Manchester City komið með örlögin í eigin hendur Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. mars 2019 10:00 City-menn eru á toppnum. vísir/getty Manchester City komst aftur upp fyrir Liverpool um helgina og er í toppsæti deildarinnar í fyrsta sinn í tæpa þrjá mánuði fyrir utan stuttan tíma þegar City-menn voru búnir að leika einum leik meira en Liverpool. City-menn ferðuðust til Bournemouth og tóku stigin þrjú í leik sem þeir stýrðu frá fyrstu sekúndu þrátt fyrir að munurinn hafi aðeins verið eitt mark en degi síðar tókst nágrönnum Liverpool í Everton að krækja í stig og koma í veg fyrir að þeir rauðklæddu hrifsuðu toppsætið til sín á ný. Það er algengt að lið gleymi sér í kæruleysi í fyrsta leiknum eftir að hafa unnið titil og var verkefni Manchester City um helgina ekki auðvelt. Bournemouth hefur verið mun sterkara á heimavelli en á útivelli líkt og sást þegar Chelsea fékk að kenna á því í heimsókn fyrr í vetur. Þá mætti City til leiks án tveggja af mikilvægustu leikmönnum liðsins til baka, Aymeric Laporte hefur verið sem klettur í vörn liðsins og Fernandinho hefur um árabil verið mikilvægasti leikmaður liðsins á miðjunni.Pep Guardiola getur enn unnið fjóra titla.vísir/gettyLykilmenn fjarverandi Besti maður liðsins á síðasta tímabili, Kevin De Bruyne, fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og bættist við meiðslalista liðsins en þá kemur sér vel hvað leikmannahópur liðsins er gríðarsterkur. Þegar De Bruyne fór af velli gat Guardiola kallað á Alsíringinn Riyad Mahrez sem var valinn besti leikmaður deildarinnar fyrir þremur árum. Mahrez hefur átt erfitt uppdráttar í liði Manchester City og verið í aukahlutverki en um helgina var hann hetjan og skoraði eina mark leiksins af stuttu færi eftir stífa sókn City-manna. Annan leikinn í röð var munurinn ekki nema eitt mark og því alltaf möguleiki á jöfnunarmarki en líkt og gegn West Ham var lítið sem ekkert sem benti til þess að Bournemouth myndi jafna leikinn um helgina. Guardiola fór fögrum orðum um spilamennsku sinna manna eftir leikinn. Þrátt fyrir að hafa unnið leiki með mun meiri mun var Guardiola á því að spilamennskan gegn Bournemouth hefði verið ein sú besta síðan hann tók við taumunum.Klippa: FT Bournemouth 0 - 1 Manchester CityMeiðslavandræði „Þetta var ótrúlegt, sennilega ein besta frammistaða liðsins síðan ég tók við Manchester City. Það voru allir leikmenn liðsins tilbúnir og það gekk allt upp. Við stýrðum leiknum á öllum sviðum sem er hreint út sagt magnað eftir 25 leiki á síðustu þremur mánuðum," sagði Guardiola og bætti við: „Bournemouth er með öflugt lið sem er erfitt heim að sækja en þeir áttu ekki skot á markið hérna í dag. Við stýrðum öllum þeirra aðgerðum og í sókninni tókst okkur að finna lausnir þrátt fyrir að þeir væru með tíu leikmenn í eigin vítateig." Fyrir utan eitt óvænt tap gegn Newcastle hefur Manchester City verið á miklu skriði undanfarnar vikur. Níu leikir í síðustu tíu leikjum í deildinni ásamt því að liðið er komið í átta liða úrslit enska bikarsins og í góðri stöðu eftir fyrri leikinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Tuttugu ár eru liðin síðan Manchester United, nágrannar þeirra, urðu eina liðið í sögunni til að vinna þrennu en Manchester City gerir nú harða atlögu að því að bæta met þeirra. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Lukaku og öll mörk gærdagsins úr enska Romelu Lukaku tryggði Manchester United sigur á lokamínútunum gegn Southampton á Old Trafford í gær. Manchester City vann Bournemouth og Arsenal og Tottenham skildu jöfn í stórleik gærdagsins. 3. mars 2019 08:00 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira
