Rodgers byrjaði á tapi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Andre Gray var nokkuð ánægður með mark sitt
Andre Gray var nokkuð ánægður með mark sitt vísir/getty
Varamaðurinn Andre Gray reyndist hetja Watford gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag. Brendan Rodgers byrjaði ferilinn hjá Leicester með tapi.

Heimamenn í Watford byrjuðu leikinn af miklum krafti og þeir uppskáru strax á fimmtu mínútu. Þá tók Gerard Deulofeu aukaspyrnu inn á teiginn sem fyrirliðinn Troy Deeney flikkaði í netið.

Stuttu seinna var Adrian Mariappa heppinn að fjúka ekki út af þegar hann felldi Jamie Vardy í skyndisókn. Leikmenn Leicester voru brjálaðir þar sem færa mátti rök fyrir því að Mariappa væri síðasti varnarmaðurinn og Vardy að komast í upplagt marktækifæri.

Leikurinn hefði líklega þróast öðru vísi hefði Watford farið niður í tíu menn svo snemma, en heimamenn höfðu það nokkuð þægilegt. Leicester var meira með boltann en gerðu fátt við hann sem ógnaði Ben Foster í markinu.

Í seinni hálfleik slapp Jamie Vardy hins vegar einn inn fyrir og þá þarf ekki að spurja að leikslokum. Markið kom á 75. mínútu og Vardy, sem hafði spilað allan leikinn, skoraði með sinni tólftu snertingu á boltanum.

Bæði lið áttu sín færi til þess að taka sigurinn en það var komið upp í uppbótartíma þegar Kasper Schmeichel átti slæma hreinsun sem féll fyrir Troy Deeney á miðjunni, hann sendi boltann á Andre Gray í hlaupinu inn fyrir og Gray tryggði Watford sigurinn.

Watford jafnar Wolves að stigum en er þó enn fyrir neðan þá í áttunda sætinu á markatölu. Leicester situr áfram í 11. sæti.

Viðtal við Javi Garcia
Viðtal við Brendan Rodgers

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira