Með brotið bak fyrir sex mánuðum en skoraði fyrir landsliðið sitt í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2019 16:15 Hayley Raso fagnar markinu með liðsfélögum sínum í ástralska landsliðinu. Getty/Cameron Spencer Knattspyrnukonan Hayley Raso hefur náð hreint ótrúlegum bata eftir hryllileg meiðsli sem hún varð fyrir í knattspyrnuleik síðasta haust. Hayley Raso braut þriðja hryggjarlið í leik með Portland Thorns í bandarísku deildinni í ágúst síðastliðnum. Hayley gafst ekki upp heldur kom sér aftur í gang og aftur inn á fótboltavöllinn og nú sex mánuðum síðar er hún farin að banka vel á landsliðsdyrnar fyrir HM í Frakklandi í sumar.Six months ago Australia footballer Hayley Raso broke her back and feared her career could be over. On Thursday she returned in stunning fashion https://t.co/mXFXUykjD5pic.twitter.com/4kq8xcRwo8 — BBC Sport (@BBCSport) March 1, 2019 Þessi 24 ára gamli kantmaður kórónaði endurkomu sína með því að skora fyrir ástralska landsliðið í 2-0 sigri á Nýja-Sjálandi í æfingamóti í dag. „Þetta er svolítið yfirþyrmandi fyrir mig. Ég er svo spennt að vera aftur farin að spila fótbolta og það toppaði síðan allt að ná að skora,“ sagði Hayley Raso í viðtali við BBC eftir leikinn. Hayley Raso kom inn á sem varamaður í leiknum og innsiglaði sigurinn aðeins þremur mínútum síðar. Fyrir sex mánuðum lenti hún í mjög slæmu samstuði við markvörðinn Aubrey Bledsoe í leik með Portland Thorns á móti Washington Spirit. Hún braut þriðja hryggjarlið og hefði getað verið lömum fyrir lífstíð. „Mín fyrsta hugsun var: Ég mun ekki geta gengið aftur,“ sagði Hayley Raso í viðtali á heimasíðu ástralska knattspyrnusambandsins í september. „Ég brotnaði niður og allar þessar tilfinningar helltust yfir mig. Það eina sem ég gat hugsað um er hvernig get ég lifað svona,“ sagði Raso en betur fór en á horfðist. Hún var í eina og hálfa viku á sjúkrahúsi og fór síðan í krefjandi endurhæfingu þar sem hún lærði að ganga á nýjan leik. „Það kom nokkrum sinnum fyrir að það leið yfir mig vegna sársaukans,“ sagði Hayley Raso í viðtali við ABC. Það má sjá meira um sögu hennar með því að smella hér fyrir neðan.Six months after breaking her back, Hayley Raso needed only three minutes to score: https://t.co/1c6WYoIfZs#Matildas#AUSvNZL@JacquelineH_ABC (Pic:AAP) pic.twitter.com/GfzTzvQS8K — ABC Grandstand (@abcgrandstand) February 28, 2019 Hayley Raso spilaði fyrsta leikinn með félagsliði sínu í janúar en hún spilar með Brisbane Roar. Næst á dagskránni er síðan að vinna sér sæti í HM-hópi Ástrala. Fótbolti Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Knattspyrnukonan Hayley Raso hefur náð hreint ótrúlegum bata eftir hryllileg meiðsli sem hún varð fyrir í knattspyrnuleik síðasta haust. Hayley Raso braut þriðja hryggjarlið í leik með Portland Thorns í bandarísku deildinni í ágúst síðastliðnum. Hayley gafst ekki upp heldur kom sér aftur í gang og aftur inn á fótboltavöllinn og nú sex mánuðum síðar er hún farin að banka vel á landsliðsdyrnar fyrir HM í Frakklandi í sumar.Six months ago Australia footballer Hayley Raso broke her back and feared her career could be over. On Thursday she returned in stunning fashion https://t.co/mXFXUykjD5pic.twitter.com/4kq8xcRwo8 — BBC Sport (@BBCSport) March 1, 2019 Þessi 24 ára gamli kantmaður kórónaði endurkomu sína með því að skora fyrir ástralska landsliðið í 2-0 sigri á Nýja-Sjálandi í æfingamóti í dag. „Þetta er svolítið yfirþyrmandi fyrir mig. Ég er svo spennt að vera aftur farin að spila fótbolta og það toppaði síðan allt að ná að skora,“ sagði Hayley Raso í viðtali við BBC eftir leikinn. Hayley Raso kom inn á sem varamaður í leiknum og innsiglaði sigurinn aðeins þremur mínútum síðar. Fyrir sex mánuðum lenti hún í mjög slæmu samstuði við markvörðinn Aubrey Bledsoe í leik með Portland Thorns á móti Washington Spirit. Hún braut þriðja hryggjarlið og hefði getað verið lömum fyrir lífstíð. „Mín fyrsta hugsun var: Ég mun ekki geta gengið aftur,“ sagði Hayley Raso í viðtali á heimasíðu ástralska knattspyrnusambandsins í september. „Ég brotnaði niður og allar þessar tilfinningar helltust yfir mig. Það eina sem ég gat hugsað um er hvernig get ég lifað svona,“ sagði Raso en betur fór en á horfðist. Hún var í eina og hálfa viku á sjúkrahúsi og fór síðan í krefjandi endurhæfingu þar sem hún lærði að ganga á nýjan leik. „Það kom nokkrum sinnum fyrir að það leið yfir mig vegna sársaukans,“ sagði Hayley Raso í viðtali við ABC. Það má sjá meira um sögu hennar með því að smella hér fyrir neðan.Six months after breaking her back, Hayley Raso needed only three minutes to score: https://t.co/1c6WYoIfZs#Matildas#AUSvNZL@JacquelineH_ABC (Pic:AAP) pic.twitter.com/GfzTzvQS8K — ABC Grandstand (@abcgrandstand) February 28, 2019 Hayley Raso spilaði fyrsta leikinn með félagsliði sínu í janúar en hún spilar með Brisbane Roar. Næst á dagskránni er síðan að vinna sér sæti í HM-hópi Ástrala.
Fótbolti Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira