leik. Það er nóg að spila um á þessari leiktíð svo ég mun gefa mitt besta þar,“ sagði Belginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×