Eiginmaður Shamimu Begum vill setjast að með henni í Hollandi Andri Eysteinsson skrifar 3. mars 2019 16:52 Shamima Begum fór til Sýrlands árið 2015 til að ganga til liðs við ISIS ásamt tveimur öðrum stúlkum. Vísir/Getty Eiginmaður Shamimu Begum, táningsins sem fór frá Bretlandi til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS og hefur verið í fréttum undanfarið vegna tilrauna hennar til að snúa til baka, hefur lýst því yfir að hann vilji að hjónin fari ásamt syni sínum til Hollands og setjist þar að. Eiginmaður Begum, hinn 27 ára gamli Yago Riedijk greindi frá þeim draumum sínum í samtali við BBC en hann situr nú í kúrdísku fangelsi í norðurhluta Sýrlands. Riedijk sagði í sama viðtali hafa hafnað íslamska ríkinu og sagðist hafa þurft að þola pyntingar vegna gruns um að hann væri hollenskur njósnari. Riedijk og Begum eru talin hafa flúið borgina Baghuz sem var eitt síðasta vígi ISIS í austurhluta Sýrlands.Giftist Shamimu Begum þegar hún var fimmtán ára Riedijk giftist Begum nokkrum dögum eftir að hún kom til Sýrlands, þá var hún 15 ára gömul en Riedijk 23. Riedijk var boðið að giftast henni en spurður að því hvort honum fyndist það eðilegt að giftast 15 ára gamalli stúlku sagðist hann í fyrstu viljað hafna tilboðinu sökum aldurs hennar en eftir samtal við hana snerist honum hugur. Begum og Riedijk hafa eignast þrjú börn en tvö þeirra eru látin. Þriðja barnið, fæddist í síðasta mánuði en Begum hefur óskað eftir því að fá að snúa aftur til heimalands síns, Bretlands, með barnið. Því hefur hinsvegar verið hafnað af stjórnvöldum og hefur innanríkisráðherrann Sajid Javid meðal annars hótað að svipta hana ríkisborgararétti. Begum hefur engan annan ríkisborgararétt og því væri slíkt óheimilt samkvæmt lögum Sameinuðu Þjóðanna.Á yfir höfði sér fangelsi snúi hann aftur til HollandsSamkvæmt Guardian hefur utanríkisráðuneyti Hollands lýst því yfir að ríkið veiti hollendingum sem barist hafa fyrir íslamska ríkið, enga aðstoð vilji þeir snúa heim að nýju. Komi til þess að hollenskur fyrrum vígamaður ISIS komi og leiti sér aðstoðar í sendiráði Hollands verði hann fluttur til landsins og sóttur til saka. Yago Riedijk sem hélt til Sýrlands frá borginni Arnhem hefur játað að hafa barist fyrir ISIS og ætti því von á sex ára fangelsisdómi snúi hann aftur til Hollands. Riedijk og Begum dvelja ekki á sama stað en eins og áður sagði er Riedijk í kúrdísku fangelsi en talið er að Begum hafi nýlega yfirgefið al-Hawl flóttamannabúðirnar eftir að henni voru sendar líflátshótanir. Bretland Holland Sýrland Tengdar fréttir ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29 Flúði fimmtán ára í arma ISIS en ætlaði sér ekki að verða auglýsing fyrir samtökin Shamima Begun, skólastúlkan sem flúði Bretland árið 2015, þá fimmtán ára gömul, segist aldrei hafa ætlað sér að verða einhvers konar auglýsing fyrir hryðjuverkasamtökin ISIS. Hún vill nú snúa aftur til Bretlands. 18. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Eiginmaður Shamimu Begum, táningsins sem fór frá Bretlandi til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS og hefur verið í fréttum undanfarið vegna tilrauna hennar til að snúa til baka, hefur lýst því yfir að hann vilji að hjónin fari ásamt syni sínum til Hollands og setjist þar að. Eiginmaður Begum, hinn 27 ára gamli Yago Riedijk greindi frá þeim draumum sínum í samtali við BBC en hann situr nú í kúrdísku fangelsi í norðurhluta Sýrlands. Riedijk sagði í sama viðtali hafa hafnað íslamska ríkinu og sagðist hafa þurft að þola pyntingar vegna gruns um að hann væri hollenskur njósnari. Riedijk og Begum eru talin hafa flúið borgina Baghuz sem var eitt síðasta vígi ISIS í austurhluta Sýrlands.Giftist Shamimu Begum þegar hún var fimmtán ára Riedijk giftist Begum nokkrum dögum eftir að hún kom til Sýrlands, þá var hún 15 ára gömul en Riedijk 23. Riedijk var boðið að giftast henni en spurður að því hvort honum fyndist það eðilegt að giftast 15 ára gamalli stúlku sagðist hann í fyrstu viljað hafna tilboðinu sökum aldurs hennar en eftir samtal við hana snerist honum hugur. Begum og Riedijk hafa eignast þrjú börn en tvö þeirra eru látin. Þriðja barnið, fæddist í síðasta mánuði en Begum hefur óskað eftir því að fá að snúa aftur til heimalands síns, Bretlands, með barnið. Því hefur hinsvegar verið hafnað af stjórnvöldum og hefur innanríkisráðherrann Sajid Javid meðal annars hótað að svipta hana ríkisborgararétti. Begum hefur engan annan ríkisborgararétt og því væri slíkt óheimilt samkvæmt lögum Sameinuðu Þjóðanna.Á yfir höfði sér fangelsi snúi hann aftur til HollandsSamkvæmt Guardian hefur utanríkisráðuneyti Hollands lýst því yfir að ríkið veiti hollendingum sem barist hafa fyrir íslamska ríkið, enga aðstoð vilji þeir snúa heim að nýju. Komi til þess að hollenskur fyrrum vígamaður ISIS komi og leiti sér aðstoðar í sendiráði Hollands verði hann fluttur til landsins og sóttur til saka. Yago Riedijk sem hélt til Sýrlands frá borginni Arnhem hefur játað að hafa barist fyrir ISIS og ætti því von á sex ára fangelsisdómi snúi hann aftur til Hollands. Riedijk og Begum dvelja ekki á sama stað en eins og áður sagði er Riedijk í kúrdísku fangelsi en talið er að Begum hafi nýlega yfirgefið al-Hawl flóttamannabúðirnar eftir að henni voru sendar líflátshótanir.
Bretland Holland Sýrland Tengdar fréttir ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29 Flúði fimmtán ára í arma ISIS en ætlaði sér ekki að verða auglýsing fyrir samtökin Shamima Begun, skólastúlkan sem flúði Bretland árið 2015, þá fimmtán ára gömul, segist aldrei hafa ætlað sér að verða einhvers konar auglýsing fyrir hryðjuverkasamtökin ISIS. Hún vill nú snúa aftur til Bretlands. 18. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29
Flúði fimmtán ára í arma ISIS en ætlaði sér ekki að verða auglýsing fyrir samtökin Shamima Begun, skólastúlkan sem flúði Bretland árið 2015, þá fimmtán ára gömul, segist aldrei hafa ætlað sér að verða einhvers konar auglýsing fyrir hryðjuverkasamtökin ISIS. Hún vill nú snúa aftur til Bretlands. 18. febrúar 2019 14:00