Manchester City komst aftur upp fyrir Liverpool um helgina og er í toppsæti deildarinnar í fyrsta sinn í tæpa þrjá mánuði fyrir utan stuttan tíma þegar City-menn voru búnir að leika einum leik meira en Liverpool. City-menn ferðuðust til Bournemouth og tóku stigin þrjú í leik sem þeir stýrðu frá fyrstu sekúndu þrátt fyrir að munurinn hafi aðeins verið eitt mark en degi síðar tókst nágrönnum Liverpool í Everton að krækja í stig og koma í veg fyrir að þeir rauðklæddu hrifsuðu toppsætið til sín á ný. Það er algengt að lið gleymi sér í kæruleysi í fyrsta leiknum eftir að hafa unnið titil og var verkefni Manchester City um helgina ekki auðvelt. Bournemouth hefur verið mun sterkara á heimavelli en á útivelli líkt og sást þegar Chelsea fékk að kenna á því í heimsókn fyrr í vetur. Þá mætti City til leiks án tveggja af mikilvægustu leikmönnum liðsins til baka, Aymeric Laporte hefur verið sem klettur í vörn liðsins og Fernandinho hefur um árabil verið mikilvægasti leikmaður liðsins á miðjunni.Pep Guardiola getur enn unnið fjóra titla.vísir/gettyLykilmenn fjarverandi Besti maður liðsins á síðasta tímabili, Kevin De Bruyne, fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og bættist við meiðslalista liðsins en þá kemur sér vel hvað leikmannahópur liðsins er gríðarsterkur. Þegar De Bruyne fór af velli gat Guardiola kallað á Alsíringinn Riyad Mahrez sem var valinn besti leikmaður deildarinnar fyrir þremur árum. Mahrez hefur átt erfitt uppdráttar í liði Manchester City og verið í aukahlutverki en um helgina var hann hetjan og skoraði eina mark leiksins af stuttu færi eftir stífa sókn City-manna. Annan leikinn í röð var munurinn ekki nema eitt mark og því alltaf möguleiki á jöfnunarmarki en líkt og gegn West Ham var lítið sem ekkert sem benti til þess að Bournemouth myndi jafna leikinn um helgina. Guardiola fór fögrum orðum um spilamennsku sinna manna eftir leikinn. Þrátt fyrir að hafa unnið leiki með mun meiri mun var Guardiola á því að spilamennskan gegn Bournemouth hefði verið ein sú besta síðan hann tók við taumunum.Klippa: FT Bournemouth 0 - 1 Manchester CityMeiðslavandræði „Þetta var ótrúlegt, sennilega ein besta frammistaða liðsins síðan ég tók við Manchester City. Það voru allir leikmenn liðsins tilbúnir og það gekk allt upp. Við stýrðum leiknum á öllum sviðum sem er hreint út sagt magnað eftir 25 leiki á síðustu þremur mánuðum," sagði Guardiola og bætti við: „Bournemouth er með öflugt lið sem er erfitt heim að sækja en þeir áttu ekki skot á markið hérna í dag. Við stýrðum öllum þeirra aðgerðum og í sókninni tókst okkur að finna lausnir þrátt fyrir að þeir væru með tíu leikmenn í eigin vítateig." Fyrir utan eitt óvænt tap gegn Newcastle hefur Manchester City verið á miklu skriði undanfarnar vikur. Níu leikir í síðustu tíu leikjum í deildinni ásamt því að liðið er komið í átta liða úrslit enska bikarsins og í góðri stöðu eftir fyrri leikinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Tuttugu ár eru liðin síðan Manchester United, nágrannar þeirra, urðu eina liðið í sögunni til að vinna þrennu en Manchester City gerir nú harða atlögu að því að bæta met þeirra.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Lukaku og öll mörk gærdagsins úr enska Romelu Lukaku tryggði Manchester United sigur á lokamínútunum gegn Southampton á Old Trafford í gær. Manchester City vann Bournemouth og Arsenal og Tottenham skildu jöfn í stórleik gærdagsins. 3. mars 2019 08:00 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira
Sjáðu sigurmark Lukaku og öll mörk gærdagsins úr enska Romelu Lukaku tryggði Manchester United sigur á lokamínútunum gegn Southampton á Old Trafford í gær. Manchester City vann Bournemouth og Arsenal og Tottenham skildu jöfn í stórleik gærdagsins. 3. mars 2019 08:00