Með brotið bak fyrir sex mánuðum en skoraði fyrir landsliðið sitt í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2019 16:15 Hayley Raso fagnar markinu með liðsfélögum sínum í ástralska landsliðinu. Getty/Cameron Spencer Knattspyrnukonan Hayley Raso hefur náð hreint ótrúlegum bata eftir hryllileg meiðsli sem hún varð fyrir í knattspyrnuleik síðasta haust. Hayley Raso braut þriðja hryggjarlið í leik með Portland Thorns í bandarísku deildinni í ágúst síðastliðnum. Hayley gafst ekki upp heldur kom sér aftur í gang og aftur inn á fótboltavöllinn og nú sex mánuðum síðar er hún farin að banka vel á landsliðsdyrnar fyrir HM í Frakklandi í sumar.Six months ago Australia footballer Hayley Raso broke her back and feared her career could be over. On Thursday she returned in stunning fashion https://t.co/mXFXUykjD5pic.twitter.com/4kq8xcRwo8 — BBC Sport (@BBCSport) March 1, 2019 Þessi 24 ára gamli kantmaður kórónaði endurkomu sína með því að skora fyrir ástralska landsliðið í 2-0 sigri á Nýja-Sjálandi í æfingamóti í dag. „Þetta er svolítið yfirþyrmandi fyrir mig. Ég er svo spennt að vera aftur farin að spila fótbolta og það toppaði síðan allt að ná að skora,“ sagði Hayley Raso í viðtali við BBC eftir leikinn. Hayley Raso kom inn á sem varamaður í leiknum og innsiglaði sigurinn aðeins þremur mínútum síðar. Fyrir sex mánuðum lenti hún í mjög slæmu samstuði við markvörðinn Aubrey Bledsoe í leik með Portland Thorns á móti Washington Spirit. Hún braut þriðja hryggjarlið og hefði getað verið lömum fyrir lífstíð. „Mín fyrsta hugsun var: Ég mun ekki geta gengið aftur,“ sagði Hayley Raso í viðtali á heimasíðu ástralska knattspyrnusambandsins í september. „Ég brotnaði niður og allar þessar tilfinningar helltust yfir mig. Það eina sem ég gat hugsað um er hvernig get ég lifað svona,“ sagði Raso en betur fór en á horfðist. Hún var í eina og hálfa viku á sjúkrahúsi og fór síðan í krefjandi endurhæfingu þar sem hún lærði að ganga á nýjan leik. „Það kom nokkrum sinnum fyrir að það leið yfir mig vegna sársaukans,“ sagði Hayley Raso í viðtali við ABC. Það má sjá meira um sögu hennar með því að smella hér fyrir neðan.Six months after breaking her back, Hayley Raso needed only three minutes to score: https://t.co/1c6WYoIfZs#Matildas#AUSvNZL@JacquelineH_ABC (Pic:AAP) pic.twitter.com/GfzTzvQS8K — ABC Grandstand (@abcgrandstand) February 28, 2019 Hayley Raso spilaði fyrsta leikinn með félagsliði sínu í janúar en hún spilar með Brisbane Roar. Næst á dagskránni er síðan að vinna sér sæti í HM-hópi Ástrala. Fótbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Knattspyrnukonan Hayley Raso hefur náð hreint ótrúlegum bata eftir hryllileg meiðsli sem hún varð fyrir í knattspyrnuleik síðasta haust. Hayley Raso braut þriðja hryggjarlið í leik með Portland Thorns í bandarísku deildinni í ágúst síðastliðnum. Hayley gafst ekki upp heldur kom sér aftur í gang og aftur inn á fótboltavöllinn og nú sex mánuðum síðar er hún farin að banka vel á landsliðsdyrnar fyrir HM í Frakklandi í sumar.Six months ago Australia footballer Hayley Raso broke her back and feared her career could be over. On Thursday she returned in stunning fashion https://t.co/mXFXUykjD5pic.twitter.com/4kq8xcRwo8 — BBC Sport (@BBCSport) March 1, 2019 Þessi 24 ára gamli kantmaður kórónaði endurkomu sína með því að skora fyrir ástralska landsliðið í 2-0 sigri á Nýja-Sjálandi í æfingamóti í dag. „Þetta er svolítið yfirþyrmandi fyrir mig. Ég er svo spennt að vera aftur farin að spila fótbolta og það toppaði síðan allt að ná að skora,“ sagði Hayley Raso í viðtali við BBC eftir leikinn. Hayley Raso kom inn á sem varamaður í leiknum og innsiglaði sigurinn aðeins þremur mínútum síðar. Fyrir sex mánuðum lenti hún í mjög slæmu samstuði við markvörðinn Aubrey Bledsoe í leik með Portland Thorns á móti Washington Spirit. Hún braut þriðja hryggjarlið og hefði getað verið lömum fyrir lífstíð. „Mín fyrsta hugsun var: Ég mun ekki geta gengið aftur,“ sagði Hayley Raso í viðtali á heimasíðu ástralska knattspyrnusambandsins í september. „Ég brotnaði niður og allar þessar tilfinningar helltust yfir mig. Það eina sem ég gat hugsað um er hvernig get ég lifað svona,“ sagði Raso en betur fór en á horfðist. Hún var í eina og hálfa viku á sjúkrahúsi og fór síðan í krefjandi endurhæfingu þar sem hún lærði að ganga á nýjan leik. „Það kom nokkrum sinnum fyrir að það leið yfir mig vegna sársaukans,“ sagði Hayley Raso í viðtali við ABC. Það má sjá meira um sögu hennar með því að smella hér fyrir neðan.Six months after breaking her back, Hayley Raso needed only three minutes to score: https://t.co/1c6WYoIfZs#Matildas#AUSvNZL@JacquelineH_ABC (Pic:AAP) pic.twitter.com/GfzTzvQS8K — ABC Grandstand (@abcgrandstand) February 28, 2019 Hayley Raso spilaði fyrsta leikinn með félagsliði sínu í janúar en hún spilar með Brisbane Roar. Næst á dagskránni er síðan að vinna sér sæti í HM-hópi Ástrala.
Fótbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira